Það á ekki að koma neinum á óvart að fólk forði sér úr þessum voðalega flokki.
Á bloggsíðu Hannesar Hólmsteins má lesa eftirfarandi:
"Ingibjörg Sólrún er enginn glæpamaður, og tilraun Samfylkingarinnar til að breyta Íslandi í leikvang að rómverskum sið er í senn sorgleg og hlægileg, en aðallega fyrirlitleg. Við megum ekki gleyma því, að það fólk, sem nú á að fórna, er fólk með tilfinningar, vit og vilja, fjölskyldur og vini. Þótt ég hafi aldrei verið samherji Ingibjargar Sólrúnar, finn ég til með henni í þessum raunum. Ömurlegt hlýtur að vera fyrir hana að horfa upp á hvern hugleysingjann af öðrum svíkja sig, sama fólkið og klappaði hvað ákafast fyrir henni á Hótel Íslandi, þegar hún gekk hnakkakert í salinn eftir að hafa sigrað í borgarstjórnarkosningunum 1994. Ingibjörg Sólrún hefði mátt vera vandari að vinum, eins og sum okkar hinna voru, sem betur fer."
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1096410/
Sagði sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.9.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 946106
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viltu launahækkun? Færðu lögheimilið!
- Búið að ræna grænu skátastelpunum- höldum þessu leyndu
- Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
- Vinaþjóðir eiga í hlut
- Bæn dagsins...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
- Víkur kuldinn?
Athugasemdir
Ég hélt satt að segja að menn hefðu þroskast eitthvað og tæku söguskýringar Hannesar Hólmsteins með fullum fyrirvara, en ....
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 14:56
Ég hélt satt að segja að menn væru hættir að hlaupa til og veifa um öll torg því sem HHG lætur frá sér. Hann er nú einn þeirra sem dönsuðu á eftir glæpamönnunum á sínum tíma og ég hélt satt best að setja að menn leggðust nú ekki svo lágt að túlka hans orð sem allt að því guðsorð.
Guðmundur (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 16:16
Ekki Guðsorð, Guðmundur, en ef fólk gæfi sér tíma til að lesa það sem hann hefur að segja í stað þess að dæma það ólesið, þá sæju menn e.t.v. ljósið
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 16:59
Ljósið er í óravegu frá en það er þarna. Við verðum að koma Samfylkingunni burt úr alþingi strax þann fyrsta október hinir flokkarnir mega fara líka engin flokkur hugsar að hag fólksins þér hugsa bara um eigin rassgat!
Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 20:02
Ég hef fulla trú á mínum mönnum í Sjálfstæðisflokknum.
Við lifum í kapitalísku umhverfi og hagkerfin í okkar heimshluta ganga á kapitalisma. Sjálfstæðismenn eru gjarnan kenndir við kapitalisma og það gefur því auga leið hverjir kunna best að stýra þjóðarskútunni, a.m.k. í venjulegu árferði.
Þó hagtölur sýni enn neikvæðan hagvöxt, þá liggur það að miklu leyti í aukinni vaxtabyrði vegna hárra erlendra lána. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði um 2% síðasta ársfjórðung þessa árs.
-
Það hættulega, sérstaklega núna, þegar hyllir undir að við séum að rétta úr kútnum, er að hafa vinstrimenn við völd. Einu tilfinningarnar sem vakna hjá þeim varðandi peninga, er öfund yfir því að einhverjir eigi "ógeðslega mikið" af þeim. Það þola þeir ekki, jafnvel þó lífskjör allra séu betri en nokkru sinni fyr. Það virðist vera aukaatriði hjá sjálfskipuðum málsvara verkalýðsins meðal stjórnmálamanna... svo einkennilega sem það kann að hljóma.
-
Skattastefna vinstrimanna gengur þvert á góð fræði í hagvísindum. Ef við þurfum að búa við hana næstu misserin, mun það blóðmjólka atvinnulífið og það mun veslast upp. Margþrepa, flókið og kostnaðarsamt skattkerfi mun minna engu skila. Undanskot verða tíðari, bæði vegna vandræða fólks og vegna þess að það verður hugsanlega auðveldara. Ofsköttun að hætti vinstrimanna er vinnuletjandi og bótahvetjandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 22:55
Ekki nokkur vafi að Jóhönnuflokkurinn er hættulegasti og ósvífnasti pólitíski flokkur í manna minnum. Flokksaginn númer 1 + + + . Líf landsmanna komast ekki einu sinni í 30. sæti þar í bæ.
Elle_, 29.9.2010 kl. 23:55
Ég hvet alla sem enn eru í Samtryggingunni að segja sig úr flokknum, ekki vegna þess að örfáir þingmenn úr flokknum skyldu vilja að fyrrum formaður hennar, Ingibjörg Sólhrun Gísladóttir, væri látin sæta ábyrgð fyrir afglöp sín við stjórn landsins.
Þvert á móti vegna þess að flestir þingmenn flokksins vildu það ekki.
Um Sjálfgræðgiflokkinn er það að segja að hann elskar spillinguna svo heitt að hann er farinn að verja spillingarseggi úr öðrum flokkum og það hjá helstu andstæðingum sínum.
Theódór Norðkvist, 30.9.2010 kl. 02:20
V-grænir standa væntanlega keikir og horfa kinnroðalaust framan í heiminn, Theódór?
Þetta eru hræsnarar dauðans. Foringjahollustan nær þarna nýjum hæðum (lægðum)
Hlustaðu á Lilju Mósesdóttur í þættinum "Návígi" á RUV og sömuleiðis lestu þennan pistil HÉR , ásamt athugasemdum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 02:36
Þó ég gagnrýni tvo af þremur hrunflokkum er ekki þar með sagt að ég sé sáttur við aðra flokka.
Theódór Norðkvist, 30.9.2010 kl. 03:14
Vil að það komi fram að ég var ekki að verja Sjálfstæðisflokkinn að ofanverðu. Þó getur enginn flokkur verið verri en Samfylkingar-hryllingurinn.
Elle_, 1.10.2010 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.