Þeir segja að leitin hafi forvarnargildi
Það er nú meiri forvörnin! Nær væri að segja að þetta rándýra "show" hefði upplýsandi gildi fyrir þá sem ekki vilja vera nappaðir með "jónu" í vasanum. Nú vita þeir hvernig ber að haga sér.
Markmiðið með fíkiniefnaeftirliti hlýtur að vera að sporna við og uppræta fíkniefnaneyslu. Er að nást árangur í því? Svarið er stutt og laggott "Nei". Kostar fíknienfnaeftirlit mikla peninga? Og svarið er "Já, mjög mikla".
Forvarnar og meðferðarstarf er það sem leggja þarf áherslu á en þegar ég tala um "forvarnarstarf", þá er ég ekki að tala um rándýrt hunda-show. Einn fyrirlesari í sal skólans, fagmaður í forvarnarstarfi á sviði fíkniefnamála, skilar meiri árangri en svona sirkus með tilheyrandi raski og ónæði.
Fíkniefnaleit í Tækniskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
Þú ert tilgangslaus peningaeyðsla.
Joseph (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 14:33
Takk.... eða þannig
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 14:41
Sæll ágæti pennavinur.
Vil benda þér á nýritaðan pistil um þetta málefni á blogg síðu minni; hefur þótt heimsóknatíðni heldur dræm undanfarna daga og vildi gjarnan fá að heyra ykkar skoðun á málinu.
M.b.kv.
-Eyfeld
Jóhannes Ólafsson Eyfeld, 11.2.2010 kl. 14:48
Peningaeyðsla eða ekki, nákvæmlega hvaða tilgangi á þessi leit að þjóna? Nappa einhverja kannabisneytendur fyrir framan alla með tilkomandi niðurlægingu? Þegar annar hver maður fær sér eina feita við tækifæri. Þetta er bara brandari og sýnir hversu getulaus lögreglan er í aðgerðum sínum ef þetta er þeirra framlag til varnar gegn fíkniefnum. Hvernig væri að eyða fjármagni og tíma gegn þeim sem raunverulega stjórna fíkniefnabransanum og hafa auðgast gríðarlega.
Freyr (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 14:49
Drengir þetta er aumkunarvert að hlusta á fávisku ykkar á þessum málum. Það þarf ekkert að deila um forvarnagildi þessarar aðgerðar, einn þáttur í forvörnum er að gefa skýr skilaboð um viðhorf t.d. skólasamfélagsins til í þessu tilviki fíkniefna. Fikniefni eiga ekki heima hér eru þeir að segja og það er mjög skýr afstaða. Með þetta er líka unnið á öðrum sviðum með fræðslu og m.a. af lögreglu sem er með virka fræðslu í t.d. grunn- og framhaldsskólum.
Það væri nær að reyna að temja sér að skoða hlutina með upplýstum augum en ekki ávalt að vera skjóta allt niður gjörsamlega týndir í svartholi eigin fávisku og reiði. Þetta er nú meiri ónáttúran.
kv. Arnar ,
Arnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:02
Það er alltaf þannig Arnar að þegar það kemur að fíkniefnunum þá er reiðin og gegnumsýrða hatrið svo ríkt að það er ekki nokkur leið að tala um málefnið án þess að það sé byrjað að hrópa um allan bæ orðin fáviska og fleiri orð af þeim bæ. En ólíkt sem þú virðist halda er hatrið akkúrat hinum meginn borðsins. Það er ekki hægt að ræða þessi mál af alvöru vegna þess að of margir almennir borgarar telja að það sem vantar í fíkniefnaheiminn er meiri harka, meira hatur, meiri löggæslu og lengri dóma. Það þýðir ekkert að benda á að aðferðirnar sem þú virðist styðja hafa ENGU skilað nema verra ástandi, meiri útskúfun og gert erfiðar að koma þeim til hjálpar sem hjálpa þarf.
Svona aðgerðir eins og þessi hjálpa ekkert. Þetta eru ekki forvarnir af neinu tagi og gera ekkert nema að kenna ungu fólki að lögreglan sé eitthvað sem þurfi að óttast, forðast og að hún sé þarna til að trufla og gera erfiðar líf þeirra. Lögreglan og skóli er hér að fara á skjön við anda laga með notkun á götum í lögum og sýnir borgurum með því lítilsvirðingu.
Það sem þarf til að minnka undirheima fíkniefnanna er meiri samstaða og minni útskúfun. Það þarf minni hörku en ekki meiri. Það þykir vinsælt meðal saumaklúbbanna að segja "hugsið um börnin okkar" án þess að átta sig á að það eru "börnin okkar" sem að þið eruð að senda í hörkuna.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:36
Hvar er forvarnargildið í þessum aðgerðum?
Munu þeir sem vilja neyta fíkniefna hætta að neyta þeirra út af þessu ? Ég held ekki.
Munu þeir sem selja fíkniefni ekki selja efnin sín ? (Þeir btw spurja ekki um skilríki).
Birgir Hrafn Sigurðsson, 11.2.2010 kl. 16:36
Jón Grétar ; 'Eg kannast ekki við það að reiði og annað sem þú lýsir komi eitthvað sérstaklega upp í umræðu um fíkniefni. Það sem ég var að gagnrýna var að menn virðast dæma þessar aðgerðir dauðar einungis vegna vanþekkingar á málaflokknum forvarnir. Dómar, hatur eða eitthvað slíkt er barnaleg tenging við umræðuefnið og í raun útúrsnúningur. Bendi aftur á forvarnagildið "einn þáttur í forvörnum er að gefa skýr skilaboð" þetta sagði ég og tók til að þetta væri einn þáttur.
Hvaða forvarnagildi hefur þessi að gerð er spurt ? Fyrst skulum við gera okkur grein fyrir því að forvarnir skiptast í 3 stig . 1. stigs 2. stigs og þriðja stigs. Aðgerðirnar í dag eru vitanlega ekki forvarnir fyrir þá sem eru teknir það liggur ljóst fyrir þeir þurfa aðstoð til að vinna í sínum málum. Forvarnagildið felst í því að halda umhverfi opinbera stofanan líkt og skóla án fíkniefna m.a. vegna þess að þrýstingur félaga og umhverfis er einn öflugasti áhrifaþáttur á það hvort unglingur fer að fikta við fíkniefni. Auðvitað er það svo að í mörg ár í grunnskóla hefur verið skipulögð fræðsla bæði fyrir nemendur og foreldra sem hefur skilað sér en þegar unglingur byrjar í framhaldsskóla þá er öðrum aðferðum beitt og ein er sú að vera með skýr skilaboð um viðhorf skólans til málaflokksins og veita virkt aðhald við umhverfið svo að það sé sem heilbrigðast fyrir nemendar.
Birgir Hrafn : Þú spyrð munu þeir hætta að neyta fíkniefna vegna þessara aðgerða og þú heldur ekki. Þar er ég sammála þér en nefni þó að þessi ályktun þín ber skýrt dæmi um misskilning þinn á forvörnum. Það er lítið hægt að sinna forvarnastarfi gagnvart þeim sem eru þegar komnir í reglulega neyslu, þeir eiga að fara í meðferð. Forvörnum er iðulega beint til þeirra sem eru ekki byrjaðir í neyslu eða eru að byrja fikta.
kv. Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 19:07
@Arnar: Virk fræðsla og skýr stefna eru góðar forvarnir. Að rannsaka þig sem glæpamann án þess að hafa þig grunaðann um að hafa framið glæp hinsvegar teljast ekki góðar forvarnir. Mér finnst reglan að þú sætir ekki rannsókn án gruns vera fyrsta og aðal regla siðræns réttakerfis. Það er bara línan sem þú ferð ekki yfir. Og mér finnst það skelfilegt af skóla að kenna börnum að réttindi séu sveiganlegt hugtak þegar að múgæsingurinn er nógur.
Það sem krakkarnir lærðu þarna í dag er að traust til þeirra er nákvæmlega ekkert og að lögreglan gæti hvenær sem svip ferðafrelsi þeirra og rannsakað þau án þess að sýna framm á svo mikið sem smá ástæðu. Bara svona af því bara.
Bjakk.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 19:28
Þetta er viðbjóðslegt að gera svona leitir, Fasismi að verstu gerð.
Davíð Þór Þorsteinsson, 11.2.2010 kl. 19:50
Arnar, þú talr um að þetta sé einn þáttur í forvörninni. Ég segi í pistlinum að betra væri að nota skilvirkari aðferðir en svona hunda-show.
-
Heyrst hefur að "dílerar" sitji fyrir krökkum í kringum grunnskóla. Ég myndi ekki kvarta þó lögreglan gerði rassíur í grunnskólum. Þar eru börnin okkar, ólögráða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 20:56
Sæll Arnar, Mér finnst að við ættum að einbeita okkur að því að berjast gegn fíkniefnasölum en ekki notendum en þeir fóru ekki í skólann til þess að finna stóra krimma heldur litla notendur.
Þetta kallast hræðsluáróður og ef við horfum til evrópulanda og bandaríkjanna þá sjáum við að þannig áróður virkar ekki. Aftur á móti virkar fræðsluáróður. Auka fræðslu minnka hræðslu.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 11.2.2010 kl. 21:00
Sammála Birgi
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 21:01
Fræðslan á sér stað að mestu leyti löngu fyrr en í framhaldsskóla og það er fræðsla en ekki hræðsluáróður. Það er verið að vinna skilvirkt gegn fíkniefnasölum og lesum við allt að því daglega dæmi um það í blöðunum. Aðgerðin í dag var ekki gerð með þeim tilgangi að finna stóra krimma það liggur fyrir heldur var einmitt verið að gera þetta í forvarnaskyni eins og ég hef margbent á. Litlir notendur verða of fikninefnasalarþegar fram sækir EF þeir fá að gera sitt óáreittir, þetta vitum við og því var forvörnin meðal annars fólgin í að leyfa ekki ílgresinu að blómstra. Hræðsluáróður er allt annað og ekkert tengt þessu. Við skulum ekki vera að tala um Bandaríkin í sama mund og forvarnir, það á bara ekki við. Hvað varðar evrópu þá er staðan það mjög misjöfn og Bretar og Frakkar standa til að mynda muna verr en Hollendingar með allt sitt frelsi. Það er ekki út af því að skipulögð fræsðsla sé miklu meiri heldur sennilegast vegna opinar umræðu og ákveðins þroska í samfélaginu sbr. drykkjuvenjur/siði. Það er ekki heldur vegna þess að lög og reglur/refsingar séu minni hér við broti á lögum og reglum eða sýnileika lögreglunnar. Ein stór ástæða er sú að þetta eru fjölþættar aðgerðir með ákveðnum markmiðum með tilliti til aldur og umhverfis. Það er einmitt það sem var verið að gera í dag ein aðgerð í fjölþættum samhangandi verkefni.
kv. Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 21:31
Eitthvað kannast ég nú við þennan "vaðal "
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 21:38
Hún er afar athyglisverð, frásögn Jóhannesar Eyfeld um forvarnarstarf tiltekins starfsmanns í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Ég mæli með að þið kíkið á færslu Jóhannesar
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 23:15
Færsla Jóhannesar er HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 23:17
Gunnar: Hvað veistu um "svona hunda-show"? Gat ekki séð að neitt slíkt væri á ferð, þú hlýtur að hafa misskilið þetta- þetta var leit ekki sýning og......hvað veist þú um forsendurnar-ekkert?
Alltaf leitt þegar menn rjúka upp með fordóma og upphrópanir. Mér finnst þetta bara allt í lagi, viðskipti með fíkniefni eru einmitt grasserandi í skólum landsins, á ekkert að láta þetta sölulið í friði, frekar en neytendur. Það þarf samt ekki að útiloka aðrar forvarnir enda er það ekki gert, þarf bara að spýta í lófana á öllum sviðum frekar.
Hanna Arnorsdottir (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 23:20
Nokkuð til í þessu Gunnar, þetta var "show" að sumu leiti. Ég skildi þetta þannig að skólinn væri að leggja áherslu fíkniefnalaust umhverfi. Við megum ekki segja að notkun sé ok í skólunum. Fyrir mér eru innflytendurnir, sölumennirnir og neytendurnir ekki vandamálið. Afleiðingar neyslunnar er stóra málið, ef þú ert fíkill þá ertu fíkill. það neyðir þig enginn til að byrja, hver og einn ber algjörlega ábyrgð á eigin lífi. það er átján ára ábyrgð á börnunum okkar, og þar spila foreldrar stærsta hlutverkið (því lýkur ekki er börnin fá pláss á leikskóla). Fræðsla og aftur fræðsla er það sem virkar best, hvernig ætlar þú að ráðstafa þínu lífi. Svo er það spurningin hvað er dóp? Hvað gerir heróínfíkillinn er hann fær ekki skammtinn sinn? Jú hann fær sér whisky, það er það eina sem slær á mestu fíknina.
Hafþór (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 23:25
Hafþór, sammála þessu.
-
Ég er einnig sammála því að skilaboðin eiga að vera skýr:
Samfélagið "samþykkir" ekki dópneyslu.
Spurningin er einungis hvaða aðferðum er best að beita til að koma þeim skilaboðum áleiðis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 00:17
Arngrímur, þú ert greinilega ekki lögfræðingur og veist einstaklega lítið um mannréttindi. Eða þá að þú ert bara á móti þeim?
Hanna og Arnar. Vinsamlegast ekki gleyma því í ofstæki ykkar að það fannst EKKERT dóp í skólanum!!! Áður en þið haldið áfram að tala um hversu miklar forvarnir eru í því að fara með fíkniefnahunda í aðra skóla. Vissu kannski allir nemendurnir og kennararnir að löggan myndi mæta á svæðið? Það hlýtur að vera, annars hefði jú allt verið GRASSERANDI af dópi þarna í Tæknó Vonandi verður þetta til þess að allt þetta saklausa fólk sem mætir í þennan skóla til þess að læra verði framvegis sýknað en ekki dæmt fyrirfram, svona næst þegar einhver vitfirringur innan stjórnsýslu skólans ákveður að innsigla bygginguna og hefja fasíska leit á nemendaflórunni (ég biðst afsökunar á því ef það að nota orðið flóra hérna myndar hugrenningatengsl til kannabisefna hjá einhverjum vammlausum lesendum, því kannabis er jú jurt = flóra... ekki fá taugaáfall af ótta og senda lögguna á mig, takk)
Mér finnst persónulega svo langsótt að vera að gera svona leitir í framhaldsskólum, af öllum stöðum! Fólk er sko ekki að versla sitt dóp eða að neyta þess í fríkin skólanum! Nema í einhverjum fáheyrðum tilfellum, sem réttlæta ALLS EKKI leit af þessu tagi meðal almennings! Það er hellingur af fullorðnu fólki í námi þarna, og það hefur valið sér að læra og borga fyrir það. Það að vera með svona asnalegar grunsemdir um að slíkt fólk gangi líklega um með jónur í vasanum á skólatíma er svo bjánalegt að allir íslendingar ættu hreinlega að hengja haus í smástund í SKÖMM yfir þessu ástandi sem virðist ríkja í siðferði og gáfnafari hérlendis. Fólk einsog Hanna, Arnar og Arngrímur sem samþykkja þetta sem eitthvað sniðugt og frábært ætti að skammast sín extra mikið og lengi.
En ef þetta er svona sniðug hugmynd að láta fíkniefnahunda snusa af óuppgötvuðum glæpalýð = landsmönnum, þá ætti frekar að fara með hundana inná fjölmiðlana og að sjálfsögðu inní banka og fleiri stofnanir þarsem fólk í hörðum fíkniefnum heldur sig oftast (ekki sprautulið en oft ansi kólað), og láta leita í skápum og skúffum hjá því. Þá myndi ábyggilega eitthvað finnast og sóunin og tilgangsleysið með leitinni yrði ekki ALGJÖRT einsog reyndist í þessu tilfelli...
halkatla, 12.2.2010 kl. 00:25
Frábært innlegg hjá þér, pirrhringur,
Athyglisverð hugmynd að að fara með "hunda-showið" í bankana
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 01:02
Þessi umfangsmikla -með öllu árangurslausa- aðgerð lyktar af sýndarmennsku.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.2.2010 kl. 08:31
Æji ég samhryggist ykkur fyrir að vera þið... en auðvitað skil ég það því þið eruð frá Íslandi. Þá er eðlilegt að vera heimskur, það er staðalútbúnaður fyrir allt og marga. Mynduð ekki þrífast í upplýstum samfélögum, því miður.
Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:41
Þetta er leiðinda ávani hjá þér Arnar, að vera með svona. Ég veit þú getur miklu betur
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 12:04
Haha Arnar, Ad Homine dauðans.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 12.2.2010 kl. 12:53
Arnar:
er þetta ekki grín? Veist þú semsagt bara betur en allir en getur samt ekki rökrætt þetta.
Svona fólk eins og þú er óþolandi.
RIKKO, 12.2.2010 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.