Það er ljóst að margar fjölskyldur undir Eyjafjöllum og e.t.v. víðar, sjá fram á algjöran afkomubrest á þessu ári og sennilega á því næsta líka, auk þess sem verulegur kostnaður mun fylgja því að koma atvinnustarfsemi í eðlilegt horf að nýju
Samfélagið á ekki að horfa upp á slíkt aðgerðalaust.
Þegar náttúruhamfarirnar á Súðavík áttu sér stað, þá upphófust miklar safnanir, m.a. á öldum ljósvakans og umtalsverðir fjármunir söfnuðust. Tilfinningaþrungið ástand skapaðist í þjóðfélaginu á þessum tíma.
Mikillar óánægju gætti hjá flestum íbúum Súðavíkur sem misstu heimili sín í flóðinu, með afgreiðslu úr sjóðnum sem myndaðist við söfnunina. Hrein illindi urðu í málinu, sem rataði í fjölmiðla og ásakanir gengu.
Ég held að það sé best að sérstakur "Viðlagasjóður", líkt og í Vestmannaeyjagosinu 1973, sjái um málið og að hann sé alfarið fjármagnaður af ríkissjóði.
Það er sárt að sjá fjármunum fólks, sem af vanmætti sínum gefur af því litla sem það hefur, sóað í og af yfirstjórnum söfnunarsjóða, yfirstjórnum sem skipaðar eru misvitrum mönnum.
Verstu morgnar sem ég hef lifað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNNI"...
- Eldsvoðinn á Sævarhöfða: Brýnt að bæta aðstæður hjólhýsabúa
- Hálf saga um andóf gegn her
- Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
- Jólatré í Belgíu
- Fleiri með eða á móti?
- Ef enginn vinnur neina heimavinnu ...
- Dugmikill þingmaður - ef "danglað" er í þá
Athugasemdir
"Ég held að það sé best að sérstakur "Viðlagasjóður", líkt og í Vestmannaeyjagosinu 1973, sjái um málið og að hann sé alfarið fjármagnaður af ríkissjóði."
Ég held að þú ættir að athuga hvert þeir peningar fóru sem Viðlagasjóður hafðu umsjón með og söfnuðust, áður en þú heldur áfram með þessa tilllögu ..
GAZZI11, 19.4.2010 kl. 12:27
Ok, fræddu mig
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 12:42
Við getum t.d byrjað á bótum fyrir húsnæði sem fór undir hraun og ég held að allir sem misstu sín hús hafi verið ósáttir við hvernig það var reiknað út.
Einnig hvernig höndlað var með það fé og gjafir sem komu frá norðurlöndum og endaði ekki í Eyjum .. s.s hús sem var holað niður víðsvegar um suður og vesturlandið og selt eða leigt Eyjamönnum sem voru á hrakhólum næstu mánuði og ár eftir gosið.
GAZZI11, 19.4.2010 kl. 18:32
Ég fann eitt comment frá einhverjum annaðhvort heimskari en steinn eða helvíti fyndan einstakling.
Hann sagði: This is terrible. Iceland must be fined and forced to install scrubbers and ash eradication systems on their volcanoes. Their government should be proactive and purchase carbon credits for such an event. How dare they disrupt the complex flight schedules and travel plans of thousands of innocent air travelers.
Iceland should be paying the hotel bills of all who were stranded by their failure to install safeguards on their volcanos. Their government should make all their citizens sign up for volcano liability insurance to pay for all those people they stranded. And don't forget the children.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 21:52
Þetta hlýtur að vera grínari
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.