Menn tala út og suður og skreyta sig með titlum og gráðum.
Ég hef tekið eftir því að þegar einhver hagsmunasamtök færa rök fyrir máli sínu og þurfa fulltyngi vísindamanna og sérfræðinga, þá eru viðkomandi vísindamenn og sérfræðingar, alltaf mjög virtir vísindamenn og sérfræðingar. Þá breytir engu þó enginn hafi heyrt minnst á viðkomandi vísindamenn eða sérfræðinga.
Þessir virtu vísindamenn og sérfræðingar virtust spretta upp úr öllum holum í aðdraganda virkjanaframkvæmdanna við Kárahnjúka. Andstæðingum framkvæmdanna þótti ekki verra ef þeir vísindamenn og sérfræðingar sem vitnuðu gegn fyrirætlununum, kæmu erlendis frá. Andstæðingunum þótti það einhvern veginn gefa meiri vigt í umræðuna.
Það er mikið til af vísindamönnum og sérfræðingum. Þeir þurfa í sig og á, eins og annað fólk.
Telja líklegt að Katla gjósi bráðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 27.5.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946007
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Segðu mér Gunnar.
Er ekki ástandið á Austfjörðum skelfilegt eftir tilkomu stíflunnar við Kárahnjúka?
Eru ekki komnir brestir í hana þannig að hún míglekur? Flóðahætta? Eru ekki jarðskjálftar á svæðinu vegna uppistöðulónsins? Er ekki hætta á eldgosi þarna skammt frá? Eru ekki öll hreindýr horfin af svæðinu, svo og fuglar og ferðamenn? Er ekki óskapleg mengun af þessu öllu saman?
Það var búið að spá þessu öllu saman, og líklega enn meiri ósköpum. Ég er reyndar farinn að ryðga í þessu, en er ekki ástandið alveg skelfilegt?
Ágúst H Bjarnason, 27.5.2010 kl. 13:49
Íslendingar eru afar veikir fyrir sérfræðingum allskonar á sumum sviðum.
Smiðir, kennarar, bílstjórar og aðrar vinnandi stéttir verða aldrei "sérfræðingar" á sínu sviði hversu lengi sem þeir vinna við sitt fag.
En þeir sem vinna við pappír eru strax titlaðir "sérfræðingar" hver á sínu sviði áður en þeir læra að beita pappír að einhverju gagni á rassgatið á sjálfum sér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2010 kl. 15:02
Ef ég á að segja sérfræðiálit mitt, þá spái ég því að Katla muni kjósa næstu mánuði, ár eða áratugi. Ég spái því líka að það eigi eftir að líða mörg ár og að margt eigi eftir að gerast.
Hvað varðar sérfræðinga, þá eru alverstir þeir sem sérhæfa sig í hlutum sem eru ekki raunvísindi, en t.d. snúa að félags"vísindum" eða stjórnmálafræði. Sjónvarpsstöðvarnar lepja allt upp sem þessir "sérfræðingar" segja þótt það sé hvorki merkilegra né viturlegra en það sem allir aðrir gætu látið út úr sér.
Vendetta, 27.5.2010 kl. 19:41
Ágúst... tja, miðað við þá virtu sérfræðinga sem andstæðingar framkvæmdanna hér eystra leytuðu ráða hjá, þá ætti að vera hér dauði og djöfull yfir öllu.
En staðreyndin er auðvitað sú að ekkert sveitarfélag á landinu býr við minna atvinnuleysi en Fjarðabyggð, eða 3%. Meðaltalið á landsvísu er 9%.
-
Fuglum á svæðinu hefur ekkert fækkað, hvorki í tegundum né fjölda og hreindýrum hefur fjölgað svo stækka varð veiðikvótan til þess að stofninn yrði ekki of stór.
-
Heheh, góður Axel
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 19:48
Sæll Gunnar,
"...mjög líklegt sé að eldfjalli Katla byrji að gjósa í náinni framtíð og slíkt gos gæti valdið mun meiri truflunum á flugumferð í Evrópu og víðar en gosið í Eyjafjallajökli. "
Katla gýs að meðaltali tvisvar á öld og ropaði svolítið um 1950 og þar áður 1918. (Alvöru) Kötlugos eru með stærstu gosum í veröldinni. Með þessum tveimur þekktu þáttum þá er það afskaplega einföld rökfærsla að Katla MUN gjósa í náinni framtíð og gosið MUN valda meiri truflunum heldur en Eyjafjallajökull. Þetta getur hver maður með heila sagt sér sjálfur! Fólk heldur að það geti þagað Kötlugos í hel og að ef allir þegja um það þá muni bara enginn taka eftir því. Þetta er svo yfirgengilegt að það er ekki hægt annað en hlæja að þessu bulli.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 27.5.2010 kl. 20:43
Katla gýs ekki í náinni framtíð en það mun hinsvegar gjósa við Eyjafjallajökul og það gos verður ekki neitt Kötlugos heldur margfalt stærra!
