Það er engin ástæða til að láta þessa hluti pirra sig, Óli. Margir segja að liðið hafi leikið skelfilega illa en samt erum við taplausir eftir tvo leiki í erfiðustu handboltakeppni veraldar!
Aðeins meiri geðveiki og þá kemur þetta, strákar! Það eru litlar líkur á svona leikjum þrisvar í röð.
Koma so!
Ólafur Stefánsson: Pirraður, sár og svekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ný stjórn, skoðum hana:
- Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
Athugasemdir
Þeir segja það nú strákarnir að svona jafntefli virki verr en tap.
Líkurnar eru nánast engar á því að þetta komi fyrir tvisvar. Hvað þá þrisvar eins og þú segir.
En það er bara einn leikmaður sem er að spila af fullri getu. (Arnór Atlason) og margir langt undir getu (Ólafur, Logi, Snorri Steinn ofl) Það er mikið áhyggjuefni.
Már (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 13:50
Við höfum ekki tapað leik og getum enn unnið riðilinn. Hefðum þurft að vinna Dani hvort eð er til að eiga raunhæfa möguleika í milliriðlinum. Þannig að á laugardag er komið að stóru stundinni og ekkert alvarlegt hefur í raun tapast ennþá. 'Ahyggjuefnið nr. 1 finnst mér hins vegar vera þjálfarinn sem treystir engum nema byrjundarliðinu. Snorri og Ólafur eru augljóslega þreyttir báðir. Ólafur, einn besti handboltamaður heimsins, er 36 ára og þarf hvíld inn á milli. Hann skoraði 7 mörg í gær en manni virtist samt á stundum sem hann væri hreinlega að hvíla sig í sókninni. Snorri hefur líklega verið orðinn þreyttur eftir hina miklu keyrslu í æfingaleikjunum. Emn hvers vegna fá Ásgeir Örn, Aron Pálma, Logi Geirs og Sturla Ásg engin tækifæri. Hætta við að spila alltaf með sama liðið er ekki bara það hve menn þreytast heldur að andstæðingarnir eiga þá miklu betur með að "lesa" liðið og læra kerfi þess. Guðmundur verður nú að sýna kjark og gefa fleiri leikmönnum séns. Hvers vegna annars að vera að taka svona stóran hóp með?
andreas (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 14:15
Það var fyrirfram vitað að Logi, Aron og Sturla yrðu hvíldir í þessum tveim leikjum. Enda áttum við að vinna þessa 2 leiki með nákvæmlega þessum mannskap sem spilaði leikina. Við þurftum svo að eiga Loga og Aron hvílda og án þess að danir væru búnir að sjá mikið af þeim þegar við spiluðum við þá á morgun. Eins konar leinivopn okkar.
En við munum sjá mikið af þeim á morgun, Loga þá í skyttustöðunni vinstra megin og Arons sem leikstjórnanda.
S. Lúther Gestsson, 22.1.2010 kl. 15:55
Við skulum halda áfram við að sinna þeirri skyldu okkar að styðja þessa pilta sem hafa verið stolt okkar og hafa gefið alþjóðasamfélaginu betri og jákvæðari ímynd af þjóðinni en margir þeirra sem hafa verið á launum hjá okkur.
Við skulum taka þátt í þessu með því að gleðjast með þeim þegar vel gengur og láta af þeim ósíð að yfirheyra þá eins og sakamenn þegar við teljum þá hafa bruðgist væntingum okkar.
Þegar atburðir á borð við þá sem nú hafa orðið að umræðuefni eigum við að sýna þeim stuðning en láta þá um að vinna úr næsta verkefni.
Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 16:54
Heyr! Heyr! Árni. Þetta er rétti andinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 18:00
Sammála því að auðvitað stöndum við með okkar mönnum og hvetjum þá til dáða. Það er ekki rætt um annað en handbolta núna, hvar sem maður kemur. Isecave blessunarlega ekki á dagskrá. Þetta eru frábærir drengir og hafa skemmt okkur ótrúlega á liðnum árum. Stórlið Svía féll úr keppni í dag eftir þrjá tapleiki. 'Island enn taplaust og á enn möguleika á að vinna riðilinn, en létt verður það auðvitað ekki. Ekkert nema sterk lið þarna en á morgun eru mótherjarnir sjálfir Evrópumeistararnir. Hef fulla trú á okkar mönnum samt. Áfram Ísland!
Andreas (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.