14 mánuðir!

Það tók umhverfisráðuneytið 14 mánuði að komast að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun mátti ekki greiða kostnaðinn af nýju deiliskipulagi. Svandís segir að "Lögin sé alveg skýr" hvað þetta varðar.

Ef svo er, hvers vegna tók þá 14 mánuði að koma með úrskurðinn? Getur það verið að Svandísi finnist ekki nóg að synja staðfestingar skipulagsbreytingunum? Að með því að synja þessu strax, væri hún ekki að tefja málið nógu mikið?

Allir muna afgreiðsluna á SV-línunni til Reykjaness. Allt var gert til að tefja fyrir álversframkvæmdum í Helguvík og þvert ofan í álit Umhverfisstofnunar, þá taldi Svandís að ekki lægju fyrir nægilegar upplýsingar um málið til þess að hægt væri að fallast á að ekki þyrfti sameiginlegt umhverfismat á virkjun, línulagnir og álver.

Með framkomu sinni tókst umhverfisráðherra að tefja það mál um nokkra mánuði. Tilgangurinn er augljós, V-grænir vilja minnka áhuga erlendra fjárfesta sem vilja kaupa orku af okkur. Skilaboðin eru skýr: "Við viljum ekki erlenda orkukaupendur".


mbl.is Synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband