Ég var svekktari yfir jafnteflunum í mótinu heldur en þessu tapi. Frakkar eru einfaldlega með miklu betra lið og við áttum ekki okkar besta leik. Svona er þetta einfaldlega. En það yljaði mér um hjartarætur að sjá framgöngu Arons Pálmarssonar. Drengurinn er ekki nema 19 ára gamall og er þegar orðinn ótrúlega góður. Þar sjáum við arftaka Carabatic, ég fullyrði það.
Carabatic fék að skjóta á 7 metrum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Varnarmennirnir stigu ekki nægilega vel út á móti skyttunum en það er auðvelt að segja svona, sitjandi makindalega í sófanum. Í hornum og á línu eru topp menn sem einnig þarf að hafa gætur á. Og svo var vörn Frakka náttúrulega fáránlega góð með besta markvörð í heimi á bak við sig.
Ég hef fulla trú á því að við tökum Króata í leiknum um bronsið. Við erum með heimsklassa lið, bara ekki það besta. Titillinn í þeim efnum er frátekinn. Þjálfari Frakka sagði í gær að lið hans hefði spilað af 80% getu til þessa í mótinu.
Ég trúi honum eftir þennan leik.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Já ég tek undir með þér. Strákarnir okkar eru frábærir áttu bara ekki sinn besta dag.
Þeir eru stolt okkar
Kristinn (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.