Menn og dýr

 Sumir eiga ekki að koma nálægt dýrum. Sumir eru eiginlega bara "dýra óvinir"

Ég held að þannig fólki sé ekki treystandi fyrir nokkru lífi. Ég myndi að minnsta kosti ekki láta svoleiðis manneskju passa barnið mitt. Errm

Í fyrrakvöld var ég í ökutíma með nemanda mínum. Það var komið myrkur og ég ákvað að gott væri að æfa hann í akstri á malarvegi í myrkrinu. Ég lét því nemandann aka sem leið liggur á suðurströnd Reyðarfjarðar í átt að Vattarnesi. Um eða yfir 20 kílómetrar er að fyrsta bæ á suðurströndinni, sem er Þernunes. Mitt í þessu 20 km. óbyggða svæði, sjáum við glitta í tvö augu á vegbrúninni. Við vorum á tiltölulega hægri ferð og fyrst hélt ég að þetta væri refur eða minkur, en svo sá ég að þetta var skelfingu lostinn kettlingur.

Ég lét ökunemann stöðva og steig út og rýndi í myrkrið fyrir aftan bílinn. Þá heyrði ég ámáttlegt mjálm sem samstundis bræddi hjarta mitt. Blush Þegar ég gekk í átt að mjálminu, fór sjónin að venjast myrkrinu, sem þó var ekki alveg að fullu skollið á. Ég sá hreyfingu út í móanum í nokkurra metra fjarlægð frá veginum.

Ég gekk í áttina að mjálmandi kettlingnum, en þá skyndilega breyttist tónninn í honum úr yndislega "hjálp, ég er svo lítil" mjálminu í illilegt vein eins og það gerist verst hjá köttum. "Nú, já!", hugsaði ég með mér, "þetta er villiköttur", og sneri dauðskelkaður við. En þá kom blíðlega mjálmið aftur.... og ég sneri við.

Það tók mig 20-30 mínútur að ná kettlingnum. Ég talaði blíðlega til hans og sagði "kisi minn" í hverri setningu. Eftir nokkrar mínútur hætti illilega veinið og ég komst mjög nálægt honum. Ég rétti út höndina og hann læddist varlega nær og þefaði af puttunum. Ég var samt eiginlega ekki alveg viss hvort þetta væri villiköttur eða ekki og hafði því varan á mér. Ég prófaði að strjúka puttanum yfir kollinn en þá stökk hann í burt en kom strax aftur. Honum þótti þetta greinilega gott.

Kettlingurinn virtist mjög hræddur og vissi ekki hvort mér væri treystandi. Ég fékk þó að klappa honum meira og meira en þegar ég reyndi að lyfta honum upp, þá setti hann strax út klærnar og vildi losna. Ég lyfti honum smávegis upp í nokkur skipti og setti hann svo niður. Svo lengdi ég tíman sem ég hélt á honum og strauk létt um hálsinn í leiðinni. Feldurinn var silkimjúkur og ég var orðinn sannfærður um að þetta væri heimilisköttur. Einhver hefur haft fyrir því að keyra marga kílómetra út fyrir bæinn og fleygt svo greyinu út í móa til að deyja úr vosbúð og hungri.

Skyndilega fann ég að hann treysti mér fullkomlega. Það var skemmtilegt augnablik. Ég gekk með hann í fanginu að bílnum og lét nemandan halda á kettinum og svo keyrði ég heim. Ökutíminn fékk snubbóttan endi en neminn var alveg sáttur við það þó honum liggi á að fá prófið. Hann var hugfanginn af þessu verkefni eins og ég en treysti sér þó ekki til þess að taka kettlingin að sér þegar ég spurði, því fyrir væri einn köttur á heimilinu og það væri nóg.

Kettlingurinn var skelfilega umkomulaus og hræddur og að auki horaður í meira lagi.  

008Á mínu heimili er rúmlega tveggja ára gömul silki terrier tík, eða "ástralskur rottuhundur", eins og þessi tegund hét í upphafi. Það þóttu fínu frúnum í London hins vegar ekki nógu fínt nafn, snemma á síðustu öld, en þá var þessi hundategund vinsæl meðal hefðarkvenna. "Silki terrier" þótti frekar við hæfi. Joyful 

Tíkin okkar er óttaleg dekurrófa og er frek eftir því en veit þó alveg sín mörk á heimilinu. Hún æsist skelfilega upp ef hún sér önnur dýr, sérstaklega hunda og þá helst stóra hunda. Þá rífur hún ógurlegan kjaft.... en bara ef hún er í taumi og ríghaldið er í hann. Sömuleiðis æsist hún upp ef hún sér dýr í sjónvarpinu og þá geta orðið hvimleið læti í henni.

Eftir rúmlega hálfan sólarhring var óhætt að sleppa þeim lausum saman, en í byrjun trylltist tíkin og ætlaði að murka lífið úr kettlingnum á augabragði. Undecided

001002

 

 

 

 

 

Nú eru þau orðin nokkuð sátt en þó finnur maður á tíkinni að hún er stundum ráðvillt og veit ekki almennilega hvað er í gangi. Mér finnst hún þó ekki kæra sig um þennan "gest" til langframa, heldur sættir sig við hann eftir fortölur okkar. Þó hefur hún lúmskt gaman af kettlingnum en hugmyndir þeirra um að "koma að leika" eru ill samræmanlegar. Errm

003

Þarna stillir hún "Dúva" okkar sér upp með "gestinum".

007

Ég hef lítinn frið fengið hérna í sófanum með fartölvuna í kjöltunni, til að skrifa þetta blogg. Kisu, (sem er læða) finnst voða gott að kúra í hálsakotinu á milli þessi sem hún er að borða og leika sér. Svo ef ég stend upp frá tölvunni og sný til baka, hefur hún legið marflöt yfir lyklaborðinu og fílar ylinn. Joyful

004

Þetta er gott eintak, kassavön, kelin, blíð og skemmtileg, sennilega um 8-9 vikna gömul. Hún var greinilega kvekkt í byrjun en er alveg búin að jafna sig, enda fengið gott atlæti.

En nú vantar hana nýtt heimili. Er ekki einhver þarna úti sem vill eignast fallegan og góðan kettling? Endilega hafið samband í síma 844 9133, ef þið eruð sannir dýravinir. Þið hin megið bara sleppa því.


mbl.is „Heimskur heimskari á ferð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við Mali eru mjög ánægðir með þína kattgæsku.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það, Sigurður. Ég trúi því ekki að góðir menn geti verið vondir við dýr. Kannski krakkar í óvitaskap, en ekki fullorðið fólk.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 16:02

3 identicon

Einu sinni var ég á ferð við grátt og ljótt lón . Þar sá ég heiðagæs sem lá á hreiðri og ungarnir voru að klekjast út. En hvað gerðist ? Skyndilega hækkaði í lóninu og það flaut yfir eggin og ungana. Hvað átti ég að gera, taka eggin og ungana og brjóta þar með  lög ? Láta þá drukkna ? Hringja í þá sem tóku þá ákvörðun að drekkja landi og lífi þar með, en þeir brutu víst ekki lög ...og biðja þá um hjálp ?  Ég trúi því ekki að góðir menn geti verið vondir við dýr. Kannski krakkar, en ekki fullorðið fólk.

HStef (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 21:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert ruglaður, huglausi nafnleysingi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 23:02

5 identicon

Þetta átti sér nú samt sem áður stað í maí 2007 og ég varð vitni af því þegar tugir ef ekki hundruð hreiðra sukku. Og er ég ruglaður og huglaus vegna þess að ég hef ekki sömu lífsýn og þú ? Eða afruglaðist ég og yrði hugaður ef þú vissir nafn mitt ? Það er þægilegt að geta afgreitt þá sem eru þér ekki sammála sem rugludalla og hugleysingja. Kannski er þú huglaus eftir allt saman, þolir ekki önnur sjónamið og vilt þess vegna útiloka þeirra skoðanir...ég er helst á því , kær kveðja,

Hjalti Stefánsson,

Tókastöðum,

Kt. 270964 42XX

Gsm 861 7040

HStef (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt að fullorðinn maður eins og þú skulir láta annað eins bull út úr sér.

 -

Ég tala um að húsdýr/gæludýr eigi ekki að þjást að ástæðulausu og allra síst af mannavöldum. Ef ég er með gæludýr sem ég get ekki haft þá myndi ég fyrst reyna að gefa það og ef það gengi ekki, þá færi ég með dýrið til dýralæknis og léti svæfa það.

Sá sem fleygir svona litlum bjargarlausum kettlingi út í náttúruna, í óbyggðum, er vond manneskja.

-

Fuglar í náttúrunni glíma oft við allskonar óáran yfir varptímann. Flóð fara illa með margt varpið en fuglar velta ekki vöngum yfir slíku, heldur verpa aftur. Í lónsstæðinu hefur væntanlega verið mest um gæsavarp og ég held að ungunum hafi ekki orðið meint af vatninu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 15:10

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og þeir ungar sem þarna fengu vota gröf, dóu ekki til einskis... langt í frá ... að mati yfir 90% íbúa á Mið-Austurlandi

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 16:24

8 identicon

Það hlýtur að vera allt annað líf að deyja ekki til einskins...

HStef (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 20:03

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, mér finnst það, ólíkt þér greinilega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband