Sprenging í beinni

Ég hef verið að kíkja öðru hvoru á ÞESSA vefmyndavél af gosinu og núna kl. 17.02 sá ég þennan bólstra vinstra megin við gíginn bólgna út.

gos

Þetta gerðist með ótrúlegum hraða og þremur mínútum síðar var þetta horfið, eins og sést á myndinni hér að neðan.

gos2

Viðbót: Eitthvað stórt virðist vera að gerast þarna því núna kl. 17.10 má sjá þessa sprengingu á þriðju myndinni.

gos3

gos4

Þessi er frá kl. 17.25. Hvað er í gangi? Eins og ég sagði hef ég verið að fylgjast með þessu reglulegu sl. sólarhring og ekkert í líkingu við þetta hefur borið fyrir augu mín fram að þessu Crying


mbl.is Minnsta gosið en langflottast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir því sem mér skilst þá eru þetta gufuspreningar sem verða þegar hraunið streymir niður Hrunagil og hittir þar fyrir bæði vatn og ís sem snöggsýður í hitanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hlýtur þá að hafa orðið einhver ísskriða niður í gljúfrið, því þetta hefur lítið sést í dag, fram að þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: GK

Kannski er önnur/ný hrauntunga þarna sem leitar í aðra átt - í snjó

GK, 25.3.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gæti verið.

Svo sér maður að neðstu gufustrókarnir eru að verða komnir út úr myndinni. Þá fer að styttast í að hraunið flæði út á eyrarnar í Þórsmörk

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 17:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta gerist þannig að hraunið í gilinu skríður fram með rykkjum. Það hægir á sér sökum kælingar, hrannast upp en skríður svo snöggt fram yfir þann snjó og ís sem fyrir er. Þá verða gufusprengingar eins og Guðmundur bendir á.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2010 kl. 11:36

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er nokkurnveginn sem er að gerast þarna með reglubundnu millibili.

-

En það kom reyndar fram í fréttum í gærkvöldi að mökkurinn sem sést á fyrstu myndinni kom þegar gervigígur myndaðist. Það mun vera í fyrsta sinn sem það gerist á Íslandi á sögulegum tíma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband