Þessi bloggfærsla mín kemur viðtengdri frétt ekkert við að öðru leyti en því að hún varðar nýbakaða foreldra, en ég ákvað að tengja færsluna við fréttina í þeirri von að ef margir lesa þetta, þá er e.t.v. örlítil von þó veik sé, að málið upplýsist.
Þannig var að sl. nótt var öllum dekkjum á fólksbíl mágs míns stolið fyrir utan heimili hans að Ásakór í Kópavogi. Dekkin voru ný sumardekk á álfelgum og tjónið er mjög tilfinnanlegt fyrir hann og fjölskyldu hans, ekki undir 400 þúsund krónur.
Mágur minn greindist með MS-sjúkdóminn fyrir um ári síðan og var frá vinnu í marga mánuði en fyrir Guðs blessun hefur hann náð sæmilegri heilsu á ný þó vissulega sé óvissa með framhaldið. Hann er nú í fæðingarorlofi ásamt konu sinni en þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um mánuði síðan.
Svona var aðkoman í morgun þegar hann kom að bílnum.
Svona líta felgurnar út: Felgur, VW Vision 18x8". Dekkin eru IronMan 235/40/R18
Ef einhver sér svona felgur, væntanlega nýkomnar undir bíl eða verða það fljótlega, þá væri ljúft ef þið létuð viðkomandi vita: Örn Ingi, sími 849 6845. Felgurnar eru ekki nýjar en dekkin eru það.
Ömurlegt að lenda í þessu.
Ps. Mér þykir merkilegt að lögreglan sem kölluð var á staðinn strax í morgun, skyldi ekki athuga hvort fingraför væru á bílnum í kringum brettin. Þeir reiða nú ekki allir með vitið í þverpokum, þjófarnir og ég hefði haldið að lögreglunni ætti að vera kunnugt um það.
![]() |
Gott að vera móðir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Sakamál | 4.5.2010 (breytt 5.5.2010 kl. 01:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 946583
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ungabörn og bílar ?
Og það er kallað að reiða ekki vitið í þverpokum -ekki að "ríða með það"
Hef þó fulla samúð með mági þínum...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.5.2010 kl. 00:57
Takk fyrir þetta Hildur. Ég vissi að það er reiða
Flýtisvitleysa hjá mér... ekki í fyrsta sinn... ég breyti
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.