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 23:54
Þetta ævintýri hefur nú samt sett Íbúðalánsjóð og Landsvirkjun næstum á hliðina og drepið fjölda smáfyrirtækja á svæðinu samkvæmt mínum heimildum.
Hvað hafa margir vinnu við álverið og virkjunina núna og hvað hefur hvert starf kostað?
Landfari, 28.5.2010 kl. 19:18
Landfari, þetta er fjarri lagi hjá þér.
Fjárfesting Landsvirkjunar í Kárahnjúkaverkefninu er eitt mesta heillaspor í viðskiptalegu tilliti sem fyrirtækið hefur tekið í virkjanamálum. Arðsemi vegna framkvæmdarinnar er þegar umfram bjartsýnisspánna og virkjunin verður búin að borga sig upp í kringum árið 2025, miðað við aðstæður á mörkuðum og gengisþróun.
-
Hvað áttu við með "hvað hefur hvert starf kostað? " ?
Hvorki álverið nér virkjunin voru borguð með framkvæmdafé ríkissjóðs. Fjármunirnir voru ekki teknir frá einhverjum öðrum verkefnum.
Álverið var byggt fyrir erlenda fjármuni og virkjunin var að mestu byggð fyrir hagstæð lán sem Landsvirkjun fékk á sínum tíma. Virkjunin sjálf borgar allar afborganir og kostnað vegna framkvæmda Landsvirkjunar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 23:53
Hvers vegna er Landsvirkjun þá svona illa stödd núna?
Lánin hafa tvöfaldast eins og hjá öðrum með erlendar skuldir. Álverðið sem sem KWH er bundið að hluta til við hækkaði mikið en er komið niður aftur.
Virkjunin sem var á mörkum þess að bera sig þó landið sem undir fór væri reiknað á núlli fór langt fram úr kostnaðaráætlunum. Það sem bjargaði málunum var hækkunin á álverðinu sem er að stærstum hluta gengin til baka.
Flest sveitarfélögin á austfjörðum eru meðal skuldugustu sveitarfélögunum á landinu. Íbúðalánasjóður á auðar íbúðir í tugatali þarna fyrir austan og hvergi fleiri.
Þegar ég spyr hvað hvert starf hefur kostað á ég náttúrulega við hvað mikið fé hefur verið sett í þessar framkvæmdir af hálfu ríkisins. Því miður er allt þetta fé fengið að láni og gerir það hlutina ekki ódýrari. Arðsemin stóð í upphafi svo tæpt að ef Landsvirkjun hefði ekki verið ríkisfyrirtæki hefðu vextir af lánunum verið ögninni hærri og það nægði til að arðsemin fór niður fyrir núllið miðað við upphaflegu kostnaðráætlunina. Ég er voða hræddur um að þessi hagstæðu lán sem þá voru séu ekki eins hagstæð í dag.
Þess vegna held ég að virkjunin sé ekki að borga allar afborganir og kostnað vegna þessara framkvæmda og náttúrulega ekkert fyrir landið sem undir fór enda stóð það aldrei til. Til þess hefur hún aldrei verð nógu arðsöm.
Spurningin sem margir spyrja er hvort skapa hefði mátt fleiri störf í öðrum geirum atvinnulífsins fyrir minni fjármuni sem hefðu auk þess ekki verið svona landfrekir.
Þessir útreikningar um uppgreiðslu 2025 held ég að séu síðan álverðið var í hæstu hæðum og eigi ekki við í dag.
Landfari, 4.6.2010 kl. 12:03
Þetta er ALLT rangt hjá þér Landfari, að undanskildu því að hér var byggt of mikið af íbúðarhúsnæði. Kynntu þér staðreyndir áður en þú bullar svona
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 16:11
Góður rökstuðningur hjá þér nafni.
Vil vinsamlegast benda þér á að fylja eigin ráðum.
Landfari, 5.6.2010 kl. 17:33
Það er kannski kurteisara af mér að segja: "Þetta er allt misskilningur hjá þér Landfari. Ekki staðhæfa um hluti, nema hafa fyrir þeim öruggar heimildir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2010 kl. 15:04
Ég hef þessar upplýsingar nú bara úr fréttunum. Fyndið ef þetta er allt misskilningur að það skuli ekki hafa verið leiðrétt.
Landfari, 6.6.2010 kl. 16:52
Það hefur verið leiðrétt, auk þess sem upplýsingar liggja fyrir á netinu, t.d. lv.is.
En það eru ákveðin öfl í samfélaginu (minnihlutahópur) sem vilja halda sannleikanum til hlés í þessum málum. Allt í nafni göfugs málstaðar, að eigin áliti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2010 kl. 17:26
Ertu að meina þegar Landsvirkjun leiðrétti arðsemisútreikniga virkjuniarinnar þegar álverðið fór hækkandi.
Svo þegar það fór að lækka sáu þeir ekki ástæðu til að vera að þessu lengur og létu síðustu tölur bara standa.
