Ef Ísland ætlar sér gull á EM þá þurfa þeir að vinna Pólverja, því þeir taka Króatana í undanúrslitunum. Ég hefði valið Frakka í undanúrslitin á móti okkur, frekar en Pólverjana. Þó Frakkar séu ógnar sterkir þá er ekki sami sprengikraftur í þeim og oft áður.
Eftir að hafa horft á leik Dana og Króata áðan, þá er ekki nokkur spurning í mínum huga að við erum betri en bæði þau lið. Leikur okkar gegn Noregi var samt ekkert sérstakur, en það dugði. Við þurfum að eiga betri leiki í undanúrslitum og þá sérstaklega varnarlega og þá kemur vonandi betri markvarsla í kjölfarið.
Ps. Það verður auðvitað að minnast á stórleik Arnórs Atlasonar í leiknum. Hann var stórkostlegur. Að skora 10 mörk utan af velli, auk a.m.k. fjögurra stoðsendinga gegn sterkum Norðmönnum, er frábært afrek.
![]() |
EM: Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Iceland Fashion Week 2025
- Jórsalaferðir Íslendinga - herferðir eða pílagrímaferðir?
- Ivermectin er oft viðurkennt sem annað undralyf á eftir pensilíni - fyrir að hafa mest áhrif á heilsu manna. Og uppgötvun þess hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2015. En tilvist þess ógnaði 200 milljarða dollara bóluefnafyrirtæki.
- Hvaða flokkur á norska þinginu væri líklegastur til að VILJA STANDA VÖRÐ UM KRISTIN GILDI OG HJÓNABAND KARLS OG KONU?
- Leiðir í ljós hvers vegna þurfti að eyða ívermektíni. Ívermektín er oft talið næst á eftir penisillíni hafa mest áhrif á heilsu manna. Og uppgötvun þess vann Nóbelsverðlaunin árið 2015. En tilvist þess ógnaði 200 milljarða dollara bóluefnisfyrirtæki.
- Heiða Björg fær ,,Marshallhjálp !
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
- Friður er tabú
- Sextán af 18 hringormslirfum greindar að Keldum 2004 til 2020 voru P. decipiens (89%), tvær lirfur voru af tegundinni Anisakis simplex (11%). Aldur hinna smituðu var allt frá því að vera börn á bleyjualdri upp í fólk á níræðisaldri
- Tíska : Karlmannalína PROENZA SCHOULER
Athugasemdir
Það sem gerir Frakkana svo hættulega andstæðinga er vörnin hjá þeim. Þess vegna hefði ég frekar kosið Pólverja sem andstæðinga Íslands í undanúrslitum. Við erum líklega með besta sóknarliðið á mótinu, en Frakkarnir hafa vinninginn varnarlega.
Ég var að skoða tölfræðina í leik Frakka og Pólverja og tók eftir að Pólverjarnir fengu ekki eitt mark úr hraðaupphlaupi. Frakkar fengu fjögur.
Tölfræði í leikjunum í milliriðli I má sjá hér og í milliriðli II með því að smella hér. Smellið á upphrópunarmerkið (!) við hvern leik.
Theódór Norðkvist, 28.1.2010 kl. 21:39
Takk fyrir þetta nafni. Þetta gæti reynst rétt hjá þér, Frakkarnir eru svakalegir í vörn, en það verðum við líka
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.