Á bænum Kollaleiru, í norðanverðum botni Reyðarfjarðar, búa nú þrír slóvakískir munkar og reka þar munkaklaustur. Á Kollaleiru mannaði áður Guðmundur Beck, bóndi og fyrrverandi varaþingmaður Alþýðubandalagsins.... og álversandstæðingur, veðurstöð Reyðarfjarðar.
Það er spurning hvort áhugasamir um munklífi fái tækifæri til að taka sín fyrstu spor á Kollaleiru.
Munkarnir hafa boðið Alcoafólki upp á gistingu í klaustri sínu, en gestir mega þó ekki koma í klausturálmu hússins. Sameiginleg setustofa með gervihnattasjónvarpi er í húsinu og þar sitja stundum munkarnir og gestir þeirra saman á kvöldin.
Um daginn ók ég starfsmanni Alcoa frá álverinu til Egilsstaða. Starfsmaðurinn er tékknesk kona sem vinnur við rannsóknir í álverinu. Hún byrjaði sem óbreyttur starfsmaður á verksmiðjugólfinu en hún er verkfræðingur að mennt og hafði misst atvinnu sína í faginu hjá verktakafyrirtæki sem fór á hausinn. En nú sem sagt vinnur hún í rannsóknardeildinni og er stundum ræst út á óhefðbundnum tíma og þykir því ágætt að gista hjá munkunum þegar þannig stendur á.
Hún sagði mér frá skondnu atviki sem gerðist kvöld eitt hjá munkunum. Einn þeirra spurði hana hvort hún vildi ekki sitja með þeim í setustofunni og horfa á slóvakíska fræðslumynd um "Hróa Hött" þeirra Slóvaka, en tungumál Tékka og Slóvaka eru lík, líkt og sænska og norska. Konan þáði boðið og sátu þau fjögur, þrír munkar og hún og byrjuðu að horfa á fræðslumyndina. Reyndist þetta þá vera mjög erótísk mynd, sú erótískasta sem konan hafði nokkurn tíma séð í venjulegu sjónvarpi og strax í fyrsta atriði myndarinnar, var "Hrói Höttur" í eldheitum samförum í skógarrjóðri.
Einn munkanna stóð fljótlega upp og gekk út, kafrjóður í framan en hinir tveir sátu sem fastast út alla myndina. Konan sagði að þessi stund hefði verið "súrealísk" og hún átti bágt með að halda niðr´í sér hlátrinum þegar hún gjóaði augunum að munkunum tveim í brúnu kuflunum sínum, undir frygðarstunum frá sjónvarpinu.
![]() |
Viltu prófa að vera munkur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Breytingin frá jafnaðarstefnu nær einnig til Evrópu
- Sláandi myndefni frá RÚV
- Hvenær fær fáni Ísraels að vera dreginn upp við ráðhús Reykjavíkur?????
- Eru skoðanir þínar raunverulega þínar eigin?
- Rauðanes og Svartnes
- Að samsama sig ómöguleikanum
- Sósíalistar og varðstaðan um arfleifðina
- Flöggum með þjóðarmorðingjum
- Tók Davíð tvö ár
- Trans stríðið
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Bjart með köflum og hiti að 18 stigum
- Lítið hrifinn af byggingunni
- Andlát: Þóra Jónsdóttir
- Grafalvarlegt mál en vonar að úr rætist
- Mikið fjör á N1-mótinu á Akureyri
- Segir Sjálfstæðisflokkinn staðfastan í veiðigjaldamálum
- Engin kona úti á götu í ár
- Þingflokksformenn sestir við samningaborðið á ný
- Þrír vilja embætti lögreglustjóra
- Fjórðungur ökumanna staðinn að hraðakstri
Erlent
- Trump vonsvikinn og telur ekki að Pútín muni stöðva stríðið
- Skæðir gróðureldar í Kaliforníu
- Rússland viðurkennir yfirráð Talíbana fyrst landa
- Fjórir létust í skotárás fyrir utan næturklúbb
- Ölið fæst ekki ódýrt á HM félagsliða
- Stóra, fallega frumvarpið komið á borð forsetans
- Árás í hraðlest í Þýskalandi
- Neitað um bætur Ættleidd til Danmerkur sem börn
- Stunguárás við verslunarmiðstöð í Finnlandi
- Pentagon til Svíþjóðar
Fólk
- Notar TikTok til að fjármagna brjóstastækkunina
- Ég ætla að fá fullnægingu!
- Innlyksa í alls konar aðstæðum
- Sér eftir að hafa fengið sér Tyrklandstennur
- Leikarinn Michael Madsen er látinn
- Vonar að Íslandsvinurinn verði náðaður
- Orlando Bloom einmana eftir sambandsslitin
- Ósátt við að Combs var sýknaður af ákæru um mansal
- Timothée og Kylie taka sambandið á næsta stig
- Naflastrengir vefja sig um verkin
Íþróttir
- Stuðningsmenn Íslands stálu ketti í Sviss
- Arnar og Rannveig meistarar
- Yfirlýsing Ármenninga vegna ummæla Arnars
- Eitthvað það fáránlegasta sem hefur gerst
- Fæ meira traust hérna
- Eins og það slokkni á okkur
- Endurkoma nýliðanna gegn meisturunum
- Grótta galopnaði toppbaráttuna
- Frans skoraði sigurmarkið
- Njarðvíkingar í banastuði í Grindavík
Viðskipti
- Tesla hrynur vegna rifrildis Musks og Trumps
- Byggja þjónustuhús á Akureyri
- Opinn fyrir ytri vexti
- Krónan má opna á Hellu
- Enn þrýstir Trump á Powell
- Metur gengi Icelandair á 2,1 krónu á hlut
- Okkur langaði að rífa ísblómin aðeins upp
- Ráðstöfunartekjur heimila á mann námu tæplega 1,6 milljónum króna
- Þykir áhugavert tækifæri fyrir fjárfesta
- Unbroken gerir millljarða króna samning við atvinnulið
Athugasemdir
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2010 kl. 01:14
Er það ekki bara viðeigandi að þeir munkarnir búi á Kollaleiru.? Staðurinn er eflaust var svo nefndur eftir Kollum þ.e. írskum munkum sem rökuðu koll sinn að kaþólskum sið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.2.2010 kl. 16:38
Þú segir mér fréttir, Svanur. Takk fyrir þennan fróðleik.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 17:08
Ég er ansi hræddur um að þarna hafi orðið upprisa... og tvöföld hjá þeim sem stóð upp ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 09:52
Upprisa holdsins og eilíft líf, Amen
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 12:12
Kannski er ódýrara að gista hjá munkunum. Leigja þeir húsnæðislausum herbergi?
Offari, 22.2.2010 kl. 13:39
Það er eftirsjá af mönnuðu veðurstöðinni á Kollaleiru.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2010 kl. 13:50
Sæll og blessaður! Eg heiti Pétur og er einn af munkum. Þú skrifar eitthvað, sem er ekki satt. Við erum ekki með gervihnattasjónvarp, það er of dýrt að borga fyrir sjónvarpstöð. Og Janka var líka ekki ein hjá okkur. Þar var líka Michal, sem bý í sambúð við hana. Og mynd Juraj Jánosík var undirskrifað: Sannarleg saga um Juraj Janosik. Aldrei við heyrðum frá. Við vorum spenntir að sjá eitthvað um þjóðhetju okkar. Fyrir þetta við vorum sitjandi til endalok. Því miður, mynd var eins og var. Mér líður mjög illa eftir. Ég var nálægt að aæla. Þjóðhetjan okkar og svona mynd:(. Ef ég væri framleiðandi, ég villti að fá peningana mína til baka frá leikstjóra- Agnieszku Holland. Fyrirgefið okkur allir sem erið hneykslaðir. Með blessun Pétur, yfirmaður munka á Kollaleiru.
Petur (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.