Með hlýnandi veðurfari verður lífvænlegra hér á norðurslóðum. Gríðarleg landflæmi, bæði í Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum, munu gefa af sér miklu meira af matvælum. Landbúnaður mun að öllu jöfnu ganga betur.
Einhver lönd, sérstaklega láglend svæði við Indlandshaf og víðar, munu verða fyrir skakkaföllum. Íbúarnir munu aðlagast breyttum aðstæðum og byggð mun þrífast ofar í fjalllendi Himalaya.
Danir sigla norðausturleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 26.8.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Gróðurhúsaáhrifin eru mikil guðsblessun.
Ágúst H Bjarnason, 26.8.2010 kl. 21:07
Trúvillingar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2010 kl. 21:23
Hætt er við að freðmýrar norðurskautasvæða þiðni að einhverju marki og losi um metangas í jarðveginum sem enn mun auka á gróðurhúsaáhrifin. Jöklarnir hér á landi gætu horfið að mestu á næstu 100-200 árum. Fátt sé ég jákvætt við þetta.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 21:43
Hugsið ykkur bara hvernig ástandið væri án blessaðra gróðurhúsaáhrifanna...
Ágúst H Bjarnason, 26.8.2010 kl. 22:09
Sigurður, við erum bara að tala um hlýnun.... ekkert annað
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 22:26
Mikið er ánægjulegt Gunnar að þú ert byrjaður að leita uppi rök til að sannfæra sjálfan þig um að allt verði í himnalagi við hækkandi hitastig á jörðinni...
- Nú þá verður þetta bara allt í himna lagi, við græðum og aðrir flytja sig bara örlítið til. Ef lífið bara væri alltaf svona einfalt Gunnar minn og við gætum bara talað um blessuð gróðurhúsaáhrifin og vonast eftir því besta...mikið væri það þægilegt...
Ítarefni á loftslag.is: Afleiðingar og NASA | Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig.
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 23:00
Mín kenning er ekkert verri en hver önnur og eiginlega bara betri. Það hljóta allir að sjá sem hafa skilningarvitin í lagi og eru ekki þjakaðir af "Vistkvíða"
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 23:15
...og þetta: "Minni framleiðni gróðurs við hærra hitstig" ..... fór rannsóknin fram í hitabeltislöndunum?
-
Þetta á sannarlega ekki við hér á Íslandi.... í Alaska, Síberíu, Kanada, Skandinavíu, í norður kína, svo fáeinir staðir á Norðurkveli jarðar séu nefndir. Auk þess verða mörg fjallahéruð víða um heim, byggilegri vegna hækkandi hitastigs.
-
Vissulega verða breytingar á gróðurfari. Sumar plöntur sem hafa átt sitt kjörlendi á Íslandi, hopa fyrir nýjum tegundum. Breytingin þarf ekki að vera slæm.
-
Landbúnaður til hveiti og byggræktunar, mun blómstra á nýjum stöðum þar sem landrými er nægt. Það bætir upp tapaða uppskeru á heitari stöðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 23:30
Þú gætir nú byrjað á að horfa á myndbandið frá NASA, NASA | Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig , þá kæmistu hugsanlega m.a. að því að jörðin er stærri en bara norðurslóður, þ.e. Ísland, Alaska, Síbería, Kanada...o.s.frv. Rannsóknin er gerð með hjálp gervihnatta NASA og tekur yfir heiminn, en ekki staðbundin svæði. En annars er sjón sögu ríkari, sjá NASA | Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig
Sveinn Atli Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 00:23
Ekki vildi ég búa á jörðinni ef gróðurhúsaáhrifanna nyti ekki...
Ágúst H Bjarnason, 27.8.2010 kl. 05:41
Við erum að sjálfsögðu að tala um aukin gróðurhúsaáhrif kæri Ágúst og þú veist það ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 07:42
Það er einmitt það, og þess vegna finnst mér að menn eigi að vanda sig í orðavali. Annað er móðgun við hin blessuðu náttúrulegu gróðurhúsaáhrif sem eru um hundrað sinnum áhrifameiri en hin auknu .
Sem sagt, best væri ef menn vendu sig á að skrifa náttúruleg eða aukin eftir því sem við á, og er ég ekki undanskilinn...
Ágúst H Bjarnason, 27.8.2010 kl. 08:05
Já, eða eins og þú orðar Ágúst það blessuð gróðurhúsaáhrifin...ertu þá að ræða um þau náttúrulegu eða hvað, það er hægt að misskilja þetta í þessu samhengi hjá þér ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 08:52
Ónáttúran veður alls staðar uppi! Eða er ég að misskilja?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2010 kl. 15:28
Þetta er nú meiri vitleysan í þér. Lífríki jarðar raskast verulega við hlýnandi veðurfar á jörðinni.
Eyjólfur Sturlaugsson, 27.8.2010 kl. 15:36
Að sjálfsögðu raskast lífríki jarðar við veðurfarsbreytingar, það hefur gerst áður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 19:58
Það hefur gerst áður Gunnar, en ekki vegna losunar mannfólksins á gróðurhúsalofttegundum...það er í fyrsta skipti sem við fáum þá nálgun.
Sveinn Atli Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 20:27
Ég held að plöntunum sé slétt sama hvort hlýnunin eða Co2 aukningin sé af mannavöldum eða ekki. Þær bregðast ósköp svipað við.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 21:47
Reyndar var nú fréttin sem tengist þessu um vöruflutninga um Norðausturleiðina , og einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að það verði nú ekki mikil traffík um hana , það hefur stundum viðrað þannig að hægt er komast hana kanndki eiin til tvo mánuði á ári, en iðulega þarf a.m.k einn til tvo og oftar tvo til fjóra stóra ísbrjóta til að halda opnum lænum á milli Kara og Laptev hafanna, með stöku undantekningum hefur verið nánast landfastur ís á einhverrjum 2-5 hundruð sjómlum þarna allt sumarið . Ég myndi allavega ekki fjárfesta i skipafélagi sem ætlar sér að græða á að stunda siglingar eftir þessari leið. Upp á vöruflutniga milli Asíu og Evrópu væri vitrænna tengja járnbrautarkerfi Kína og Rússlands við Kóreu, gallinn er bara að það er erfitt að eiga við það vegna þess að geggjaðir gaurar við stýrið í einu af löndunum sem þyrfti að vera með í því dæmi. Bæði Rússar og Kinverjar hafa verið með einhverjar þreifingar í þessa átt, en það ekki skilað neinu enn sem komið er.
Bjössi (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.