Ég hef gaman af því að lesa blogg við fréttir. Þegar ég sé að einhver bloggar við frétt, þá smelli ég gjarnan á 1 blogg um fréttina » til að athuga hver bloggar og ef viðkomandi vekur áhuga minn, eða fyrirsögnin, þá kíki ég á bloggið og geri stundum athugasemdir.
Segðu ... umræðublogg! bloggar við hverja einustu frétt á Mbl.is., en bloggar þó ekki neitt. Ég er orðinn leiður á að smella á "blogg um fréttina" til þess eins að uppgötva að ekkert er verið að blogga um fréttina.
Ég skrifaði athugasemd hjá "Segðu... umræðublogg" og bað hann að hætta þessu
Dæmdir fyrir morð á nunnu | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945776
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frjálslynd Viðreisn?
- Rannsóknarbl... nei niðurrifsblaðamaðurinn er þá svona innrættur !
- Vilhjálmur Birgisson hristir upp í liðinu.
- Hérna er okkur sögð ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AF HVERJU MENNSKIR GESTIR Í ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM ERU ALMENNT EKKI AÐ HEMSÆKJA jarðarbúana á sínum UFO-diskum:
- Spursmál og Kristrún...og meiri skattar!
- Nýtt landshitamet fyrir nóvember
- Kanntu annan Ruv
- Áður en haninn galar tvisvar.....
- Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf þessa hugmynd nánar
- Hversvegna yfirburðasigur Donald Trump og Repúblíkanaflokksins ?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Borgarstjóri Lundúna sakar Trump um rasisma
- Lögreglan með mikinn viðbúnað fyrir landsleik
- Repúblikanar fá meirihluta í fulltrúadeildinni
- Lést í sprengingu við hús Hæstaréttar
- Sænskt stjórnvald gagnrýnir auglýst kvensköp
- Trump útnefnir tryggðavin í dómsmálaráðuneytið
- Flytur líklega ekki í Hvíta húsið
- Krefjast fimm ára fangelsis yfir Le Pen
Athugasemdir
Satt segirðu, þetta flokkast undir frekar þreytandi og algerlega tilgangslausa athyglissýki hjá honum/henni.
Þór Sigurðsson, 1.5.2010 kl. 17:07
Já hvers vegna er maður að standa í þessu bloggi, hef aldrei almennilega skilið til hvers. Skemmtileg pæling
Finnur Bárðarson, 1.5.2010 kl. 17:42
Mér finnst þetta bara sniðugt blogg þetta Segðu blogg. Sá sem er með það er ekkert að trana sér fram eins og allir hinir bloggararnir heldur leyfir bara lesendum að segja sína skoðun á viðkomandi frétt. Sé ekki betur en að fullt af fólki kunni að meta þetta, það eru alla vega margir að taka þátt í þessu og kommenta. Sé enga ástæðu til að vera með fúlar athugasemdir við þetta eins og þið. Hvað kemur það ykkur það eiginlega við annars hvað aðrir gera á sínum bloggsíðum?
Sé líka, Gunnar, að þú tengir þessa fúlu færslu þína við fréttina "Dæmdir fyrir morð á nunnu". Hvað kemur sú frétt þessu máli við? Leiðinlegustu bloggararnir eru þeir sem tengja við frétt og tala svo bara um eitthvað allt annað. Það ætti að banna þeim að tengja við fréttir, í það minnsta að tilkynna þá fyrir "óviðeigandi tengingu við frétt".
Siggi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 17:44
Þetta væri mér að meinalausu Siggi, ef það væru fleiri en þetta eina "ekki" blogg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 19:53
Svo lokar hann á IP tölur þeirra sem setja út á hann.
Herbert (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:07
Sammála. Þetta er er reynar ekki eini bloggarinn sem bloggar við allt. En líklega sá eini sem segir ekki neitt. Það er eins og hann haldi að fólk geti ekki gert athugasemd nema hann hafi opnað.
Það er reyndar einn galli á mogga blogginu og sá er gallinn að það er ekki hægt að loka á bloggara.
Ég myndi t.d. vilja loga á þannan, og fleiri. Mér er alveg saga þó hann sé með munnræpu, bara að ég sjái það ekki.
Kjartan R Guðmundsson, 1.5.2010 kl. 20:38
Kjartan ... af hverju segir þú að það sé ekki hægt að loka á .... ahhhh ... ég skil ... þú meinar að notendur sjálfir geti ekki lokað á þá bloggara sem þeir vilja?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 21:39
... en er ekki hægt að gera þetta á blogg-gáttinni? Hef reyndar ekki notað það sjálfur en sá að þar á maður að geta raðað upp sínum eigin lista yfir blogg sem maður vill sjá, þ.e. síað út þá bloggara sem maður vill ekki sjá.
Er þetta ekki rétt hjá mér annars?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 21:41
... annars hef ég svo sem ekkert á móti þessu bloggi sem um er rætt ... kommentaði meira að segja þrisvar eða fjórum sinnum ... finnst þetta bara sniðug viðbót í bloggflóruna.
Skil svo sem ekki af hverju maður ætti að vera á móti annarra manna bloggsíðum ... það er enginn vandi að leiða hvaða bloggsíðu sem er hjá sér ef maður vill það ... er það ekki?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 21:44
Ég er bara að tala um þennan tilgangslauasa auka mússarsmell..... tuttugu sinnum á dag, fyrir ekki neitt. Að öðru leiti er mér alveg sama hvað menn blogga
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 22:19
Gunnar ... þú talar eins og þér sé ekki sjálfrátt þegar þú smellir með músinni ... ég meina ... það stendur skýrt og greinilega við hverja bloggtengingu hver er að blogga við fréttina ... þannig að það er leikur einn að smella ekki á þær síður sem maður nennir ekki eða vill ekki fá upp.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:40
... annars var ég rétt í þessu að fatta að ég er að misskilja þig ... þú varst að meina að þú værir búinn að fá leiða á því að smella á linkinn sem OPNAR fréttabloggin, er það rétt skilið hjá mér?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:46
Það er rétt, Grefill. Þetta á auðvitað bara við þegar eitt blogg er við fréttina
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 22:56
þ.e. "ekki-bloggið"
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 22:57
Ég skil ... en ... er það ekki dálítið smásmugulegt að láta þetta fara í sig ... ég meina ... maður smellir víða í hvert sinn sem maður er inni á Netinu og ég veit t.d. ekki hve mörgum milljón sinnum ég hef smellt á bloggtengingu við frétt og orðið fyrir miklum vonbrigðum með innihald viðkomandi bloggsíðu ... sem eftir á að hyggja reyndist algjör tímasóun að opna, hvað þá lesa ... án þess að gera mér frekari rellu út af því?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 00:28
Það má vera að þetta sé smásmugulegur pirringur í mér, en ef ég verð fyrir miklum vonbrigðum með einhvern sem er að blogga, þá einfaldlega skoða ég hann ekki aftur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 05:17
Nákvæmlega. Ekki fer maður að blogga um það
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 08:49
Sumir blogga við nánast allar fréttir, copy paste hálfa fréttina og skrifa við 1 - 2 línur.
Finnst það mjög spes.
ThoR-E, 2.5.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.