Færsluflokkur: Tónlist
Ég spilaði þennan vínil í drasl á árunum um og fyrir 1980. "Father and son" var í miklu uppáhaldi hjá mér.
![]() |
Cat Stevens aftur í sviðsljósið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 17.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (70)
Þetta eru tónleikar sem ég ætla ekki að láta fram hjá mér fara. Ég hef einu sinni séð Tull á tónleikum en það var á Akranesi 1993. Ég er svo heppinn að sonur góðs vinar míns sér um utanumhald þessa magnaða listviðburðar og ég er því nokkuð öruggur um að fá miða.
Hér fer Anderson á kostum með þverflautuna.
![]() |
Miðarnir rokseljast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 20.7.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flestir kannast við hið fallega lag "Oh, Danny Boy", en sennilega eru heldur færri sem þekkja lagið með íslenskum texta Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra og alþingismanns, en þá heitir lagið "Nú ertu fjarri". Árni Mathiesen "dýralæknir", er tengdasonur Friðjóns og Þórður Friðjónsson, kauphallarstjóri, er sonur hans. Textan samdi Friðjón til unnustu sinnar þegar hann var við nám erlendis. Afskaplega hugljúfur og rómantískur texti og hæfir laginu vel. Upphaflegt nafn lagsins og texti var annað en ég man bara ekki hvað. Gaman væri ef einhver myndi það. Lagið er írskt.
Kvartettinn Leikbræður, sem vinsæll var á sjötta áratug síðustu aldar, söng þetta lag inn á hljómplötu og naut það mikilla vinsælda á árunum í kringum 1955. Friðjón söng 2. bassa í kvartettnum, bræðurnir Ástvaldur og Torfi Magnússynir sungu 2. tenór og 1. bassa, og 1. tenór söng faðir minn, Gunnar Einarsson. Þess má geta að Ástvaldur er faðir Þorgeirs Ástvaldssonar, hins kunna útvarpsmanns. Friðjón lifir leik og söngbræður sína alla, kominn vel á níræðis aldur.
Kvartettinn Leikbræður, frá vinstri: Við píanóið er Gunnar Sigurgeirsson, Gunnar Einarsson, Ástvaldur Magnússon, Torfi Magnússon og Friðjón Þórðarson. Carl Billich útsetti flest laga Leikbræðra, sérstaklega fyrir þá.
Leikbræður eiga tvö lög í spilaranum hér hægra megin á bloggsíðunni, "Nú ertu Fjarri" og "Óli Lokbrá".
Nú ertu Fjarri
Nú ertu fjarri drottning minna drauma
Og dægrin líða sviplaus framhjá mér.
Ég horfi yfir hafsins bláu strauma,
Því hjarta mitt er bundið einni þér.
Og þegar andar aftanblærinn mildi
Og aldan ljóðar grænni ströndu hjá,
Hve sæll og glaður vitja þín ég vildi
Og vera hjá þér allar stundir þaðan frá.
Tónlist | 30.6.2009 (breytt 1.7.2009 kl. 01:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjölbreytt efnisval eins og hjá Sinfóníuhljómsveitinni er til fyrirmyndar og til þess fallið að laða að fólk úr öllum áttum.
Enginn grætur Íslending
einann sér og dáinn
Þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn
Ég mætti á mína fyrstu söngæfingu í vetur hjá kirkjukór Reyðarfjarðar í gærkvöldi og verkefnavalið er fjölbreytt að vanda. Fyrri klukkutímann var æft fyrir messu næsta sunnudag og þann seinni þrjú af þeim lögum sem við munum flytja í vetur, m.a. á Myrkum músíkdögum í nóvember. Að ofan er texti Jónasar Hallgrímssonar við lag Hróðmars I. Sigurbjörnssonar sem við æfðum. Mjög skemmtileg útsetning, að hluta einraddað, að hluta í fimmundarsöng milli karlraddanna og svo hefðbundið fjórraddað. Takturinn er eins og Dilly kórstjórinn okkar lýsti honum, eins og að detta um skóreimar sínar á göngu. Skemmtileg samlíking.
Við höfum á undanförnum árum sungið nokkur lög frá Afríku og það er feikilega skemmtileg kórmúsík. Í gærkvöldi æfðum við lag sem heitir Aya Ngena (Zulu traditional) , frábær hljómur sem fær mann til að brosa og dilla sér.

![]() |
Austrænn keimur og partý |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 2.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bubbi er sennilega afkastamesti lagahöfundur þjóðarinnar og þó víðar væri leitað. En magn er ekki sama og gæði eins og segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við um Bubba. Það verður þó að viðurkennast að hann á nokkur prýðislög sem fyrir löngu eru orðin þjóðareign, en hann hefði mátt vera metnaðargjarnari í plötuútgáfunni og ef hann hefði látið gossa í glatkistuna um 80-90% þá væri hægt að bera virðingu fyrir honum sem listamanni.
En "hann er vinsæll og veit af því" og hann selur manna mest af tónlist "hér á landi á". Hann á sér stóran aðdáendahóp en enginn er eins dyggur dýrkari og Óli Palli. Svo mikil er aðdáun hans á Bubba að ég væri bara hálf smeikur við hann í sporum Kóngsins.
Bubbi hefur hringlað með tónlistarstíla frá upphafi og hörðustu fylgismenn hans vilja meina að það beri vitni um snilli hans og fjölbreytni. Öðrum finnst það subbu og tilgerðarlegt. Ég er í síðarnefnda hópnum.
Textarnir hans eru undantekningarlaust hreint afleitir þó hugmyndirnar á bak við þá séu oft og tíðum ágætlega frjóar. En Bubbi er bara ekki orðsins maður. Gúanótextar geta alveg staðið fyrir sínu en þeir verða þá að falla að laginu en ekki vera þannig að maður þurfi að vera á harðahlaupum yfir orðin svo þau komist fyrir í laglínunni.
Yfirlýsingar hans um hitt og þetta halda aldrei vatni hjá honum og það sem er prinsipp mál hjá Bubba í dag, er það ekki endilega á morgun. Frægt er þegar hann lýsti því yfir að honum dytti aldrei í hug að selja sig í auglýsingar en varð svo ein mesta mella íslenskrar tónlistarsögu hvað það varðar. Hvernig var aftur Hagkaupstextinn í fyrstu auglýsingunni hans? Ég man það ekki nema að hann var sprenghlægilegur.
![]() |
Bubbi hefur gert betur en á Konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 26.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 946828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig gat þetta gerst?
- Leikhús fáránleikans. Hver vill búa þar?
- Fyrri hluti apríl 2025
- Þjóðaröryggi Íslands fórnað fyrir stríðshagsmuni Evrópu ...
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Heilagir hundar, perlur og svín
- Sérstakt hjá Þorgerði
- Einhverfufaraldurinn
- UM ÁSTAND LEIGUBIFREIÐA.......
- Vegið að námsárangri
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Tryggir áframhaldandi leigu á þyrlum Gæslunnar
- Gæsluvarðhald framlengt um þrjár vikur
- Erfiðara að uppfylla lögboðið hlutverk
- 25-35 ný störf skapast með nýjum verslunarkjarna
- Móðirin var einnig send á spítala
- Sjúkratryggingar leggja stein í götu fyrirtækisins
- Stefna stjórnvalda kyndi undir húsnæðisverð
- Hætta að nota Flatahraun fyrir neyðarvistun
- Farþegar seint á ferð og raðir óvenju langar
- Fjórtán mánaða börn fá leikskólapláss í Kópavogi
Erlent
- Spotify liggur niðri
- Orðið kona vísi til líffræðilegs kyns
- Hleypa ekki neinni aðstoð inn á Gasasvæðið
- Læknar segja Gasasvæðið að breytast í fjöldagröf
- Höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gasa
- Trump hótar Harvard-háskóla
- Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
- Einn 70 milljóna bíll á dag
- Endurupptaka hafin á máli Weinsteins
- Yrði risastór umbun fyrir hryðjuverk
Fólk
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
- Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára
- Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu
- Ung íslensk stúlka vekur heimsathygli
- Cyrus skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Komin í form örfáum mánuðum eftir fæðingu
Viðskipti
- Of mikil skýrslugerð
- Ákveðin hjarðhegðun í gangi á markaðnum
- Sterkari bankar kostur
- Tollastefna Trumps
- 168 milljarða tap og skattgreiðendur sáttir?
- Óviss áhrif af óróleika á mörkuðum
- Gjaldþrota Kambar til sölu
- Google fjárfestir í jarðhita
- Gervihnattasamband fyrir mikilvæga innviði
- Stefnan byggð á veikum grunni