Rútan sem lenti í árekstrinum var frá Austfjarðaleið , með farþega frá álverinu í Reyðarfirði. Sem betur fer voru meiðsli ekki alvarleg en höggið við áreksturinn var gríðarlegt og björguðu bílbeltin því sem bjargað varð.
Rútan er talin ónýt, vélin í henglum og grindin rammskökk.
Rútan er um ársgömul og þeim hjá Austfjarðaleið leist illa á stólana í henni þegar þeir fengu hana og ákváðu að skipta um öll sæti og setja önnur í staðinn. Á myndinni eru gömlu sætin úr rútunni en festingarnar í gólfið voru ómerkilegar og veigalitlar.
Festingar fyrir öryggisbelti voru á einum litlum bolta í gatinu sem sést á myndinni.
Eftir áreksturinn höfðu nýju sætin skekkst mikið fram við höggið. Auðvelt er að ímynda sér hvernig hefði farið ef gömlu sætin hefðu verið í rútunni. Hugsanlega værum við að tala um banaslys ef svo hefði verið. Þessi búnaður á sætum rútunnar fékk grænt ljós hjá bifreiðaeftirliti.
Samkvæmt vitnum að árekstrinum var stórum, breyttum jeppa, ekið fram úr snjóruðningstæki, í gegnum þykkt snjókóf, svo útsýni til framúrakstur var ekkert. Bílarnir skullu saman af fullu afli við hliðina á snjóruðningstækinu. Ökuritinn í rútunni sýndi að hraði hennar var 74 km. á klukkustund.
Níu fluttir á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Rödd friðar þarf að hljóma skærar
- Svo bregðast krosstré
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
Fólk
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
Athugasemdir
Þetta er ljótt að sjá. Enn eitt slysið sem verður vegna þess að akstri er ekki hagað eftir aðstæðum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2010 kl. 18:24
Já, alveg skelfilegt
Það er einnig umhugsunarvert að gömlu sætin þóttu góð og gild af eftirlitsaðilum. Ef ekki hefði verið fyrir framsýni rútufyrirtækisins, værum við e.t.v. að tala um enn meiri hörmung
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 20:03
Hlífar er einn vel vandaður gutti enda...
Steingrímur Helgason, 23.2.2010 kl. 00:37
Man fyrir nokkrum árum vann ég við Vatnfellsvirkjun og var farið uppeftir á mánudagsmorgnum,en það voru engin almennileg öryggisbelti í rútunni .Var ég hálfsmeykur ,verð að viðurkenna það.En þegar uppeftir vr komið var ströng hjálmaskylda allstaðar og var maður áminntur ef maður tók hjálminn niður.jafnvel þó maður væri að vinna á öruggum stað.Reglur verða að gilda þannig að maður varð að virða hjálmskylduna.Hefði samtfundist beltin ca 10 sinnum mikilvægari.
Hörður Halldórsson, 24.2.2010 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.