Þegar maður hlustar á hvað fer fram á milli manna í aðdraganda árásarinnar, þá virðist sem þetta hafi verið tilviljanakennd aðgerð. Þyrlumönnunum "sýndist" mennirnir á jörðu niðri vera vopnaðir.
Það hefði e.t.v. verið smá réttlæting í þessu ef leyniþjónusta hersins hefði bent á mennina í þeirri fullvissu að þetta væru vopnaðir og hættulegir menn. En hvað eru þá börn og fréttamenn að gera með þeim? Eru "hryðjuverkamennirnir" kannski að nota þau sem mannlega skyldi?.... nema bara leyniþjónusta hersins vissi ekkert á hverja var verið að ráðast.... og því voru skyldirnir gagnslausir.
Ég rakst á Facebook síðu sem Íraki, Nour Aldin , búsettur í Reykjavík heldur úti. Þar eru nokkrar myndir frá Írak. Slóðin er: HÉR
Ég sýni hér nokkrar myndir úr ljósmyndasafni hans. Ég spurði reyndar ekki leyfis... Jæja, ég tek þær þá niður ef ég má þetta ekki.
Margar fagrar byggingar eru í Írak, flestar tengdar Múhameðstrú.
"Beloved Baghdad" segir í texta við myndina. Ekki alveg að heilla mig.
Þetta er fallegra, fjallaþorp í Írak. Ég myndi ekki vilja að krakkarnir mínir væru að leika sér á bjargbrúninni
"Þar sem fjöllin sökkva í sæ", orti Megas um austjarðafjöllin, þar sem jarðlagastaflarnir halla óvíða meir á Íslandi. Þessir jarlagastaflar í Írak, halla reyndar töluvert meir.
Ævagamlar menningarmynjar og listaverk eru í Írak. Á þessu svæði má segja að "nútíminn" hafi orðið til í þróunarsögu mannsins.
En í Írak eru einnig nútímalegri listaverk. Þetta er magnað.
Við þessa mynd segir í texta: "They destroyed everything beautiful in my beloved country...." en ekki er farið nánar út í hverjir "They" eru en hef þó grun um að átt sé við Bandaríkjamenn. Það kann að vera ósanngjarnt.
Mörgum Írökum er þetta minnismerki hjartfólgið en það er friðartákn, staðsett í miðju Baghdad og tengir nokkur borgarhverfi saman.
Nú er þetta minnismerki um stríð.
Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.