Það hefði e.t.v. mátt orða þetta eitthvað öðruvísi, en innihald orða Björgvins er samt alveg rétt. Það á að vera hluti af hjálparstarfi Stígamóta að fjalla um þessa hluti, þ.e. að auðvitað ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér.
Hvort sem fólki líkar það betur eða ver þá eru skilaboð fólgin í því hvernig konur haga sér og klæða sig. Ef við ímyndum okkur unga stúlku, nærbuxnalausa í stuttu pilsi, sem er ófeimin við að sýna dýrð sína á skemmtistað og fer svo með ókunnugum mönnum í samkvæmi.
Ef konunni er nauðgað í samkvæminu, þá er það að sjálfsögðu ekki henni að kenna..... en hún hefði getað "presenterað" sig öðruvísi fyrir umheiminum. Forvörnin í þessum málum getur alveg snúist um að kenna konum að koma sér ekki í hættulegar aðstæður.
Björgvin hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 946106
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Lítum ekki undan. Horfumst í augu við staðreyndir.
- Viltu launahækkun? Færðu lögheimilið!
- Búið að ræna grænu skátastelpunum- höldum þessu leyndu
- Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
- Vinaþjóðir eiga í hlut
- Bæn dagsins...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
Athugasemdir
Konur: Drekkið ekki. Klæðið ykkur siðsamleg. Verið í nærbuxum og forðist skemmtistaði..
Málið leyst ?
hilmar jónsson, 17.8.2010 kl. 13:17
já og ekki vera heima því flestar nauðganir eru í heimahúsum.
Bara ekki vera til...
Baldvin Björgvinsson, 17.8.2010 kl. 13:33
Við ættum kanski að klæða okkur í búrkur og innleiða steinakast við að sýna meira en augun. Það er jú konunni að kenna að vera svona freistandi.
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 17.8.2010 kl. 14:04
Menn og konur ættu ekki að drekka áfengi. Það myndi leysa margan vanda. En á þetta vill enginn heyra minnst.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.8.2010 kl. 14:14
Þegar gerandinn er morðingi, horfum við á hina hliðina og spáum í hvað fórnarlambið gerði til þess að vera drepið?
Þegar gerandinn brýst inn í hús, bíl, stofnum, spáum við í hvað eigandinn gerði til að eiga það skilið að vera rændur?
Þegar barni er misþyrmt, það lamið, spáum við í af hverju það átti það skilið í stað þess að horfa á gerandann?
Ég finnst vanta að fólk sé bent á það að neyta áfengis eykur líkur á því að það verði myrt!
Linda B Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 16:10
"...en hún hefði getað "presenterað" sig öðruvísi fyrir umheiminum"
"Presenterað" sig hvernig þá? Hvar nákvæmlega liggja mörkin milli siðsamlegs og ósiðsamlegs klæðnaðs? Þessi mýta um að druslulega klæddum konum sé frekar nauðgað á ekki við neitt að styðjast. Venjulegum konum er nauðgað, því miður.
Ég hef nú oft farið á skemmtistaði, en aldrei man ég eftir nærbuxnalausum konum þar inni að glenna sig... (nema kannski á strippstöðum í denn?)
Rebekka, 17.8.2010 kl. 16:36
Linda, Það er einmitt spáð í það (af tryggingafélögum) í sambandi við innbrot, hvort fórnarlambið hafi læst húsi sínu. Ef ekki, þá er viðkomandi að bjóða hættunni heim og fær því ekki tjón sitt bætt.
-
Rebekka, ég hef oft séð stúlkur nærbuxnalausar á skemmtistöðum. En þær eru kannski áhugasamari að sýna ókunnugum körlum það en kynsystrum sínum
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 17:10
Gunnar tu skaust na hatt yfir markid nuna tad er a engan hatt hægt ad bera saman innbrot i heimahus og naudgun. Tjofnadur a veraldlegum hlutum er hægt ad bæta og folk burdast sjaldnast lengi med afleidingar tess. En tolandi naudgunar getur turft ad burdast med afleidingarnar ut lifid. En sumir lita svo a ad naudgun se bara samfarir an samtykkis Punktur.
Þorvaldur Guðmundsson, 18.8.2010 kl. 01:02
Það er alveg rétt hjá þér, Þorvaldur að þetta eru ósambærilegir hlutir. Ég nefndi þetta bara af því að Linda nefndi það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2010 kl. 09:46
Þorvaldur, innbrot í heimahús verður ekki að fullu bætt með veraldlegum hlutum.
Þú hefur kanski ekki lent í því að fá óboðna gesti í heimsókn meðan þú varst sjálfur fjarverndi en það segja þeir sem í hafa lent að hlutirnir sem hurfu séu minnsta málið. Ónotatilfinningin og óöryggið fylgi manni lengi á eftir þó flestir væru væntanlega fljótari að jafna sig en eftir nauðgun. Það sár getur setið á sálinni það sem eftir er.
Þess vegna og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að sinna forvörnum í þessum málaflokki þar sem skaðinn af glæpnum verður aldrei að fullu bættur. Það verður ekki gert með því að taka mannorðslega af lífi þá sem opna umræðuna og hvetja til forvarna. Mér finnst það satt best að segja einkennilegt að Stígamót og aðrir skuli ekki taka undir með Björgvini að hvetja konur (í flestum tilfellum) að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að lenda í þessum hörmungum. Vegna þess hve fólk er gjarnt á að snúa út úr öllu þarf að taka fram að það er enginn að tala um burkur og bindindi í þessu sambandi. Við sinnum forvörnum í nær öllum öðrum athöfnum daglegs lífs. Við gáum eftir bílum áður en við förum yfir götu á gangbraut, gildir einu þótt bílar eigi að stöðva fyrir okkur. Við læsum íbúðunum okkar þó þangað eigi enginn að fara inn þegar við erum ekki heima. Við skiljum ekki eftir verðmæti í sætinu á bílnum þó að enginn eigi að brjótast inn í hann til að taka það. Við þvoum okkur um hendurnar eftir salernisferð þó við myndum nú í flestum tilfellum lifa af þó við slepptum því. Við notum bílbelti þó það séu alger undantekningartilfelli þegar bíltúrinn endar með árekstri.
Allar þessar forvarnir hefta okkur örlítið en ávinningurinn er svo miklu meiri en fyrirhöfnin ef okkur tekst að forða þó ekki væri nema einu tilfelli um æfina að við teljum það ekki eftir okkur.
Ég á erfitt með að skilja að fólki finnist þær forvarnir sem Björgvin nefndi vera algjört tabú og of frelsisskerðandi til að hægt sé að ætla fólki að sinna þeim eins og skilja má af orðum hilmars, Baldvins og Kristbjargar hér að ofan.
Landfari, 20.8.2010 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.