Færsluflokkur: Vefurinn
Árið 1994 var ég á frystitogaranum Snæfugli SU 20 hér á Reyðarfirði. Túrarnir voru um 30 daga langir og fríin voru að sama skapi löng þegar þau gáfust. Ég var ákveðinn í því að fá mér eitthvert nýtt hobbí og hafði rennt hýru auga til kajakróðurs í dálítinn tíma. En ég var líka spenntur fyrir að fá mér tölvu með internetaðgangi, sem þá var rétt að byrja hjá almenningi.
Áður en ég tæki ákvörðun um hvort það yrði tölva eða kajak, ákvað ég að fara á kajaknámskeið hjá kajakklúbbi Norðfjarðar sem þeir héldu í sundlauginni þar. Ég hafði einhversstaðar lesið að nauðsynlegt væri að geta snúið sér á réttan kjöl, án þess að fara úr kajaknum ef hann ylti. Í stuttu máli þá lærði ég það á námskeiðinu að ég var fjarri því að ná tökum á þessu.... svo ég keypti mér tölvu.
Ég var fyrstur Reyðfirðinga að fá mér internetaðgang hjá íslenskri netveitu, Eldhorni á Hornafirði, en þó hafði einn mikill tölvugúru, Arnór Baldvinsson, sem nú býr í Texas USA, haft netaðgang hjá erlendu fyrirtæki í gegnum gerfihnött. Á öllu Austurlandi var ég sá sjötti í röðinni. Ég man að einhverjir gerðu góðlátlegt grín að mér fyrir vikið og töldu þetta vera ómerkilegan og dýran leikaraskap.
Þegar ég hafði verið tengdur í nokkrar vikur og kom um borð eftir fríið, sagði ég félögum mínum frá þessu stórmerkilega undri og fræddi þá um möguleika fyrirbærisins. Flestir voru fullir áhuga en vantrú og jafnvel vorkunsemi skein þó úr augum sumra. Nokkrum mánuðum seinna reyndi ég að fá útgerðina til þess að netvæða okkur um borð og sendi beiðni bréfleiðis þess efnis. Ég benti á að nota mætti tenginguna m.a. til þess að sækja sér menntun. Beiðninni var hafnað á þeirri forsendu að þetta væri of dýrt.
Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 5.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var að ná mér í uppfærslu á Explorernum og sá þá nýjan fídus en hann er sá að nú er hægt að velja eitthvert orð á netsíðu, segjum t.d. pizza og þá kemur lítið icon sem maður smellir á. Þá opnast gluggi og þar getur maður valið "Live search maps" og þá kemur upp kort af næsta pizzustað.
Ég prófaði á mbl.is orðið grásleppuvertíð, en sleppti vertíð til þess að athuga hvar ég fengi grásleppu. Þá kom upp kort af bænum Graslupp í Austurríki
Vefurinn | 20.5.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú má búast við að sorakjaftarnir í bloggheimum fái öryggiskennd í kjölfar þessa sýknudóms. Nú verður allt látið flakka.
Sýknaður af ummælum í bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 29.1.2009 (breytt kl. 17:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Það berast reglulega fréttir af fólki sem lendir í vandræðum vegna upplýsinga um það á netinu. Stundum vegna ljósmynda sem "leka" á netið, en einnig oft vegna hluta sem fólk setur þangað sjálft, með fullri vitund og vilja.
Sumir eru hræddir við að allar upplýsingar sem hægt er að finna um þá á netinu, verði notað gegn þeim. Slíkum einstaklingum hlýtur að líða illa því þeir verða eiginlega bara að einangra sig á bak við luktar dyr, draga fyrir gluggatjöldin og taka símann úr sambandi.... ef þeir ætla að vera alveg öruggir.
Ef hægt er að finna eitthvað misjafnt um alla, þá hættir það að vera hættulegt. Er þá ekki bara best að allir setji nektarmyndir af sér á netið eða skandaliseri á einhvern hátt í netheimum? Þar með þurfum við ekki að hafa áhyggjur af upplýsingaógninni.
Bera sig á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 13.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef maðurinn vinnur 8 stunda vinnudag, 5 daga vikunnar, þá hefur hann skoðað eina síðu á 6,6 sekúndna fresti og notað til þess kaffi og matartíma líka. Þetta hlýtur að vera innsláttarvilla í fréttinni. 780.000 síður !!
Klám er ódýrara en stefnumót!
Það er ekkert mál að koma í veg fyrir að fólk skoði klám á netinu.
Horfði 780 þúsund sinnum á klám í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 2.5.2008 (breytt kl. 12:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir nokkrum árum voru öll tölvublöð uppfull af fréttum um að veraldarvefurinn væri að springa. Margir málsmetandi tölvufræðingar sögðu að hugsanlega myndi netið líða undir lok, því tæknilegir örðugleikar vegna mikillar netumferðar væru svo miklir að ekki fengist við neitt ráðið.
Auðvitað hafði ég, efasemdarmaðurinn, litlar áhyggjur af þessu og var alltaf sannfærður um að þetta væri bara enn ein dómsdagsspáin. Ég hafði rétt fyrir mér, en það ætti svo sem ekkert að koma neinum á óvart sem les þetta blogg mitt.
Margir nota netið til að eiga samskipti við fólk í frístundum. Rómantíkin var fljót að nýta sér tæknina og sennilega eru ófá hjónaböndin sem orðið hafa til vegna netsins. Ég þekki til slíkra hjónabanda.
Vefurinn á byrjunarstigi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 30.4.2008 (breytt kl. 12:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946000
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- Ný ríkisstjórn mynduð