Hann spilaði ekki leikinn á móti Þór

kff 

Síðasti leikur Fjarðabyggðar í næst efstu deild sumarið 2010, var leikur upp á líf og dauða fyrir þetta efnilega lið. Leikurinn var einnig gríðarlega mikilvægur fyrir Þór, því þeir áttu möguleika á úrvalsdeildarsæti ef Leiknismenn misstigu sig.

Fjarðabyggð var jaftn að stigum og Grótta fyrir síðustu umferðina, en með mun betra markahlutfall og sat því í 10. sæti deildarinnar. Grótta atti kappi lang við neðsta lið deildarinnar og hina þegar föllnu Njarðvíkinga. Sá leikur fór reyndar jafntefli og því hefði Fjaraðabyggð dugað jafntefli í leiknum á móti Þór.

Í stuttu máli varð leikurinn við Þórsara að martröð strax á 9. mínústu leiksins, þegar öflugum manni úr Fjarðabyggðarliðinu var vísað af velli og vítaspyrna dæmd. Þórsarar unnu svo leikinn 9-1.

kff-logoSrdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, spilaði ekki leikinn á móti Þór. Ég man ekki hver skýringin var, en ég tók því eins og hverju öðru hundsbiti, en ég vissi að möguleikar minna manna minnkuðu töluvert við brotthvarf hans.

Það er eðlilegt að hinn 34 ára gamli og stórgóði markvörður, langi til að spreyta sig í efstu deild, eftir dygga þjónustu hér eystra. En þessi atburðarrás verður tortryggileg, nú þegar Rajko er genginn til liðs við Þórsara. Hvað er langt síðan þreifingar byrjuðu milli Knattspyrnudeildar Þórs og Srdjan Rajkovic?

Annað vil ég minnast á, sem svertir minningu þessa knattspyrnusumars fyrir leikmenn Fjarðabyggðar. Oft fannst leikmönnum og áhangendum Fjarðabyggðar, á liðið hallað hvað dómgæsluna varðaði, sérstaklega í útileikjunum. Það er auðvitað þekkt að "minna" liðið verði fyrir því að vafaatrið falla þeim sjaldnar í skaut, en maður vill samt ekki trúa því að dómarar ákveði fyrirfram að dæma þannig.

Framkoma eins dómar eftir tapleik Fjarðabyggðar snemma í sumar, bendir þó til annars, þegar hann sagði í hæðnis tón þegar hann rölti af velli með leikmönnum: "Gangi ykkur vel í 2. deildinni næsta sumar".

Getur verið að það spili inn í að Austfirðir þyki langt í burtu? Frá höfuðborginni er fyrst klukkutíma flug og svo rútuferð í 45 mínútur. Fyrir Akureyringa og nágranna er þetta 8 tíma rútuferð, fram og til baka. Er gott að vera laus við að þurfa að fara austur?

Lið Fjarðabyggðar er kornungt og efnilegt en breiddin er lítil og það kostaði sitt þegar meiðsli hrjáðu leikmenn. Liðið spilaði á köflum skemmtilega knattspyrnu í sumar og ef vel tekst til við að halda utan um þennan mannskap, þá fer liðið strax upp aftur. Það er auðvitað skarð fyrir skyldi að missa Rajkovic og hugsanlega verður liðið að líta út fyrir heimabyggðina varðandi markmannsstöðuna.

Áfram Fjarðabyggð!


mbl.is Srdjan Rajkovic í mark Þórsara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rajko var í banni í síðustu umferðinni þannig að það er óþarfi að fara að halda því fram að eitthvað ólöglegt hafi verið í gangi varðandi leikinn í síðustu umferðinni.

http://www.ksi.is/agamal/reglubundnir-urskurdir/urskurdir/?dags=14.09.2010

Gunnar (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok.

Fyrir hvað fékk Rajko leikbann í leiknum á móti Þór? Var hann búinn að semja við Þór löngu áður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 15:45

3 identicon

Hann fékk gult og hann er með 4 gul í sumar og hann var í banni.

Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:20

4 identicon

Rétt hjá Kristni varðandi gulu spjöldin hjá Rajko.

Ég held að það séu bara engar líkur á því að Rajko hafi samið við Þór fyrr en eftir leiktímabilið og hann hafi einnig vísvitandi ákveðið að redda sér banni til að spila ekki í síðasta leiknum gegn Þór. Ég veit ekki betur en að Rajko hafi staðið sig frábærlega fyrir Fjarðabyggð öll þessi ár sem hann spilaði með KFF, staðreyndin er nú bara sú að hann er of góður til að spila í 2.deildinni og langar væntanlega að fá séns í Pepsi-deildinni. Einnig vantar Þór markmann þar sem að aðalmarkmaðurinn þeirra er farinn til Danmerkur og því eðlilegt að Þór líti í kringum sig og fáir jafn góðir markmenn eins og Rajko á lausu.

Er ekki óþarfi að vera með svona leiðindi við Rajko þó hann hafi ákveðið að fara frá KFF?

Gunnar (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:06

5 identicon

Rajko fékk spjald fyrir kjaftbrúk í sínum síðasta leik. Hann var maður leiksins en hann hélt sínum mönnum í leiknum.

Umræddur leikur var gegn Leikni sem var einmitt að keppa við Þór um sæti í efstu deild. Ég verð nú að segja að þetta lyktar all svakalega.

Arro (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 00:38

6 identicon

Arro ertu þá að gefa í skyn að hann hafi verið að verja vel í Leiknisleiknum fyrir Þór en ekki Fjarðabyggð? Þetta er svo vitlaust að það er engu lagi líkt.

Lu (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband