Fleiri eru að átta sig

Ég er að fylgjast með umræðum á Alþingi í sjónvarpinu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Helgi Hjörvar hafa flutt ágætar og yfirvegaðar ræður um "Landsdómsmálið". Helgi sagði að sama hver niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni yrði, þá yrði málið í raun áfram óleyst. Hann sagði að stjórnmálastéttin hefði brugðist vegna þess að engin samstaða hefði náðst um málið. Flokkslínur virtust ráða för líkt og í þingmannanefndinni.

Mér sýnist að æ fleiri þingmenn utan VG séu að átta sig á að hefndar og refsileiðin sé einfaldlega röng. "Búsáhaldaþingmennirnir" Þór Saari og Þráinn eru þó greinilega VG-megin í málinu...  eðlilega. Þeir gerðu út á reiði almennings og komust þess vegna á þing.


mbl.is Fráleitt að framið hafi verið refsivert athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll og sem betur fer komust þeir á þing því að ef við hefðum þau ekki hvað hefðum við þá?

Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er ekki ætlunin að Landsómur skeri úr um það hvort refsivert athæfi hafi verið framið? Það er lítið gagn að dómsstólum ef einstakir menn kveða upp dóma fyrirfram. Annars er maður alveg áttavilltur í þessu máli. Ekki virðist vera hægt að treysta alþingismönnum til að gera neitt sómasamlega.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.9.2010 kl. 12:30

3 identicon

Sæll; Gunnar Th., æfinlega !

Má vera; að skemmdarverk stjórnmála- og embættismanna, ásamt viðskiptabröskurunum, séu ekki farin að bíta, á ykkur Austfirðinga, eins og okkur;; hér á Suð- vesturlandi - og þú dragir; þar af leiðandi, þínar ályktanir, af stöðu mála.

Hvað um það; í dag kann að staðfestast (í þinginu), hvort Ísland eigi sér einhverrar viðreisnar von, eða sé dæmt til, að vera rétt og slétt 5. heims ríki, Gunnar minn.

Það er; öllu lakari staða, en meira að segja Búrma og Kongó; svo aðeins séu nefnd, búa nú við, í veraldar flórunni, siðferðilega.

Með; hinum beztu kveðjum austur, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:30

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Niðurstaða meirihluta þingmannanefndarinn þann 11. sept. sl. var dapurleg, þ.e. að meiri líkur en minni væru á sakfellingu og því ætti að vísa málinu til Landsdóms.

-

Í þessari niðurstöðu felst ákæra, sama hvernig atkvæðagreiðsla fer á Alþingi.

-

Hvað gera þeir þingmenn sem telja meiri líkur en minni á sakfellingu, ef málinu verður vísað til Landsdóms og hann sýknar alla sakborninga? Munu þeir segja af sér í kjölfarið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband