Pólitísk athyglisþörf

Svandís Svavarsdóttir er að minna öfgafulla umhverfisverndarsinna á hver ræður ríkjum í umhverfisráðuneytinu. Hún veit að þetta eru trygg atkvæði í kosningum.

Landsvirkjun er nýbúin að gefa út skýrsluna:  "Hvernig hefur skilyrðum umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunnar reitt af?" Sjá  HÉR

Ég trú ekki öðru en Svandísi hafi verið kunnugt um þessa skýrslu. Fljótlegt er að renna yfir þessi 20 skilyrði og þá sést líka að fjöldi fagaðila hefur eftirlit með þessum atriðum sem tilgreind eru.


mbl.is Landsvirkjun telur sig hafa uppfyllt skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar þessi skýrsla er ákaflega yfirborðskennd og í mjög svo stuttum stíl og getur ekki talist viðunandi skýrsla um hvort landsvirkjun hefur mætt öllum skilyrðum.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 01:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er náttúrulega ekki lokaskýrsla og reyndar verður sumu af því sem talað er um þarna ekki lokið fyrr en 10+ árum eftir að framkvæmdum lauk (rannsóknir/vöktun o.fl.)

-

Um suma liði þarf ekki að hafa mörg orð og ég efast um að þau orð verði fleiri í lokaskýrslunni. En það verður forvitnilegt að sjá hvað það er sem "umhverfisvinirnir" eru að setja út á. Það kemur ekki fram hjá umhverfisráðherra, heldur slengir hún þessu fram, órökstuddu fyrir fjölmiðla og almenning.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2010 kl. 01:58

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar:  Við lestur skýrslurnar kemur í ljós að skilyrði no 1 og 2, gera framkvæmd á skilyrði no 10 nánast óframkvæmanleg, Ráðherra notar hvert tækifæri til að gefa út yfirlýsingar, en virðist ekki skilja muninn á því, að upphefja sjálfa sig annarsvegar og því að skjóta sig í fótinn hinsvegar. 

Magnús Jónsson, 1.4.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband