Blótað var á Reyðarfirði á föstudagskvöldið í íþróttasal grunnskólans. Þetta er eitt elsta þorrablót landsins og var númer 92 í röðinni. Fyrstu blótin voru haldin í fyrra stríði og einungis 2-3 blót hafa fallið niður, en það mun hafa verið í báðum heimstyrjöldunum.
Ég fékk þann heiður, ásamt Hjördísi Helgu Þóroddsdóttur, að syngja "Nefndarvísurnar" þetta árið og erum við söngfuglarnir lengst til hægri á myndinni. Nefndarvísurnar eru grínkveðskapur um nefndarfólkið, en það samanstendur af 16 pörum, 7 hjónum og tveimur einhleypingum.
Þorrablótsnefndin sér um "Annál ársins", með leik og söng. Hermt er eftir og gert góðlátlegt grín að þorpsbúum og helstu atburðir raktir. Alveg ómissandi menningarviðburður sem ég læt ekki fram hjá mér fara.
Að annálnum loknum, tilkynnir fráfarandi nefnd, hina nýju nefnd nærsta árs og mikill spenningur ríkir í salnum um það hverjir verða fyrir valinu.
Flokkur: Menning og listir | 24.1.2010 (breytt kl. 12:20) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar orð fá verðlaun en árangur fær þögn
- 14.ágúst 1941 og 18.ágúst 2025
- Fræðileg sniðganga hjálpar engum
- Sprenging í POTS, stjórnvöld bera 100% ábyrgð
- Kubbað í kennaranámi
- Gefum okkur að hann Snorri í Betel fengi að vera alvaldur hér á jörðu og bæði rússar og úkraínubúar þyrftu að una hans Salomonsdómi, hvar myndi hann "DRAGA LÍNU Í SANDINN" til að sætta þessar landamæradeilur?
- Dýr og börn í HÍ samkvæmt rektor Háskóla Íslands
- Hvar er könnunin?
- ESB-Evrópa betlar Trump um meira stríð
- Ruslið þrifið – og svo boðið í bíltúr
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Ný tillaga um vopnahlé
- Fjórða dauðsfallið í skógareldunum á Spáni
- Trump útlokar aðild Úkraínu að NATO
- Getur bundið enda á stríðið fljótlega ef hann vill
- Pútín hlynntur verndartryggingu fyrir Úkraínu
- Mikill fjöldi Ísraela mótmælir stríðinu
- Pantaði tíu gáma í stað tíu kassa
- Engin banaslys í heilt ár
Athugasemdir
Til Hamingju með heiðurinn, bróðir.
Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:56
Takk fyrir það
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 20:15
Varstu semsagt kosinn í þorrablótsnefnd?
Offari, 24.1.2010 kl. 20:27
Nei, við hjónin vorum í nefnd fyrir 10 árum síðan, en það gæti farið að styttast í að við verðum kosin aftur. Það líða að jafnaði 10-15 ár á milli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.