Trúðurinn fellir tár yfir örlögum sínum.
Megas er að mínu áliti merkasta dægurlagaskáld 20. aldarinnar á Íslandi. Textar hans bera af eins og gull af eiri og túlkun hans sjálfs á lögum sínum og ljóðum er einstök. Ekki verður Megasi þó hrósað fyrir ómþýða rödd sína.´
Fyrir um áratug síðan eða svo, fréttist af því að von væri á skáldsögu með sögulegu ívafi eftir Megas. Ég beið afar spenntur eftir bókinni. Áður en ég fékk bókina í hendur las ég ritdóma í blöðum um hana. Bókin var rifin niður.
Ég byrjaði að lesa þetta bókmenntaverk Megasar en ég gafst upp eftir nokkra tugi blaðsíðna. Ofhlaðið orðskrúði og greinilega reynt að vera sem mergjaðastur í orðavali. Klámfengið án erótíkur. Mér vitanlega hefur Megas ekki reynt fyrir sér aftur á þessu sviði.
Leikskólinn Lyngholt hér á Reyðarfirði hefur gert eftirfarandi að einkunarorðum sínum:
"Allir geta eitthvað, engin getur allt".
Það er mikið til í því.
Jón Gnarr er ekki stjórnmálamaður, hann er listamaður og grínisti. Eitt augnablik þá datt honum í hug að hann gæti orðið góður stjórnmálamaður. Megasi datt líka í hug að hann gæti orðið rithöfundur. Það var á misskilningi byggt
![]() |
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trúin á sjálfstæði Íslands gæti verið að hverfa frá fólki, og sjálfstraust, í staðinn gæti verið að koma ótti við vald stofnana. Eða hefur eðli þjóðarinnar alltaf verið þannig?
- Vilja ekki sjá evruna
- ÞAÐ ÞARF AÐ VERA "FRIÐARVILJI" TIL STAÐAR HJÁ SELENSKÍ TIL AÐ PÚTIN SJÁI ÁSTÆÐU TIL AÐ MÆTA....
- Sekt fyrir suma, sakleysi fyrir aðra: Tvöfaldir mælikvarðar í deilunni um Ísrael og Hamas
- Hafa stórveldi engar siðrænar viðmiðanir.
- "Allir vegir liggja til Rómar" (og nú til Brussel)
- Stríð framhald af pólitík, vígafriður í Úkraínu
- Alma breytti dánarmeinaskráningum Þórólfs
- Lokaorðin á Women Will Speak fundinum
- Ólík áform um uppbyggingu
Athugasemdir
Nokkuð til í þessu hjá þér, Megas er góður í sínum söngtextum og jafnverl sá besti ef út í það er farið, en ekki mikið meir, Jón Gnarr er frábær leikari og kóment sér í lagi, en ég efa að hann plumi sér sem pólítíkus í Reykjavík!!!
Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 22:01
Ertu að vitna í bók Megasar um Axlar-Björn?
Sól í Norðurmýri eftir hann, með fulltingi Silju A. er frábær, þú ættir að kíkja í hana....en jú fáir, ef nokkur kann jafnvel með málið okkar að fara.
Haraldur Davíðsson, 27.8.2010 kl. 22:10
Það passar, Haraldur. Bókin fékk skelfilega útreið hjá gagnrýnendum
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 22:35
.... og ég var sammála þeirri gagnrýni, þó ég kláraði ekki bókina
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 22:35
Fáir komast með tærnar þar sem Megas hefur hælana í textagerð. En annað er miður.
Jón Gnarr grínisti og það góður? Ha, hef ég misst af einhverju?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2010 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.