Samglaðningur frá Reyðarfirði

Góðar samgöngur eru kannski ekki allra meina bót... en þær fara ansi langt með það.

Fáskrúðsfjarðargöngin hér á Mið-Austurlandi var frábær framkvæmd og ég veit að hún er það ekki síður fyrir norðan. Það er nánast alltaf arðsem af jarðgöngum því vegi þarf alltaf að stagbæta og hver kílómeter í styttingu leiða er dýrmætur.

Umferðaröryggi er einnig dýrmætt og tryggingafélögin geta meira að segja sett líf og heilsu fólks undir mæliker. Mig minnir að eitt stykki líf manneskju, sé á ca. 50-70 miljónir. Fer sennilega eftir aldri, menntun og fyrri störfum Errm

Ég óska íbúum á Tröllaskaga og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þessi stórkostlegu samgöngumannvirki.


mbl.is Eins og á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband