Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Jón Ásgeir á Íslandi

Samfylkingin, taglhnýtingur fjölmiðlasamsteypu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, mun aldrei getað þvegið sig af þeim almannarómi að hafa verið keypt með húð og hári af götustráknum.

IcelandDM_470x275


mbl.is Hverjir hafa mest áhrif í fjölmiðlum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málpípa Samfylkingarinnar

crop_260xÞað er með ólíkindum að fjölmiðlar skuli leita til Einars Mar Þórðarsonar sem hlutlauss álitsgjafa. Afhverju spyrja þeir ekki Hannes Hólmstein?

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er holdgerfingur "vinstri slagsíðu" í fjölmiðlun. En holdgerfingarnir hafa verið fleiri og má þá í fljótu bragði nefna þau Björgu Evu Erlendsdóttur og Jóhann Hauksson. Vinstrimenn hafa oft haldið því fram að fjölmiðlum sé stjórnað af hægrimönnum. Það má vel vera, en það kemur þó ekki eins áberandi fram í fréttamatreiðslunni og þegar vinstrimenn eru annars getfilevegar.

Bjorg_Eva_Erlendsdottir2

Ofangreindir fréttamenn hafa oft verið til vandræða á vinnustöðum sínum vegna þess hversu "litaður" fréttaflutningur þeirra hefur verið.

Man einhver eftir fréttamanni sem hægt er að stimpla sem hægrimann, út frá matreiðslu hans á fréttum, eftir að flokksblöðin liðu undir lok? Ekki ég.


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært lið af Héraðinu

Mér fannst Héraðs-stubbarnir bera af í þessari keppni.

Segið svo að ég sé þjakaður af hrepparíg! Grin 


mbl.is Var Víga-Styrs saga rétt svar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheiðarlegur lengi?

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir Hreinsun á sér stað á ST2 virðist vera. Sigmundur Ernir látinn fjúka og þá segir hann: "Frjáls undan oki auðjöfra". Með þessu er hann að segja að hann hafi ekki verið 100% heiðarlegur gagnvart almenningi í starfi sínu sem fréttamaður á stöðinni. En nú er hann sem sagt frjáls og getur því væntanlega óheftur sagt okkur almúganum hvernig tjáningafrelsi hans var haldið í skefjum á meðan hann var á launum hjá auðjöfrunum.

Koma svo, Sigmundur!


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband