Steingrímur út á þekju

c_users_anna_pictures_fyndinn_apiÉg hef nú oft haft lúmskt gaman af Steingrími Joð og hef talið hann nokkuð klárann kall, þó ég sé víðsfjarri honum í pólitíkinni.

En þetta svar hans um að segja "Já" við lélegri samningi en tilboð Breta hljóðar uppá nú, ber vott um að Steingrímur sé farinn á taugum og eigi að leggja sig inn á eitthvert heilsubæli sér til hressingar.


mbl.is Segja ráðherrarnir já eða nei?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steingrímur J. á ekki að segja fólki hvað hann ætli að gera. Það er langt síðan andlega heilbrigt fólk hætti að taka mark á honum.

"Heldur lítið gefinn maður ef trúa má hans eigin orðum" sagði Páll Ólafsson skáld um tiltekinn Dannebrogsmann í hópi íslenskra stórbænda á sinni tíð.

Páll hafði verið á fundi þessum manni og var að segja Jóni ritstjóra bróður sínum frá fundi þessum í bréfi.

Árni Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 17:09

2 identicon

Sæll bróðir. Skilningur Sumra á því sem undan er gengið er lítill enda mynni sumra takmarkað. Þeir hinir sömu upphefja sjálfan sig með fordómum.

Man nokkur eftir því að Seðlabankinn lánaði bönkunum 6-700 miljarða í október 2008. Man nokkur eftir því að íslensk stjórnvöld höfðu samband við stórnvöld í Bretlandi og Hollandi í október 2008. Hvað skyldi þeim hafa farið á milli. Man nokkur eftir því ástandi sem hér ríkti í lok ársins 2008 og í byrjun árs 2009. Ég er viss um að þér hefði tekist upp betur í að leysa þau málefni betur en bæði Steingrímur J. og Geir H. reyndu og hafa reynt.

Sleggjudómar fara sumum betur en aðrir dómar.

Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

„Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo maður komi því að hér, með hvaða hætti íslensku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inngripum í íslenskt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut, að mínu viti, og ég, sem hef trúað og stutt og verið stoltur af því að standa fyrir einkavæðingu á slíkum bönkum, tel jafnframt að það eigi að reyna að halda þessum bönkum að sínum verkefnum og þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem þeir eiga að sinna og skyldum gagnvart almenningi í þeim efnum.“ (Davíð Oddsson, Alþingi 2003)

-

"Seðlabankinn reyndi einnig að halda uppi fjármálalegum stöðugleika með fyrirgreiðslu sinni við viðskiptabankana síðasta árið fyrir hrun, þegar lánalínur frá útlöndum voru flestar lokaðar. Það er  hins vegar kaldhæðni, að sömu eftiráspekingarnir og áfellast bankann fyrir að hafa ekki gætt fjármálalegs stöðugleika deila líka á hann fyrir að hafa veitt viðskiptabönkunum fyrirgreiðslu!

Þessir eftiráspekingar hirða ekki um að geta þess, að reglur Seðlabankans um útlán til viðskiptabankanna voru jafnstrangar eða ívið strangari en reglur Evrópska seðlabankans og að vitaskuld féllu kröfur Seðlabankans á viðskiptabankana stórlega í verði eftir setningu neyðarlaganna. Þeir hirða ekki heldur um að geta þess, að það var Fjármálaeftirlitið, sem átti að hafa eftirlit með því, að viðskiptabankarnir veittu réttar upplýsingar um eignir sínar, afkomu og rekstrarhorfur, ekki Seðlabankinn." (H.H.G. 2010)

-

Ég geri þetta svar að mínu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... og einnig:

-

"Ég man eftir því í aðdraganda hrunsins og eftir það, hversu hart Davíð Oddsson gekk fram í því, að íslenska ríkið ætti ekki að taka á sig neins konar ábyrgð á Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta, sem hér hafði verið stofnaður eftir lögum og reglum EES. Í samtölum við mig lét hann í ljós þungar áhyggjur af því, að einstakir ráðherrar í fyrrverandi ríkisstjórn kynnu að ljá máls á einhverri slíkri ábyrgð, en sumir þeirra voru nátengdir bönkunum (til dæmis var Björgvin G. Sigurðsson svili Sigurðar G. Guðjónssonar í Glitni)."

-http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1020245/

-

Lögfróðir menn segja að vilyrði íslenskra ráðamanna við bresk og hollensk stjórnvöld um ríkisábyrgð, hafi ekki verið lagalega bindandi en auðvitað voru þau afar óheppileg og hafa eflaust veikt málstað okkar eitthvað.

En lög eru lög og við förum að lögum... sem æ fleiri "erlendir sérfræðingar" segja að skuldbindi okkur ekki umfram getu innistæðutryggingasjóðs.

-

Þú þarft bara að sætti þig við Einar minn, að Steingrímur er ekki mikill bógur þegar allt kemur til alls. Það er ekki nóg að vera kjaftfor í stjórnarandstöðu en skjögra svo á hnén þegar í alvöruna er komið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 22:44

5 identicon

Sæll bróðir.

Hefur þú lesið síðustu skýrslu Viðskiptaráðs? Þar tala Kapítalistar.

Þau sem skrifuðu þessi ósköp eru  flokkssyskin þín.

Ef þú hefur lesið hana ertu þá sammála því sem þar kemur fram?

Með kveðju, þinn bróðir,

Einar

Það er nú varla eyðandi orðum á þig. Vitleg umræða byggist ekki á fordómum. Sá sem þú vitnar í var forsætisráðherra og yfirmaður Seðlabankans. Hann stuðlaði að því að sett voru lög sem skildu að FME og SB. Hann stuðlaði að því að sett voru lög um einkavæðingu bankanna. Hann trúir á frelsi fjármagnsins. Eðli fjármagnseigandans breytist ekki. Mikill vill meira. Græðgi vex með auknu frelsi fjármagnsins.

Lögfróðir menn segja líka að lagalegt umhverfi sé þannig að þeir aðilar sem flestum finnst að hafi brotið af sér og séu jafnvel enn að, verði ekki dregnir fyrir dóm. Hvaða stjórnmálaflokkur hefur haft mest áhrif á að við búum við þannig lagaumhverfi. Það er þér og þínum til skammar að benda aðeins á Bjögvin G. sem ábyrgðarmann hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð. Það er mér óskiljanleg að þú sem ert komin af verkamannastétt skulir styðja þennan óþverra

Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 01:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og óskiljanlegt að þú sem ert kominn af verkamannastétt skulir styðja flokk sem er ekkert annað en öfga feminismi og öfga umhverfisvernd.

Þið gagnrýnduð að fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins væri dýralæknir en skrautfjaðrir vinstri grænna eru bókmenntafræðingur sem les aðallega "krimma" og bóndasonur úr Þistilfirði sem kallar sig jarðfræðing en hefur ekki einu sinni próf upp á það.

Og atvinnu og verkalýðsmál eru nú ekki merkileg hjá þessari flokks ónefnu. Aðal áherslur flokksins og kosningaloforð fyrir síðustu kosningar í NA-kjördæmi í atvinnumálum var að fjölga opinberum störfum í kjördæminu! Aðaláherslan!!!

En svo hafa þeir auðvitað svikið það því opinberum störfum hefur fækka.

-

Og reyndu svo að gagnrýna það sem maðurinn segir (D.O.) í tilvísunum mínum í stað þess að beina athyglinni frá því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband