Synd og skömm

NVN2_Arni_Finnsson_RGB_JPEGÖfgakennd dýra og náttúruvernd hefur stórskaðað trúverðugleika þeirra samtaka sem hafa með þau mál að gera, bæði hérlendis og erlendis. Það er synd og skömm, því flest okkar viljum við að þessi mál séu í lagi.

Flest gerum við okkur grein fyrir því að mannskepnan þarf að lifa í jafnvægi við umhverfið, eins og kostur er og engan þekki ég sem vill að hætta sé á að hvalategundum við Ísland verði útrýmt.

Samt telja Náttúruverndarsamtök Íslands að landið okkar sé fullt af slíku fólki.

Synd og skömm.


mbl.is NSÍ gagnrýnir hvalveiðiskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Skyldu þessi ferlíki ekki borða eitthvað,  skyldu þessi dýr sem hafa verið veidd, ekki verið krufinn.  Getur verið að vísindamennirnir sem skoðuðu bæði maga og þarmainnihald hafi bara fundið loft, en enga loðnu, síld, ljósátu eða neitt annað sem eflir og styrkir sjávarútveg hringinn í kringum landið.

Getur verið að þessi stóru dýr lifi bara á lofti.

Kristinn Sigurjónsson, 30.3.2010 kl. 15:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður gerir sér bara ekki alveg grein fyrir því á hvaða "plánetu" Árni Finnsson og annað öfgalið í "náttúruvernd" heldur sig?????

Jóhann Elíasson, 30.3.2010 kl. 15:29

3 identicon

Botnvarpa,

Afhverju er ekki reiknað hvað það myndi skila þjóðarbúinu til lengri tíma ef að bann væri sett á slíkar veiða ?

Það er alltaf verið að reyna að gera hvalnum að sökudólg.  Mannkynnið á að líta í eigið barm.

Rabbi (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

"Náttúruverndarsamtök" ????  Varla - aðeins vettvangur öfgaliðs sem finnur sig ekki á öðrum sviðum.

Þátttaka í samfélaginu hlýtur að vera þein HVALRÆÐI -

Sú staðreynd að hvalurinn étur og étur mikið hefur síðan í för með sér minna æti fyrir fiskinn í sjónum. Persónulega er ég hlynntur því að við fáum að veiða meira - hvalurinn minna.

Sama gildir um selinn - þar á að stórauka veiðar.

Gunnar - Kristinn - Jóhann - tek heilshugar undir orð ykkar.

Kristinn - hvað varðar loftið þá held ég að það sé að finna í hausnum á Árna sem er búinn að fá að ropa í fjölmiðlum í allt of lengi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.3.2010 kl. 17:20

5 identicon

ÞIÐ ERUÐ ÖFGAMENNIRNIR ! Og loftið er í hausnum á ykkur.

HStef (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband