Ég hef á undanförnum mánuðum verið heldur mótfallinn ESB aðild, en þó enginn fantík í þeim efnum. Björgunarhugmyndir Evrópusambandsins... hvernig þetta bandalag hyggst takast á við fjármálakreppuna með sameiginlegu átaki hafa gert mig enn meira afhuga þeirri hugmynd að við ættum við vera í þessum pakka.
Það eru ekki einungis Slóvenar sem þurfa yfirdrátt til að bjarga öðrum þjóðum í bandalaginu. Portúgalar hafa upplýst að þeir þurfa einnig að taka lán fyrir þegna annars ríkis, þ.e. Grikklands. Ekki nóg með það heldur er þeim gert skylt að lána þeim með 5% vöxtum, á meðan að lánakjörin sem þeim sjálfum bjóðast eru 5,5%
Spánverjar, Írar og Ítalir eru í svipuðum vandræðum.
Þjóðverjar eru aflögufærir og gætu hugsanlega "grætt" á þessari lánastarfsemi, EF við gefum okkur að Grikkir geti yfir höfuð borgað eitthvað af þessum björgunarpakka/lánum til baka. En það er alls óvíst og hvað verður þá um "fátæku" löndin?
ESB- nei takk! ....Ég er góður
Slóvenar þurfa lán til að hjálpa Grikkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ef þjóðin kýs yfir sig Viðreisn næst fer hún úr öskunni í eldinn, að fá Þorgerði Katrínu sem næsta forsætisráðherra - ESB innganga?
- Smávegis af illviðri gærdagsins (7.nóvember 2024)
- Donald Trump mun á EINUM DEGI stöðva stríð!
- Viltu framlengja fortíðina eða skapa nýja og betri framtíð?
- Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)
- Ögn af kaldhæðni!
- Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
- Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
- Kraftaverk á Kleppsvegi en samt ...
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
Athugasemdir
Ég er sammála þér, nei takk við ESB.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.5.2010 kl. 02:32
Bölvuð hræsni í þér, og er vel útskýrð hérna.
"Launamenn taka því illa að skattar minnki kaupmátt tekna þeirra. Þetta er ástandið í Grikklandi, en smám saman hafa opinber fyrirtæki og lífeyrissjóðir verið reknir með meiri og meiri halla þar til allt stefndi í þrot. Og stjórnmálamenn hafa ekkert verðbólguna til að bjarga sér. En launamenn verða að borga brúsann einhvern veginn og ekkert síður en í löndum eins og Íslandi, sem hafa sjálfvirka launalækkun þegar vandræði steðja að. Og stjórnmálamenn eru fullir hræsni og þora ekki að segja ástæðuna. Ef Ísland hefði haft evruna nú, þá hefði Steingrímur orðið að lækka laun um 20-30% og þið lesendur góðir getið rétt séð andlitið á honum við þær aðgerðir. Og logandi pottasláttur á Austurvelli heldur áfram af enn meiri þunga en áður. – Nei, þetta er notað til að vera á móti evrunni og ESB – helvítis evran. Þrönghyggjan og einangrunarisminn blívur. Vaðmálssósíalistarnir og ullarfeitiskjötkaupmenn hafa léttari leik og meira að eigin skapi. ESB-ismi Samfylkingar hefur ekki fengið nægilega sjónræna og ítarlega kynningu í dýpt og breidd."
Þetta er tekið héðan, og síðan vísa ég einnig á þessa hérna grein.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 04:24
Ég gleymdi ennfremur að minnast á þá staðreynd að Finnar þurftu að taka lán til þess að getað lánað íslendingum. Þannig að svona staða er ekkert bundin við evrulöndin eins og þú svo ranglega heldur fram. Það getur ennfremur meira en verið að þetta eigi einnig við um Pólland sem er líka að lána íslendingum peninga þessa dagana.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 04:26
Gunnar og Jóna - þið sjáið ekki sorgina í þessu - ef við hefðum verið í þessu bandalagi þá hefði stjórnin getað tekið lán til að lá Grikkjum - ég sé fyrir mér sólskinsbros Jóhönnu og co þar sem þau baða sig í ljúfum hlýjum geislum sólarinnar sem var sett á himinfestinguna bara fyrir þau.
Af þessu missa þau núna - drífum okkur nú í evrópugrautinn áður en Evran hrynur - það er svo stutt í það -
Og Jóhanna þráir geislana.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.5.2010 kl. 06:31
Ég finn nú hvergi "hræsni" í þessum pistli hjá mér, Jón
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.