Sami skríllinn?

Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé sami skríllinn og var með ofbeldi í "Búsáhaldabyltingunni". Ég held þó ekki.... ekki nema að litlum hluta. Svokallaðir anarkistar, stjórnleysingjar og aðgerðasinnar, geta auðvitað sprottið upp hvar sem er og nánast af hvaða tilefni sem er.

"Níumenningarnir" sem ákærðir eru fyrir að ráðast á Alþingi með tilheyrandi eignaspjöllum og örkumlun eins starfsmanns þinghússins, eru nú skyndilega orðnir grímulausir í fjölmiðlum. Þetta fólk vildi ekki láta þekkja sig og huldi andlit sín á meðan þau frömdu ódæðisverk sín.

niumenningarnir

Nú er þetta skyndilega orðið fólk með auðkenni. "Í hópnum eru listamenn, leiðbeinandi í leikskóla, leiðsögumaður, gæðastjóri, bréfberi, grafískur hönnuður og nemi í læknisfræði. " segir í frétt DV um mál níumenninganna. Þarna er einnig fremst til hægri á þessari mynd DV, nýkjörin formaður VG í Reykjavík, en eins og margir vita er hún dóttir Jóns Múla Árnasonar, útvarps og tónlistarmanns. Hún tilheyrir "kattadeildinni" svokölluðu, í VG.

"„Þetta er töluvert álag á alla fjölskylduna. Ég á tvö börn og velti því oft fyrir mér hvaða áhrif þetta muni hafa á líf þeirra,“ segir einn árásarmannanna. Hópurinn er prúður og snyrtilegur. Verður næsta "holl" sem réttað verður yfir vegna árása á Alþingi, af svipuðu tagi og þetta fólk? Það má búast við því. Errm

Það á auðvitað að dæma þetta fólk samkvæmt lögum. Skilorðsbundið fangelsi er hæfilegt. Þetta prúða fólk fer varla að brjóta af sér aftur... eða hvað?


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Beint í tugthúsð með þetta lið. Straight to jail do not collect 200. Þetta lið eru brúnstakkar VG úr búsáhalda byltingunni varðliðasveitin hennar Álfheiðar úr hól, sem afrekaði ekkert í heilbrigðisráðuneytinu nema gera alla heilbrigðisstarfsmenn gráhærða. Ég vil engan mótmælenda afslátt í dómskerfinu fyrir ofbeldisseggi og óeirða lýð hvorki nú né í framtíðinni. Ef fólk getur ekki mótmælt á friðsamlegum nótum á það heima í steininum. Eitt skal yfir alla frekjudalla og ofbeldismenn ganga, hvort sem þeir eru til hægri, vinstri eða bara venjulegir glæpamenn. Engan pólitískan afslátt

kallpungur, 5.10.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Kynnið ykkur málin, vitringarnir ykkar, frekar en að opinbera vanþekkingu ykkar og fordóma.

Vésteinn Valgarðsson, 5.10.2010 kl. 12:23

3 identicon

Komið þið sælir !

Ég tek undir; með Vésteini. Ykkur kallpungi; virðist gjörsamlega fyrir munað, að aðgreina orsakir og afleiðingar, Gunnar Th.

Ekki; sé ég bregða fyrir, ákalli ykkar, um handtökur og fangelsanir, hinna raunverulegu GLÆPAMANNA, innan þings - sem utan þess, sem komu Íslendingum í þessa fráleitu stöðu.

Nærtækara; að berja á þeim, fremur en hugrökkum aðgerða sinnunum, sem þorðu að standa, fyrir sínar skoðanir og sannfæringu - og þora enn.

Ekki að vænta; mikilla framfara, í endurreisn samfélagsins, meðan viðhorf ykkar kallpungs, fá að ráða, að nokkru, ágæti síðuhafi.

