Askan og álverið

dsc_7638"Álpappírinn" er innanhúsfréttabréf Fjarðaáls á Reyðarfirði og þar má finna margan fróðleiksmolann.

Hætta vegna öskufalls var ekki tekin með í reikningin við hönnun álversins á Reyðarfirði og því þurfti sérfræðingateymi að bregðast hratt við þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst. Neyðaráætlun var sett í gang því öskufall hefði getað stöðvað starfsemi álversins. Áhættugreining leiddi í ljós að mesta hættan steðjaði að vatnshreinsivirki, loftpressum og rafveitu.

Mikil hætta var talin á að aska kæmist í kæliturna vatnshreinsivirkis. Stefna Alcoa Fjarðaáls er að losa ekkert vatn úr framleiðsluferlum í sjó. Þess vegna er allt kælivatn í steypuskálanum kælt, hreinsað og endurnýtt. Sérfræðingateymið sýndi mikið hugvit og fann á skömmum tíma snjallar lausnir. Meðal annars var náð í 270 metra langa sjólögn og sjódælu sem notuð var í hlýraeldi í Norðfirði, til að ná ferskum sjó í kælivirkin.

Á Stjörnufræðivefnum eru magnaðar myndir af eldgosinu, m.a. myndin í þessum pistli.


mbl.is Drunur norður í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband