Það sem Þorgerður segir er rökfast og hárrétt.
Það er vitað að ákveðinn hluti almennings, nær eingöngu vinstrimenn, vill að pólitísk hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins verði gerð að sakamáli og vilja því pólitísk réttarhöld yfir formanni flokksins.
Það væri auðvitað ágæt leið fyrir Geir og flokkinn að fá að taka til varna fyrir dómi og hreinsa sig af þessum kærum í eitt skipti fyrir öll, ef ekki væri fyrir það að 8 af 15 dómurum í landsdómi, eru kosnir pólitískri kosningu á Alþingi.
Ekki er nóg með það að þeir sem vilja kæra eru líka dómarar og hafa meirihluta.
Hannes Hólmsteinn skrifar alltaf góða pistla og í pistlinum: Ég var sjónarvottur sem hann skrifaði áður en atkvæðagreiðslan á Alþingi fór fram:
"Ég hef áður látið í ljós þá skoðun, að mér finnist fráleitt að setja þau Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á sakamannabekk, eins og meiri hluti þingmannanefndar undir forystu Atla Gíslasonar leggur til. Það er langur vegur frá afglöpum að afbrotum. Þau Geir og Ingibjörg Sólrún eru sek um afglöp, en ekki afbrot. Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir játað, að tilgangurinn með þessum ákærum og hugsanlegum réttarhöldum er stjórnmálalegur. Hún var spurð, hvort hún teldi ákærur róa almenning. Hún svaraði: Ég vona það. Til þess var þetta sett á laggirnar.
Þessi orð Jóhönnu eru athyglisverð. Í öðrum pistli segir Hannes:
"Ingibjörg Sólrún er enginn glæpamaður, og tilraun Samfylkingarinnar til að breyta Íslandi í leikvang að rómverskum sið er í senn sorgleg og hlægileg, en aðallega fyrirlitleg. Við megum ekki gleyma því, að það fólk, sem nú á að fórna, er fólk með tilfinningar, vit og vilja, fjölskyldur og vini. Þótt ég hafi aldrei verið samherji Ingibjargar Sólrúnar, finn ég til með henni í þessum raunum. Ömurlegt hlýtur að vera fyrir hana að horfa upp á hvern hugleysingjann af öðrum svíkja sig, sama fólkið og klappaði hvað ákafast fyrir henni á Hótel Íslandi, þegar hún gekk hnakkakert í salinn eftir að hafa sigrað í borgarstjórnarkosningunum 1994. Ingibjörg Sólrún hefði mátt vera vandari að vinum, eins og sum okkar hinna voru, sem betur fer."
Þorgerður Katrín: Pólitísk réttarhöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.9.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Gunnar nú verd ég ad vera ósammála thér, THAD VARD HRUN svo einhver eda einhverjir hljóta ad bera ábyrgd. Ég sem FYRRUM sjálfst-madur er STÓR-hneyksladur á thessu tali (afglöp) THEGAR THÚSUNDIR HEIMILA FLOSTNA UPP og eiga eftir ad verda FLEIRI. Bessunin hún th.katrín á ad snúa sér ad ödru eins og nánast ALLIR THINGMENN sjalla sem voru fyrir HRUN. Kv. G
gulli-spanjoli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 12:46
Þetta fólk, og þ.m.t. Þorgerður Katrín og fl. eiga að bera pólitíska ábyrgð.
En þetta er ekki sakamál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 13:00
er til pólitísk ÁBYRGD á Íslandi?????? held ekki, menn hafa ekki einusinni getad HVÍSLAD afsakid
gulli-spanjoli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 15:47
Pólitíska refsingin er í höndum kjósenda, ekki í höndum pólitískra andstæðinga og hatursmanna.
V-grænir voru reiðir, mjög reiðir í 18 ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.