Með; samt, beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:37

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er eitthvað rangt sem ég segi í pistlinum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2010 kl. 15:10

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Já. Þú fullyrðir að hinir svokölluðu nímenningar hafi framið ódæðisverk grímuklæddir. Það er bull. Þú mundir vita það ef þú nenntir að setja þig inn í málið.

Vésteinn Valgarðsson, 5.10.2010 kl. 17:10

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þau fara ekki í fangelsi meðan ég stend uppi!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 17:11

7 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Gunnar minn !

Ég hygg; að allt vel meinandi fólk, og skikkanlegt, vilji taka undir einarðleg og drengileg andsvör; þeirra Véteins og Sigurðar Þingeyings, í þessum málum, öllum; þér, að segja.

Með; sízt lakari kveðjum, en öðrum fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 17:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vésteinn, ég útiloka ekki að einhver nímenninganna hafi verið grímulaus þegar ódæðisverkin voru framin.

Reyndar er útlit fyrir að hinir hörmulegu áverkar sem starfsmaður Alþingis hlaut í árásinni, hafi verið slys, en það má segja að þetta hafi verið slys af ásetningi. A.m.k. var árásin ásetningur og slysið afleiðing.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2010 kl. 18:22

9 identicon

Þið skulið ekki taka neitt mark á Gunnari, hann er öfgamaður sem ver Sjálfgræðgisflokkinn út fyrir dauða og gröf !

Daus (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:16

10 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Ágæti nafnleysingi; Daus !

Ég hygg því fara fjarri; að Gunnar Th. sé nokkur öfgamaður. 

En vafalaust; á hann eftir að sjá, hvers konar skólpræsi, Valhöll við Háaleitisbraut Reykvízkra, raunverulega er, áður en langt um líður.

Ekki hvað sízt; í ljósi þess, að Bjarni Benediktsson (yngri), átti lítt með, né hafði vit á, að vera að braska með skýjakljúfa höndlunarbréf, austur í Makaó, á Kínaströnd, til dæmis.

Annars; er Silfurskeiða dregurinn; Bjarni, ekkert sá varhugaverðasti, innan vébanda ''Sjálfstæðisflokksins'' , en,....... muna skulum við allir, að ekki hefir hann, enn sem komið er, haft dug til, að sverja af sér þjónkunina, við innlimunar ferli Íslands, í hið vítaverða Evrópu samband, enn sem komið er - og eru þær vomur, honum ekki til álitsauka, fremur en öðrum slíkum, svo sem.

En; endilega, Daus - sýndu okkur þann heiður, að koma fram, undir fullu nafni, í næstu lotu, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - og öðrum fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:31

11 identicon

drengurinn; átti að standa þar. Bið forláts; á ambögum orða, sem finnast kunna, af minni hálfu.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:36

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Gunnar, þú sýnir það enn og aftur að þér er lagnara að snúa út úr eða grípa róg á lofti heldur en að kynna þér málin sjálfur. Sú "árás" sem var undirbúin átti að felast í því að fara upp á þingpallana og lesa þar upp stutta yfirlýsingu. Það var allt og sumt. Á leiðinni urðu stimpingar og troðningur, þar sem varð a.m.k. eitt slys. Á svæðinu voru a.m.k. 30 mótmælendur, en það voru 9 teknir fyrir og ákærðir. Sumir án þess að neinar beinar sakargiftir séu tengdar þeim sjálfum. Þessum málaferlum er ekki ætlað að framfylgja réttlætinu heldur að hræða fólk frá því að vera í fremstu víglínu í uppreisn. Þetta eru m.ö.o. pólitísk réttarhöld. Og hverjir eru það sem éta upp róginn gegn nímenningunum hver eftir öðrum? Jú, það eru málpípur afturhalds og íhalds. Eins og þú sjálfur. Ég mun svo ekki taka meiri þátt í þessari umræðu, það er tímasóun að ræða við þig, Gunnar.

Vésteinn Valgarðsson, 6.10.2010 kl. 13:09

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það, Vésteinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband