Um línurit

Línu, köku og súlurit eru gagnleg þegar sýna á myndrænt ákveðna þróun. Það er þó hægt að villa mönnum sín með slíkum framsetningum. Skoðum dæmi:

línurit

Ef við ímyndum okkur að hér sé verið að sýna hækkun sjávarborðs á tilteknu tímabili og að hækkunin sé u.þ.b. 2 mm. á ári, þá sjáum við að hækkunin er sláandi mikil ef hæðarkvarðinn er í millimetrum (svarta línan). Rauða línan sínir hækkunina í cm. og sú bláa, sem sést varla er í metrum.

Línuritið gæti litið svipað út ef sýna á hitastigsbreytingar.

Hvaða línurit nota þeir sem hæst hrópa um hnattræna hlýnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður punktur Gunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2010 kl. 14:00

2 identicon

Þið félagar sláið tæpt í einn heilan ´svo ekki sé meira sagt. Gunnar hækkunin ER ekkert meiri þó kvarðinn sé í mm þetta er mælieining og fyrir flesta þá er það eitt af fyrstu verkum að kynna sér kvarðana sem eru notaðir í viðkomandi riti og lesa svo þ.e. mælieingarnar.  Ekki að horfa bara á bratta línu og segja váá sjáðu hvað þetta er mikið...   ert þú alveg úti drengur. Það er ekki nema von að þú sért alltaf á móti drengur.

kv. Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki vera að tjá þig um það sem þú skilur ekki, Arnar.... nema þá til að spyrja til vegar

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 18:20

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú vanmetur mátt myndrænnar framsetningar. Þetta er sálfræði, sem ég hélt að þú hefðir áhuga á, Arnar. Sumir myndu reyndar kalla þetta "Auglýsingasálfræði".

-

Hvað þig varðar.... sýnist mér við vera að tala um verulega einfalda "barnasálfræði".

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband