Stóriðjan niðurgreiðir almannanotkun

Mér sýnist á nýjum upplýsingum um raforkuverð til stóriðju, að álverin á Íslandi niðurgreið rafmagnsverð til almennra notenda.

Það er auðvitað þveröfugt við það sem stóriðju og virkjanaandstæðingar hafa haldið fram á undanförnum árum, en það er í samræmi við annað sem frá þeim kemur um þessi mál.

Það er áhyggjuefni að forsvarsmenn náttúruverndar á Íslandi, hafa komið slíku óorði á náttúruverndarsjónarmið, að hugsanlega verði það flokkað í framtíðinni undir mestu hryðjuverk gegn náttúrunni sem framin hafa verið.

Náttúran á betri málsvara skilið.


mbl.is Raforkuverð ekki lægst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju viltu snúa öllu á haus ?

Finnur Bárðarson, 17.4.2010 kl. 20:27

2 identicon

Er ekki kominn tími fyrir þig að horfa inná við og kanna hvort þú sért ekki í ástæðulausum skotgröfum. Að halda svona steypu fram um fólk sem vill öðruvísi samfélag en endalausar stóriðjulausnir í sovéskum anda nær ekki nokkurri átt. Málsvarar náttúrunnar viðurkenna að það þurfi að afla orku, en þá á réttum forsendum. Virkja eftir rammaáætlun í minni skömmtum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Ekki öll eggin í sömu körfuna. Er þetta hryðjuverk í þínum augum?

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir Íslendingar sem muna aftur til ársins 1980, muna eftir rafmagnsskömtun, tíðum bilunum á raforkuflutningum og fleira í þeim dúr. Eftir að Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga komst í gagnið, en henni var startað vorið 1979 og komin í fullan rekstur ári síðar, var hún notuð sem stuðpúði á raforkukerfið.

Þegar mikil orkunotkun var hjá almenningi var einfaldlega lækkað á ofnum verksmiðjunnar þannig að almenningur fékk þá orku sem hann þurfti. Þegar notkunin minnkaði á kerfinu var hækkað aftur á ofnunum. Það var meira að segja stöðvuð framleiðsla nokkrum sinnum til lengri tíma á veturna, þegar óttast var að miðlunarlónin dygðu ekki út veturinn.

Svona gekk þetta meðan virkjanirnar voru bættar og dreifikerfið stór eflt, eða í meira en áratug. Meðal annars var gerð hringtenging um landið, þannig að orkuöryggi landsmanna stór jókst.

Ég er ekki sérstaklega að mæla stóriðju bót, en það má ekki gleima þætti hennar til aukinnar hagsældar fyrir landið. Krónur og aurar eru ekki allt, það er fleira sem skapar okkur hagsæld. 

Finnur hefur kannski áhuga á að fara til þessara tíma aftur.

Gunnar Heiðarsson, 17.4.2010 kl. 21:10

4 identicon

Ég sé bara ekkert að stóriðju. Stóriðjan hefur létt lífið fyrir almenning svo um munar. Við keyrum á bílum, ferðumst með flugvélum, sjóðum í  stálpottum hjólum á reiðhjólum, pökkum brauðinu í álpappír fáum rafmagn í húsin með álstrengjum frá virkjunarstað svona mætti endalaust telja. Guð sé lof fyrir stóriðjuna.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nafni minn, Gunnar Gunnarsson, talar um "ástæðulausar skotgrafir" og virðist sjálfur djúpt ofan í einni slíkri.

-

Ég vil ekkert í "sovéskum anda" og ég vil ekki öll eggin í sömu körfuna.

Ég tel að það sé stutt í það að nóg sé komið af stóriðju og álverin í Helguvík og á Bakka við Húsavík, séu endapunkturinn.

-

Ég tel að sú barátta sem andstæðingar framkvæmdanna við Kárahnjúka og álverið á Reyðarfirði hafa háð, hafi verið óheiðarleg, en í besta falli byggð á ímyndunum og ýkjum.

Vinnubrögð "náttúruverndarsinna" voru (og eru) þeim til skammar og náttúruvernd ekki til framdráttar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með ykkur, Gunnar Heiðarsson og Rafn Haraldur Sigurðsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 22:01

7 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Segðu mér Gunnar. Hver var aftur arðsemi Kárahnjúkavirkjunnar?

a) 11,9%

b) 13,4%

c) 6-8%

d) Ekkert af ofannefndu

e) Allt af ofannefndu

Guðmundur Guðmundsson, 17.4.2010 kl. 23:02

8 identicon

3,5 kr. miðað við 56% orkunýtni(nýtingartími) gerir 1,96 kr raungildi.

2,5 kr. miðað við 96% orkunýtni(nýtingartími) gerir 2,40 kr raungildi.

Hver niðurgreiðir hvern?

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:05

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Væri nokkuð vitlaust að kjánar kyntu sér rafmagnsverð í Danmörku, Skandinafíu og víðar?

Hversvegna eigum við Búrfellsvirkjun og hver borgaði hanna?

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 23:16

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðmundur, er ég kominn í eitthvert próf hjá þér?

Það er fleira en ein leið sem notuð eru við arðsemisútreikninga. Niðurstöður með tilteknum forsendum, geta verið misjafnar í prósentum talið. En það segir ekki alla söguna.

Ég ráðlegg þér Guðmundur, að leyta þér upplýsinga um þetta mál á síðu Landsvirkjunnar, http://www.landsvirkjun.is/  þangað kíki ég með reglulegum hætti, mér til skemmtunar og fróðleiks.

-

Andrés, þarna sést það auðvitað svart á hvítu, stóriðjan er í raun að borga meira en hinn almenni kaupandi.

En svo kemur auðvitað dreifingarkostnaðurinn. Hann er mun meiri á smánotendur og þar liggur kannski hundurinn grafinn.

Til álversins á Reyðarfirði liggur tiltölulega stutt lína frá Kárahnjúkum. Það þurfti ekki að grafa tugþúsundir heimtauga fyrir álverið.

Það munar mikið um slíkt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 23:40

11 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Guðmundur. Það er sorglegt að fylgjast með hvernig fjölmiðlar fara með tölur. Engu líkara en fólk hafi ekki fyrir því að reikna einföldustu atriði út. Rafmagn glatast nema það sé nýtt og því er sveiflukennd notkun miklu dýrari en stöðug notkun. Í raun ætti því að bera saman tekjur af MW en ekki MWH.

Eyþór Laxdal Arnalds, 18.4.2010 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband