Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn komu sér upp þeirri ímynd, og það réttilega á fyrrihluta 20. aldar, að þeir væru málsvarar verkalýðsins og lítilmagnans í þjóðfélaginu. Það væri hins vegar ofsagt að segja að réttindi og kjör verkalýðsins sé vinstrisinnuðum stjórnmálamönnum að þakka. Þar hefur verkalýðurinn sjálfur staðið í fremstu víglínu og barist með blóði, svita og tárum fyrir kjörum sínum með þeim fulltrúum sínum sem þeir kjósa beinni kosningu innan félaga sinna. Tengsl þeirra forystumanna hafa reyndar gjarna verið við stjórnmálaflokkana á vinstri vængnum, en það hefur ekki alltaf verið til farsældar.
Þær kynslóðir sem fæddar eru á seinni hluta 20. aldar, þekkja ekki þá tíma af eigin raun þegar verkalýðsforystan nánast þagnaði þegar "Þeirra" menn voru í ríkisstjórn". Þá eins og nú eru vinstrimenn bestir í stjórnarandstöðu. Þeir kunna sig í því umhverfi en þeir kunna ekkert að stjórna.
Tengslin milli forystu verkalýðsfélaganna og vinstriafla í stjórnmálum, eru fyrir löngu hætt að hafa einhverja þýðingu fyrir hagsmuni verkalýðsins, ef þau hafa þá nokkurntíma haft hana. A.m.k. hafa þessi tengs verið til óþurftar oft á tíðum.
Þetta hafa vinstrimenn skynjað og því hafa þeir þurft að taka aðrar hugsjónir í fóstur. Umhverfisvernd varð fyrir valinu. Útfærsla sumra stjórnmálamanna á þeirri hugmyndafræði, hefur verið kostuleg á undanförnum árum.
Sú hugmyndafræði kristallast í dag í þeirri stefnu að ekki megi nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða. Hinn vinnandi verkamaður er aukaatriði í dag. Hann er ekki eins öruggt atkvæði í kosningum og áður fyrr. Nú eru það millistéttarsófakommarnir sem er markhópurinn.
![]() |
Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 11.5.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 947218
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þingmenn voru upplýstir um nýtt regluverk WHO í nóvember 2023
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
- Stórútgerðir eflast
- Auðsholt í Ölfusi og Auðsholt í Hrunamannahreppi.
- NÝTT GOS HEFST 16.Júlí 2025: Mér skilst að gossprungan sé svipuð og í ágúst:
- Vonir utanríkisráðherra
- Þorgerður Katrín tekur BYKO á ESB
- ,,Vottað kyn ryður réttindum kvenna úr vegi
- Uppblásin sleggja Verkstjórnarinnar
- Stóðust ekki freistingar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.