Ef Ísland ætlar sér gull á EM þá þurfa þeir að vinna Pólverja, því þeir taka Króatana í undanúrslitunum. Ég hefði valið Frakka í undanúrslitin á móti okkur, frekar en Pólverjana. Þó Frakkar séu ógnar sterkir þá er ekki sami sprengikraftur í þeim og oft áður.
Eftir að hafa horft á leik Dana og Króata áðan, þá er ekki nokkur spurning í mínum huga að við erum betri en bæði þau lið. Leikur okkar gegn Noregi var samt ekkert sérstakur, en það dugði. Við þurfum að eiga betri leiki í undanúrslitum og þá sérstaklega varnarlega og þá kemur vonandi betri markvarsla í kjölfarið.
Ps. Það verður auðvitað að minnast á stórleik Arnórs Atlasonar í leiknum. Hann var stórkostlegur. Að skora 10 mörk utan af velli, auk a.m.k. fjögurra stoðsendinga gegn sterkum Norðmönnum, er frábært afrek.
![]() |
EM: Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 947172
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Steingrímur Hermannsson og "Bókun 35"
- Áróðurs fjölmiðillinn RÚV
- Veldur gervigreind geðrofi og takmarkaðri sýn á heiminn
- Misheppnuð verkstjórn
- Viðtal við heilbrigðisráðherra bandaríkjanna RFK Jr.
- Sjaldan veldur einn er tveir deila
- Hver er bólusetningastaða þeirra greindu og látnu?
- Líklega það versta sem minningu Washingtons hefur verið gert !
- Svissneska kvennaliðið í fótbolta, góðar eða lélegar!
- Þá sem ekki þekkja söguna er auðvelt að hrekja af grunninum.
Athugasemdir
Það sem gerir Frakkana svo hættulega andstæðinga er vörnin hjá þeim. Þess vegna hefði ég frekar kosið Pólverja sem andstæðinga Íslands í undanúrslitum. Við erum líklega með besta sóknarliðið á mótinu, en Frakkarnir hafa vinninginn varnarlega.
Ég var að skoða tölfræðina í leik Frakka og Pólverja og tók eftir að Pólverjarnir fengu ekki eitt mark úr hraðaupphlaupi. Frakkar fengu fjögur.
Tölfræði í leikjunum í milliriðli I má sjá hér og í milliriðli II með því að smella hér. Smellið á upphrópunarmerkið (!) við hvern leik.
Theódór Norðkvist, 28.1.2010 kl. 21:39
Takk fyrir þetta nafni. Þetta gæti reynst rétt hjá þér, Frakkarnir eru svakalegir í vörn, en það verðum við líka
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.