Við þurfum að vinna Pólverja

Ef Ísland ætlar sér gull á EM þá þurfa þeir að vinna Pólverja, því þeir taka Króatana í undanúrslitunum. Ég hefði valið Frakka í undanúrslitin á móti okkur, frekar en Pólverjana. Þó Frakkar séu ógnar sterkir þá er ekki sami sprengikraftur í þeim og oft áður.

Eftir að hafa horft á leik Dana og Króata áðan, þá er ekki nokkur spurning í mínum huga að við erum betri en bæði þau lið. Leikur okkar gegn Noregi var samt ekkert sérstakur, en það dugði. Við þurfum að eiga betri leiki í undanúrslitum og þá sérstaklega varnarlega og þá kemur vonandi betri markvarsla í kjölfarið.

Ps. Það verður auðvitað að minnast á stórleik Arnórs Atlasonar í leiknum. Hann var stórkostlegur. Að skora 10 mörk utan af velli, auk a.m.k. fjögurra stoðsendinga gegn sterkum Norðmönnum, er frábært afrek.


mbl.is EM: Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem gerir Frakkana svo hættulega andstæðinga er vörnin hjá þeim. Þess vegna hefði ég frekar kosið Pólverja sem andstæðinga Íslands í undanúrslitum. Við erum líklega með besta sóknarliðið á mótinu, en Frakkarnir hafa vinninginn varnarlega.

Ég var að skoða tölfræðina í leik Frakka og Pólverja og tók eftir að Pólverjarnir fengu ekki eitt mark úr hraðaupphlaupi. Frakkar fengu fjögur.

Tölfræði í leikjunum í milliriðli I má sjá hér og í milliriðli II með því að smella hér. Smellið á upphrópunarmerkið (!) við hvern leik.

Theódór Norðkvist, 28.1.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta nafni. Þetta gæti reynst rétt hjá þér, Frakkarnir eru svakalegir í vörn, en það verðum við líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband