Kjósendur í Reykjavík voru blekktir. Hvaða val var Besti flokkurinn? Var það val um Jón Gnarr og grínið hans?
Ég á bágt með að trúa að Jón Gnarr bjóði upp á "uppistand" á fundum borgarstjórnar næstu fjögur árin. Ef hann gerir það hins vegar, má benda á ágæta tekjulind fyrir borgarsjóð en það er að selja fundina á DVD.
Er það einhver sérstök tilviljun að Besti flokkurinn hallar strax til vinstri í viðræðum um meirihlutasamstarf? Ég hét að skilboð kjósenda hefðu verið skýr. Skilboðin voru; "breytingar". Meirihlutastjórn er ekki lögmál. Mætti ekki prófa "Samstarfsstjórn"?
En auðvitað liggur hjartað til vinstri í listaspírunum sem skreyta lista Besta flokksins. Það er merkilega mikil fylgni með vinstri sósíal, krata... isma og listamönnum, sérstaklega myndlistarmönnum, leikurum og ljóðahöfundum.
Ef borgarstjórastóllinn kitlar hégómagirnd kjörinna borgarfulltrúa, þá geta þeir skipt setunni í honum á milli sín. Eitt ár á flokk.
Uppgrip hjá myndhöggvaranum sem gerir borgarstjórahausana
Besti og Samfylking ræða saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Sveitarstjórnarkosningar | 31.5.2010 (breytt kl. 13:02) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
- Svona lítur áhöfnin út á nýju "RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisstjórn:
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
Athugasemdir
Þú ert alltaf jafn hress, það væri skemmtileg tilbreyting og ég yrði fyrst hissa ef þín hárbeitta haldhæðni og djúpu greiningar snérust nú einu sinni innávið að þínum eigin flokki og mönnum. Það er þar sem við náum árangri, ekki með því að níða skóinn af "andstæðingum" okkar sem flestir eru ýmindaðir.
Bestu kveðjur Ágúst Már Garðarsson Besta flokknum
Einhver Ágúst, 31.5.2010 kl. 13:08
Takk fyrir innleggið, Ágúst
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 13:41
Ákaflega hjartnæmur kosningasnepill hjá þér: http://bestiflokkurinn.is/frambjoeendur/agust-mar-garearsson
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 13:45
Ég persónulega er hallur undir þessa hugmynd um samstarfsstjórn, andstæðingar hennar segja hana illframkvæmanlega og myndi í raun tefja fyrr afgreiðslu mála, ég sé ekki alveg afhverju.
En svo er það spurningin um styrkþega á sumum listum og fortíð þeirra í pólitík og pólitískum hildaleikjum síðasta kjörtímabils.
Verði þér að góðu Gunnar ;) Verum hressir....
Einhver Ágúst, 31.5.2010 kl. 13:48
Nokkrir "styrkþegar" koma úr röðum listamanna, þó annarskonar styrkur sé. Styrkir hafa tilhneigingu til að koma úr vösum almennings.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 13:55
Gaman að þessu Gunnar. Það hefði verið gaman að sjá þessa færslu fjalla um hægri slagsíðu Besta flokksins væri hann núna í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.
Ég hef mínar efasemdir um að samstarf S og Æ geti gengið upp, sjá nánar hér. og sé lífvænlegt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 14:11
Já einmitt er einhver á okkar lista sem þiggur listamannalaun? Það hélt ég nú ekki, þetta er fólk í vinnu og vissulega sumir sem listamenn að fullu starfi og aðrir að hluta.
Styrkirnir sem ég var að tala um komu ekki þaðan....jú kannski fyrir rest þegar viðkomandi fyrirtæki fóru á hausinn.....
Einhver Ágúst, 31.5.2010 kl. 14:14
Já, við borgum þetta allt að lokum
Ég er ekki andsnúinn listum, svo því sé haldið til haga
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 14:26
Axel, viðræður Besta flokksins við Sjálfstæðismenn hefðu sennilega leitt til einhverskonar "samstarfsstjórnar", en Hanna Birna hefur sagst áhugasöm um slíkt fyrirkomulag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2010 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.