Tek undir með Birgittu

referendumÉg viðurkenni það fúslega að ég vil þessa ríkisstjórn burt. Ég tel að forsætisráðherra sé ekki starfi sínu vaxinn og að skattastefna stjórnarinnar stórskaði efnahag þjóðarinnar, auk þess sem ríkissjóður mun ekki fitna af þeirri stefnu.

En ég tel það varasamt að ganga að því gefnu að annaðhvort forseti eða ríkisstjórn þurfi að fara frá vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef slíkt yrði regla, væru það hömlur á það beina lýðræði sem margir mæra um þessar mundir.

Það þarf hins vegar að setja skýrar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur, m.a. hvað þurfi til, til þess að hún verði kölluð fram. Mér finnst sjálfsagt að undanskilja skattamál og fjárlög frá þessari lýðræðisaðferð.

P.s. Minni á könnun hér til hliðar


mbl.is Réttum skilaboðum sé komið á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband