Færsluflokkur: Bloggar

Hvalaskoðun á Hawai

Systir mín var á ferðalagi á Hawai fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún fór m.a. í hvalaskoðunarferð. Í ferðinni voru ferðamennirnir fræddir um hvali og stöðu hvalveiða í heiminum. Á þeim tímapunkti höfðu hvalveiðar Íslendinga verið í brennidepli. Upplýsingarnar sem ferðamennirnir fengu voru þær að aðallega 3 þjóðir stunduðu hvalveiðar, þ.e. Japanir, Norðmenn og Íslendingar og reyndi fræðarinn að gera hlut Íslendinga sem mestan. Systir mín snéri þá bakpoka sínum á hvolf svo ekki sæist íslenski fáninn á honum.

Nú er það auðvitað svo að heildarveiði Íslendinga var talin í að mig minnir 30 hrefnum og 5 stórhvelum, úr stofnum sem væri hægt að nýta algjörlega sjálfbært í mun meira magni. Norðmenn veiða nokkur hundruð hrefnur og Japanir enn meira. En lang mesta hvalveiðiþjóðin eru Bandaríkjamenn sjálfir, samlandar þess sem fræddi, með um 1000 veidda hvali á ári. Hræsni þeirra sem eru á móti hvalveiðum á sér fá takmörk, því auðvitað vita þeir hverjir veiða hvað í heiminum. Það er auðvitað spurning í ljósi þessa, hvort hagsmunir okkar séu nægilega miklir að halda þessum veiðum áfram þó markaður finndist fyrir kjötið. En það er ömurlegt að lúffa fyrir ósanngjarnri gagnrýni.

mobydick


mbl.is Bretar fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafveita Reyðarfjarðar

001

Ég tók þessa mynd í gær og var að reyna að fanga sérkennilega byrtu í skýjunum á austurhimninum á Reyðarfirði. Hún skilaði sér ekki vel á myndinni en í forgrunni hennar er rafstöðvarhúsið neðst í Rafstöðvargilinu (sem eflaust heitir eitthvað annað). Mér datt þá í hug að koma með smá fróleiksmola um rafstöðina og tilurð hennar, af vef Fjarðabyggðar. Nánar má lesa um Sögu Rafveitu Reyðarfjarðar HÉR

Hinn 1. apríl árið 1930 verður ætíð talinn mikill hátíðisdagur í sögu Reyðarfjarðar og í lífi íbúanna þar. Þann dag voru vélar rafstöðvarinnar ræstar í fyrsta sinn og straumi hleypt á kauptúnið innan Búðarár. Gamansamur náungi kvað þá þessa vísu:

Apríl fyrsti á sitt hrós
Árin þegar líða.
Höfðingjarnir hafa ljós,
hinir mega bíða!

En til gamans má geta þess, að Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri, átti heima innan ár eða nánar tiltekið í Hermes. En biðin varð ekki löng og örfáum dögum síðar var straumi hleypt á ytri hlutann og við það varð ljós um allan bæ! Virkjun Búðarár var stórvirki síns tíma, ekki síst þegar haft er í huga, að atvinna var ótrygg og fátækt mikil og almenn. Sveitarstjórnin hafði í mörg horn að líta. Eigi að síður var hafist handa og ríkti mikill áhugi meðal þorpsbúa um framgang málsins.

Árið 1929, hinn 12. janúar, var haldinn fjölmennur borgarafundur um málið. Fyrir fundinum lá áætlun, um rafvæðingu Búðarár, frá Sigurði Vigfússyni. "Hann telur ána skila 300 hestöflum og kostnað við að virkja 200 hestöfl kr. 80.000", eins og segir í fundargerðinni. Mikill áhugi og eindrægni ríkti á fundinum. Var skorað á hreppsnefnd að fylgja málinu eftir og tók hún það fyrir á fundi aðeins fjórum dögum síðar.

Nefnd sem starfað hafði á milli funda, skilaði skýrslu um málið og greindi Þorsteinn Jónsson frá framgangi þess. Fundurinn heimilaði hreppsnefnd að taka lán "til virkjunar Búðarár allt að kr. 90.000 til 20-30 ára." Fundinn sátu 79 og greiddu allir atkvæði með heimildinni nema 2!

Þorpsbúar tóku nú höndum saman, ruddu bílfæran veg upp að stíflu og grófu fyrir stöðvarhúsi og þrýstvatnspípu allt í sjálfboðavinnu. Sýnir þetta vel áhuga og samheldni Reyðfirðinga í þessu mikla framfaramáli. Síðar um sumarið fékkst svo lánið með áðurnefndum skilyrðum. Rekstur skyldu notendur greiða með ábyrgð hreppsins, ef menn stæðu ekki í skilum. Hreppsnefnd ákvað á fundi sínum 12. September, að tilhlutan rafnefndar, að útvega kr. 10.000.00 lán "til að gera þorpsbúum kleift að komast yfir innlagningartæki", eins og segir í fundargerð. Hér er átt við búnað heimilanna, svo sem ofna, eldavélar, lampa o.fl.

Árið 1958 tengist rafveitan samveitukerfi Rarik (Grímsárvirkjun) og hefur keypt viðbótarrafmagn þaðan eftir þörfum. Hins vegar er hún eina rafveitan á Austurlandi, sem ekki hefur verið sett undir rekstur Rafmagnsveitna ríkisins.

Starfræksla Rafveitu Reyðarfjarðar hefur markað djúp spor í atvinnu- og menningarlífi staðarins síðustu sjötíu ár og hefði þróun hans orðið að líkindum allt önnur og hægari, ef hennar hefði ekki notið við. Hún kom svo sannarlega á réttum tíma. Heiður og þökk sé frumherjunum, sem af fádæma stórhug og bjartsýni á tímum kreppu og atvinnuleysis báru þetta mikla framfarmál fram til sigurs.

 

 


Hvers vegna.....?

Hvers vegna....

....ýtum við fastar á fjarstýringuna þegar við vitum að hún er að verða battaríslaus?

...rukka bankarnir okkur um fit kostnað þegar þeir vita að við eigum ekki nægan pening?

...trúa þér allir þegar þú segir að á himninum séu 4 miljarðar stjarna en athuga þegar þú segir að málningin sé blaut?

...hefur Tarzan ekki skegg?

...líður aldrei dagur að rúmdýnur eru ekki á útsölu?

...heyrum við aldrei tengdapabba brandara?

...rennum við ryksugunni aftur og aftur yfir þráð í teppinu, tökum hann svo upp og rannsökum hann og setjum hann svo aftur niður til að prófa enn á ný?

...getur Supermann stoppað byssukúla með brjóstkassanum en beygir sig svo niður þegar byssunni er hent í hann?

...hafa hestar fimm gangtegundir en konur bara tvo? Frekjugang og yfirgang!

!cid_image001_gif@01C7E403


Ferðamenn á Austurlandi

b912d7a2e638afb2

Gistinóttum á hótelum landsins á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði um 17% milli ára. Gistinætur á hótelum fyrstu sex mánuði ársins samanlagða voru 564.300 en voru 484.300 fyrir sama tímabil árið 2006. Fjölgun varð á öllum landsvæðum. Mest var hún þó á Austurlandi þar sem gistináttafjöldinn jókst um 23%. Aukningin nam 20% á Norðurlandi, 17% á höfuðborgarsvæðinu, 12% á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum og 11% á Suðurlandi.

Fjölgun gistinátta fyrstu sex mánuði ársins skiptist þannig að gistinóttum útlendinga fjölgaði um 19% og Íslendinga um 9%.  Heimildir frá Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands.

Það væri gaman að fá skýringu á þessu frá þeim sem barist hafa hvað hatrammast á móti Kárahnjúkavirkjun og álverinu á Reyðarfirði. Ein röksemda andstæðinga framkvæmdanna var sú að þetta myndi rústa ferðamannaiðnaðinum hér eystra. Sömu rök viðhafa þeir nú, sem eru á móti olíuhreinsunarstöðinni fyrir vestan.


Um rútuslysið

Hálfgerð móðursýki hefur ríkt vegna sjúkratrygginga hinna ólöglegu verkamanna sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku í Fljótsdal. Fréttamenn sem fjalla um slysið virðast velta sér mikið upp úr því að mennirnir séu ótryggðir og spyrja í framhaldinu hver borgi. Þar sem þetta er umferðarslys en ekki vinnuslys, þá borga tryggingar rútunnar að sjálfsögðu allan sjúkrakostnað og hugsanlegar örorkubætur. Engu máli skiptir þó þeir hafi starfað hér ólöglega.

París - Helsinki

5865
mbl.is Íslenskar konur þyngri en þær dönsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Special Agent, Sæmi Rokk

Mér brá nú bara þegar ég las í þessari frétt að Bobby Fischer teldi Sæmund Pálsson vera útsendara leyniþjónustu Bandaríkjamanna, CIA og slitið vinskap við hann. Bobby%20Fischer%20aboard%20the%20jetplane%20arrv%20Iceland%20(2)Sorglegt og þetta hlýtur að vera sárt fyrir Sæmund að upplifa sinn gamla vin svona veikan.

Það kemur einnig fram í greininni að hugsanlega sé of seint fyrir Fischer að leita sér læknishjálpar. Það er e.t.v. ekki hægt að hjálpa mönnum í þessari stöðu ef þeir vilja það ekki sjálfir, en ég hélt samt að það væri aldrei of seint að leita sér andlegrar aðstoðar.

bobby-fischer-life-nov-12-1971

Sú "skáksprengja" sem átti sér stað á Íslandi 1972, þegar einvígi Fishers og Spasský var háð í Reykjavík, skapaði eftirminnilega skák kynslóð íslenskra skákmanna með þá Helga Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og stuttu síðar Jóhann Hjartarson í broddi fylkingar. Mér er til efs að nokkur þjóð eigi fleiri stórmeistara í skák miðað við höfðatölu en við Íslendingar.

Mér er minnistætt þegar ég var í sveit 1971, þá 11 ára gamall, að bóndinn á bænum, ungur maður sem þar bjó ásamt móður sinni, hafði mikinn skákáhuga og sagði okkur sögur af snillingnum Bobby, hvernig hann malaði andstæðinga sína með fáheyrðum yfirburðum. Að tefla 6 skáka einvígi við fremstu skákjöfra þess tíma og vinna 6-0 verður aldrei aftur leikið. Mínum skákáhuga á ég þessu einvígi að þakka og í Skuggahverfinu, þar sem ég bjó á þessum árum, héldum við strákarnir mörg skákmót.

 


mbl.is Fjallað um Bobby Fischer í El País
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In The Name of Love

Þýskir bræður hafa verið ákærðir fyrir nauðgun og aðstoð við nauðgun eftir að yngri bróðirinn fékk eldri bróður sinn til að sofa hjá kærustu sinni í skjóli nætur. Yngri bróðirinn, sem er 26 ára, mun hafa verið of feiminn til að sofa sjálfur hjá kærustunni og því fékk hann bróðir sinn til verksins, samkvæmt því sem fram kemur á fréttavef Aftonbladet.

love

Yngri strákurinn komst á bragðið en bræðurnir héldu leiknum áfram. Mér finnst með ólíkindum að þeir skyldu komast upp með þetta í heila tvo mánuði.


mbl.is Sá um ástarleikina fyrir bróður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um lærdóm

Meistarinn sagði: „You, hefurðu heyrt um dygðirnar sex og lestina sex?“

Hann svaraði að það hefði hann ekki.

„Sestu hérna hjá mér, ég skal segja þér frá þeim. Þeim sem er annt um góðmennsku án þess að vera námfús er hætt við einfeldni. Þeim sem er annt um visku án þess að vera námfús er hætt við ístöðuleysi. Þeim sem er annt um orðheldni án þess að vera námfús er hætt við óhæfuverkum. Þeim sem er annt um heiðarleika án þess að vera námfús er hætt við umburðarleysi. Þeim sem er annt um hugdirfsku án þess að vera námfús er hætt við að vera uppreisnargjarn. Og þeim sem er annt um harðfylgi án þess að vera námfús er hætt við óbilgirni og ofstopa.“

(Speki Konfúsíusar)


Yllir

004

Ég rakst á þennan ylli í almenningsgarði á Egilsstöðum í vikunni. Runninn er um 3 m. hár og berin eru fagurrauð. Ef mér bregst ekki plöntugreiningin þá er þetta Dúnyllir, en ber hans eru eitruð fyrir menn en eftirsótt af fuglum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband