Ef einhvern ætti að draga fyrir dóm af ráðherrum í ríkisstjórn Geirs Haarde, væri það Björgvin G. Sigurðsson, þ.e.a.s. ef það er glæpur að vera sauður.
Sem æðsti yfirmaður viðskipta í landinu, er það með ólíkindum að hann skyldi láta bjóða sér að vera ekki með í ráðum og að sumu hafi verið beinlínis haldið frá honum er auðvitað í raun fjarstæðukennt. Sömuleiðis að hann skyldi láta viðgangast helfrost í samskiptum sínum við Davíð Oddsson og Seðlabankann.
Maður sem tekur starf sitt alvarlega sem viðskiptaráðherra, vill hafa sem flesta þræði í hendi sér. Björgvin var þráðlaus og hann lét sér það lynda.
Það má vel vera að einhverjum takist að færa rök fyrir því að þetta séu alvarleg embættisglöp og vanræksla og það beri að refsa fyrir það. Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar að ekki megi refsa mönnum fyrir það hvernig þeir eru af Guði gerðir.
Björgvin kemur aftur inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.9.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946007
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Gunnar í hvaða heimi ert þú? Er það ekki glæpur að hafa einhvern að fífli en glæpur að láta glepjast?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 00:14
"Fool me once, shame on you. Fool me twice, shame on me".
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 01:49
Björgvin var bara blekktur einu sinni. En það var líka svolítið:
"Big time!"
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 01:54
Sauðir eiga bara vera í sveitinni, ekki inná alþingi. Þetta sýnir samt ágætlega hvað íslendingar eru miklir hálfvitar að láta endalaust alltaf bjóða sér hvað sem er :)
Jónas Jónasson, 30.9.2010 kl. 06:50
...hmm.....
Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 08:45
Sauðir er sko rétt og hann er ekki sá eini, ég legg til að það mæti allir föstudaginn 1 okt í réttir niður á alþingi íslendinga að moka flór og í orðsins fyllstu henda út þessu illa sýktu sauðum þetta lið er svo sjúkt að það kann ekki að skammast sín og það er kominn tími til að það verði settur reitur á kosningar seðilinn þar sem stendur viltu kjósa fólk eða flokka ? það gengur ekki að fjármála ráðherra sé dýralæknir og svo framvegis .
Birkir Már Benediktsson, 30.9.2010 kl. 09:03
Ég vil taka það fram, af því ég er grimmur í orðavali gagnvart Björgvin, að eflaust er þetta ágætis náungi. Það er bara ekki boðlegt af stjórnmálasamtökum að dubba upp "meðalmann", eins og mig og sennilega flesta sem lesa þetta blogg, í embætti ráðherra.
-
Almenningur á að gera þær kröfur að viðkomandi hafi meira en meðal þekkingu og hæfileika fyrir djobbið.
-
Auðvitað má segja að fleiri "meðalmenn" gegni og hafi gegnt embætti ráðherra áður, en það hafði bara ekki eins alvarlegar afleiðingar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.