Það hefur komið fram hjá Landsvirkjun að ef upphaflegar áætlanir um álverð hefðu staðið stæði virkjunin ekki undir sér. Til þess fór verkið of mikið framúr áætlun.
Það má nú alveg deila um það hversu göfugur málstaðurinn er. Að sjálfsögðu er það gott mál að skapa atvinnutækifæari en það er ekki sama hvað þau kosta. Auðvitað vilja allir landi og þjóð vel menn greinir bara á um hvaða leið er best til þess fallin.
Þegar fjársterkir aðilar koma fram með valdar staðreyndir en halda öðrum til hlés eins og þú bendir á verður maður að setja upp gagnrýnisgleraugun. Það er engin von til að einhver fjárvana áhugamannasamtök geti kostað þær rannsóknir sem sem peningaöflin kjósa að halda leyndum af því niðurstaðan er þeim ekki hagstæð.
Gott dæmi um þetta er hvað Jón Ásgeir leggur mikla áherlsu á að halda eignarhaldi á fjölmiðlunum þrátt fyrir endalausan taprekstur. Það skiptir óendalega miklu máli fyrir framgang mála hvernig þau eru matreidd fyrir almenning. Ef þú nærð almenningsálitinu með þér er eftirleikurinn auðveldari.
Landfari, 6.6.2010 kl. 18:06
"Það hefur komið fram hjá Landsvirkjun að ef upphaflegar áætlanir um álverð hefðu staðið stæði virkjunin ekki undir sér."
-
Geturðu bent mér á hvar og hvenær þetta kom fram hjá LV.?
Og hvaðan hefurðu þær upplýsingar að verkið hafi farið óeðlilega mikið fram úr áætlun? Samkvæmt mínum upplýsingum þá voru liðurinn "óvissuþættir" , innan við 10% af kostnaðaráætlun, sem var í samræmi við alla arðsemisútreikninga.
-
Upplýsingar sem þú færð frá náttúruverndarsamtökum, sem börðust gegn framkvæmdunum með kjafti og klóm, eru lygaáróður. Þú átt ekki að vera svona auðtrúa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 12:01
Ég ef ekki tíma eða aðstöðu til að skanna fréttatímana en ég man ekki betur en tafirnar við borunina á aðrennslisgöngunum hafi kostað skildinginn og liðurinn "óvissuþættir" ekki dugað fyrir öllum ófyrirséðum kostnaði.
Ég hef mínar upplýsingar bara úr almennum fréttum en ekki frá neinum náttúrverndarsamtökum nema þú flokkir RÚV sem náttúrverndarsamtök.
Það var hinsvegar svolítið áhugavert hvernig fréttir frá Landsvirkjun voru valdar og uppsettar og öðrum haldið til hlés eins og þú bentir sjálfur á. Mér sýnist þú hafa gleypt allt hrátt sem frá Landsvirkjun kom en ekki sett upp gagnrýnisgleraugun. Það er engu líkara en þú viljir bara sjá aðra hliðina á málinu. Mín vegna máttu gera það en ekki krefjast þess af öðrum.
Þótt Landsvirkjun hafi alltaf verið svolítið uppáhaldsfyritæki í mínum huga er engin ástæða til að gleypa allt hrátt sem þaðan kemur. Þeir hafa verið með mjög áhugaverðar sýningar á stöðvunum sínum og ég hitti einu sinni á fjölmiðlafulltrúann þeirra (ég held að hann sé hættur núna) sem leiðsögumann í einni svona skoðunarferð um Blöndu og það var ógleymanleg ferð. Hann var alveg einstaklega almennilegur og alþýðlegur og mér varð einmitt hugsað til þess hversu mikilvægt það væri fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun að hafa síka menni í sinni þjónustu.
Ég átti þess líka kost að skoða Kárhnjúkastífluna á sínum tíma áður en vatni var hleypt á. Maður varð háf doffallinn ufir stærðinni og þessu sem ég kalla verkfræðiafreki. Þetta er mikilfenglegt mannvirki og sýnir getu okkar færustu manna á þessu sviði. Mér alltaf eftirminnilegt þegar við stóðum á botninum við stífluna og horfðum á "bornventilinn" lengst uppi í hlíðinni. Þá gerði maður sér grein fyrir að lónið verður aldrei tæmt. En ekki þýðir að hafa hann á botninum því þá fer hann á kaf í leir.
En við fórum líka um Kringilsárrana og og víðar það verður að segjast að það er með ólíkindum að allt þetta land sem hverfur í lónið sé einskis metið.
Etir því sem mér skilst er ekki enn búið að finna ásættanlega lausn á fokinu úr lónsstæðinu. Það verður ekki gaman að vera þarna á ferð í leirfoki. Við fegum smjörþefinn af einhverju álíka hérna í höfuðborginni á föstudaginn var.
Það sem ég er einfaldlega að segja er að ávinningurinn af áhættunni og því sem fórnað var, er allt of lítill, ef hann er einhver.
Landfari, 11.6.2010 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.