Eini skandallinn í þessum leik, fyrir utan nýju (gömlu) reglurnar hjá dómurunum, var lýsing Adolfs Inga á leiknum. Það á að gefa Dolla litla rauða spjaldið fyrir svona skammarlega frammistöðu.
"Hvað ætlar Óli að gera núna!", sagði hann í gremjulegum tón, eftir að Ólafur Stefánsson hafði gert tvenn mistök í leiknum með stuttu millibili. Í viðtalinu eftir leik spurði hann Ólaf hvers vegna hann næði sér ekki á strik. Hverslags spurning er þetta eiginlega! Óli svarði snilldarlega og sagði að hann þyrfti að horfa á leikinn aftur, "Ég skoraði 7 mörk í leiknum, auk stoðsendinga. Hvað viltu eiginlega að ég geri? Skori 10 mörk í 9 skotum?!"
Adolf Ingi hefur ekkert vit á handbolta og hefur aldrei haft. Hann á að einbeita sér að samkvæmisdönsum eða sundballett, líkt og fyrrum kollegi hans, Ingólfur Hannesson gerði. þar er hann á heimavelli..... þessi kelling
Þessi leikur skiptir sennilega engu máli í sambandi við milliriðlana. Yfirgnævandi lýkur eru á því að þetta jafntefli dugi okkur áfram. Til að svo verði ekki, þurfa Austurríkismenn og Serbar að gera jafntefli og við að tapa fyrir Dönum með sex mörkum eða meira.
Það er hins vegar bráðnauðsynlegt að vinna Dani á laugardaginn, ef við ætlum okkur í krossspilið í fjórðungsúrslitunum.
Klúðruðu stigi í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
- Það er rétt að halda til haga SPURNINGUM ATVINNULÍFSINS TIL FORMANNA HELSTU FLOKKA Á ALÞINGI.
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Íslandi
- Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu
- Derrick mættur á svæðið
- Samfylkingin gegn Suðurkjördæmi
- Herratíska : CORNELIANI í veturinn 2024
- Horfir á með "hryllingi"
Athugasemdir
Sammála
http://www.youtube.com/watch?v=nUFBiFYCMdo
Alveg þroskaheftur gaur.
gunnar (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 23:09
Sammála. Þetta viðtal var ekki bara Adolf Inga til skammar heldur Stöð 1. Mannasiðir er lágmarks krafa í viðtölum við mennina sem leggja allt sem þeir eiga í þessa keppni og rúmlega það.
Þetta rifjar líka upp viðtalið við Snorra Stein eftir að vítið var varið.
Báðir svöruðu þeir eins og efni stóðu til.
Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 23:20
Já þetta er til skammar. Ég gat ekki hlustað á Íslensku lýsinguna, sem betur fer, en sá og heyrði viðtölin. Hvern telur hann sig vera að dæma?.
Þessi leikur mun að öllum líkindum ekki telja gegn okkur og því ber okkur að lyfta strákunum upp fyrir komandi átök gegn Dönum. Ef þessi leikur verður til þess að við svíðum Dani, þá er tilgangnum náð og rúmlega það.
Andrés Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 23:31
Nei þetta er smá rétt hjá Dolla. Einn besti leikmaður heims skeit þarna á sig í lokin. Ég meina skref?!!!
Hvað tók Óli annars mörg skot? (það hefur allt að segja varðandi frammistöðuna)
p.s. Fylgist lítið með, horfði aðeins á lok leiksins, hverjar eru nýju (gömlu) reglurnar hjá dómurunum?
Ari (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 00:33
Það á að senda Adolf Inga heim í hvelli - því miður hefur hann ekkert
vit á handbolta.
ÁFRAM ÍSLAND
GB (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 00:57
Vildi óska þess að hægt væri að skrúfa niður í íþróttafréttamönnum til að geta notið þess að horfa á leik.
Benedikt Halldórsson, 22.1.2010 kl. 02:19
Ari, ef fjölmiðlaumræðan á Íslandi á að leggja áherslu á niðurrifssstarfsemi, þá höfum við ekki rétta á að kalla okkur "handboltaþjóð".
Ég er ekki að segja að ekki megi gagnrýna liðið eða einstaka leikmenn fyrir slaka frammistöðu, en þá verður sú gagnrýni að hafa einhverja innsýn í handboltann. Menn verða að hafa vit á því sem verið er að gagnrýna.
-
Í þessum leik gerði Óli fleiri mistök en hann gerir að meðaltali í leik og þar af ein á örlagaríku augnabliki. En Óli gerði líka fleiri mörk í leiknum en hann hefur gert að meðaltali landsleik, auk stoðsendinga o.fl.
-
Varðandi skrefið sem dæmt var á hann í lokinn.... ég held að þetta hafi ekki verið skref. Óli hikaði aðeins með boltan, en það má
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 07:00
Annað dæmi um lélega fagmennsku Adolfs var þegar hann spurði Snorra Stein eftir Serbaleikinn, bjánalegra og barnalegra spurninga um vítakastið, nokkrum andartökum eftir að leiknum lauk.
-
"Hvað skeði í vítinu?"!!!....
Hvernig svar bjóst mannvitsbrekkan við að fá?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 07:06
Ég skil bara ekki afhverju það er ekki búið að reka þennan sauð.
Þetta er RÚV til skammar
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 14:27
Nú er ég forvitin um þessi viðtöl.
Vitiði hvar er hægt að nálgast þau?
snorri (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:57
Snorri, það ætti að vera hægt að nálgast þessi viðtöl á RUV.is, en sennilega mun stofnunin reyna að fela þetta af skömm.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2010 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.