Betra liðið tapaði stigi

Úr því sem komið var, þá var frábært að fá stig úr leiknum. Reyndar held ég því fram að tékknesku dómararnir hafi fært Króötum stig á silfurfati á lokamínútum leiksins með því að reka Íslendinga útaf fyrir litlar sakir og vítaköst að auki. Og svo fengu Króatar að hanga alltof lengi á boltanum síðustu mínútuna.

En hvað um það, í sjálfu sér ágæt úrslit og framhaldið er í okkar höndum. Við þurfum ekki að stóla á aðra í baráttunni að komast í undanúrslit.

Liðið í heild var að spila frábærlega en er ekki kominn tími á Sturlu Ásgeirsson? Mér finnst hann frábær leikmaður og við þurfum allar hendur á dekk.


mbl.is Jafntefli gegn Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki í fyrsta sinn né seinasta sinn sem dómararnir gera þetta gegn Íslandi.

Trúlaus (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekkert nema sigur sæmir norrænum hetjum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2010 kl. 17:33

3 Smámynd: ThoR-E

algjörlega sammála.

dómararnir færðu króötum stigið á silfurfati.

en þrátt fyrir það, stig gegn króötum sem eru eitt besta liðið í heiminum er alls ekki slæmt. En maður er samt soldið spældur því mér finnst okkar lið hafa verið betri 90% af leiknum.

Bara síðustu mínúturnar, síðustu 15-20 mín í seinni hálfleik að þá hleyptum við króötunum of nærri. Það og spes dómar komu þeim aftur inn í leikinn.

En allavega, stig úr þessum leik og ágætis staða í milliriðlinum.

áfram æsland!

ThoR-E, 25.1.2010 kl. 18:58

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hefði verið óhætt fyrir Króata að pakka saman og fara heim ef þeir hefðu ekki náð jafntefli eftir dómgæslu á borð við þessa í dag.

Árni Gunnarsson, 25.1.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband