Ferðalög innanlands hafa rokið upp vinsældalistann hjá Íslendingum eftir gengisþróunina undanfarin misseri. Nú er svo komið að slegist er um alla útleigða sumarbústaði, og það jafnvel utan "High season" tímabilsins.
Myndirnar hér að neðan eru af bústað sem systir mín á og hún hefur áhuga á að leigja hann þegar hún er ekki að nota hann sjálf. Bústaðurinn er í Biskupstungum í Árnessýslu og þaðan er stutt til Gullfoss, Geysis, Laugarvatns, Þingvalla, Flúða og Selfoss, svo eitthvað sé nefnt. Reykholt er í ca. þriggja kílómetra fjarlægð og þar er matvöruverslun og sundlaug. Skot og stangveiðimenn eru vel settir í þessari sveit.
Bústaðurinn er nýr (2008), 52 fermetrar að stærð, auk svefnlofts með dýnur fyrir 4-6. Niðri er stofa og eldhús, bað og tvö svefnherbergi með hjónarúmi í öðru þeirra og tvær kojur í hinu. Stór verönd er við húsið og heitur pottur. Húsið stendur hátt í landinu og útsýnið er gott. Einhver hundruð metra eru í næstu bústaði.
Bústaðurinn er laus í útleigu til 11. júní í sumar og eftir 27. ágúst. Þeir sem hafa áhuga geta sent fyrirspurnir á totagun@gmail.com
Í bústaðnum eru öll helstu þægindi s.s. þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofn, gasgrill, borðáhöld fyrir 12 manns, útvarp með CD og sjónvarp með DVD.
Dyrnar að heita pottinum og stiginn upp á svefnloftið
Hvað er betra en að skella sér í pottinn að loknum ævintýralegum degi?
Flokkur: Ferðalög | 11.2.2010 (breytt 12.2.2010 kl. 12:50) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 946771
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Opinberun Elons
- Ríkiskúgun femin kerlinga ... Gerum Ísland Gott Aftur
- Lærum íslensku með leikritalestri
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekki líta á það sem frátekið land. Svo einfalt er það
- Fáheyrt að bjóða upp á aðra eins vitleysu í stjórnarsamstarfi
- Hræðsluáróður eða er verið að brugga eitthvað?
- ESB elskar okkur öll, mjög mikið
- Tala um hvað.?
- Er sambandið þitt í hættu?
- Af hverju hugsuðir leita alltaf á náðir sósíalismans til að stýra samfélaginu?
Athugasemdir
Fallegur bústaður! Gangi ykkur vel!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.2.2010 kl. 23:32
viltu segja mer hvað kostar að leiga i 1 viku? kv.
joanna (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 17:54
Hvað kostar viku leiga og er laust fá næsta Mánudegi?
Garðar (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.