Ekki hef ég hugmynd um hver réttindastaða samkynhneigðra er i Hollandi, en á "Bleikri helgi" sem var í Groningen um liðna helgi, var aðalkirkja bæjarins skreytt í tilefni dagsins og i kirkjunni fór fram hjónavígsla, eins og sést á þessum myndum af hamingjusömum ungum lesbíum.
Búið var að gera víravirki eða rimla utan um altarið, táknrænt listaverk um það misrétti sem samkynhneigt fólk hefur lengi búið við.
Menning og listir | 8.7.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thad er enginn madur med monnum nema hann hafi "plankad".
"Plankad" i Groningen. Er ekki ekki einhver ljosmyndakeppni i gangi, um frumlegasta "plankid"?
Eg vildi fa ad profa fleiri stellingar en konan tok thad ekki i mal.
Menning og listir | 6.7.2011 (breytt kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Her i Groningen i Hollandi var um lidna helgi svokollud "Bleik helgi", en thad mun vera arviss vidburdur her a sumrin. Gamli midbaerinn var allur skreyttur bleikum blodrum og fanum og tonleikar med samkynhneigdum tonlistarmonnum var a "Grote markt", adal torgi baejarins.
"Homomannenkor", eda Hommakorinn, var med skemmtilega songdagskra ur gomlum og nyjum songleikjum, m.a. fra seinnistridsarum, auk nokkurra "Homo-hits", s.s. Y.M.C.A og einnig toku their log med ABBA. Flottur kor undir stjorn kornungs kvenstjornanda. A bak vid korinn var svo heil ludrasveit sem tokst agaetlega ad skapa "Big-band" stemningu.
Radhusid vid Grote Markt skartadi bleikum fana.
Hommakorinn var i banastudi og thad skiladi ser til mannfjoldans a torginu. Allir voru skaelbrosandi og i solskinsskapi, tho solina vantadi thennan daginn.
Skrudganga og syngjandi listamenn a vorubilspollum.
Thad er sennilega gott ad hafa gasblodrusolumanninn med goda ballest, a.m.k. i upphafi dags.
Groningen er mesta hjolaborg Evropu.
Meira ad segja http://www.martinikerk.nl/ , hin virdulega og glaesilega kirkjubygging vid Grote Markt, var einnig skreytt i tilefni Bleiku helgarinnar, eins og sja ma a thessari mynd.
I naesti bloggi syni eg myndir af fjoldabrudkaupi samkynhneigdra kvenna vid altari kirkjunnar. Uppabuinn prestur sa um athofnina.
Ferðalög | 6.7.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig myndir þú þýða þetta slagorð (fyrirsögnina) yfir á íslensku?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir tilraun til þess að þýða hana með:
"Betra er að ríða en stríða."
Þarna er Hannes vinur minn, alveg úti á túni.
Hippamenningin snérist ekki bara um kynlíf, þó vissulega hafi það verið stór hluti af henni. "Love", þýðir "Ást" og ekkert annað. Þetta "ríða,stríða" dæmi er ekki að mínu mati í anda hippamenningarinnar.
"Make love" þýðir vissulega kynmök, en ástin og friðurinn, (peace) var aðalatriðið í hippamenningunni. Frjálsar ástir (kynlíf) var afsprengi þessarar menningar.
Ástin er vanmetið fyrirbrigði í heiminum.
Bloggar | 22.6.2011 (breytt 23.6.2011 kl. 01:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að safna saman gömlum handboltastjörnum mun ekki skila AG þeim árangri sem vænst er til.
Þetta lið verður vissulega í titilbaráttu í Danmörku, en mun enga möguleika eiga í Evrópukeppninni. Þar eru mörg lið betri en svona samansafn gamalla stjörnuleikmanna.
En e.t.v. er þetta viðskiptalega sniðugt. Mikil aðsókn á heimaleiki og nægjanlegur styrkleiki til þess að komast eitthvað áfram í Evrópukeppninni.
Íslensku leikmennirnir munu þéna feitt á þessu lokaútspili á handboltaferlinum og það er hið besta mál. Vonandi halda þeir sér í nægjanlegu formi til þess að verða landsliðinu að gagni.
![]() |
Andersson ráðinn til AG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.6.2011 (breytt kl. 21:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fólk sest í helgan stein, þá efast það stundum um hlutverk sitt í lífinu. Það er á slíkum stundum sem það er sérlega upplífgandi fyrir þetta fólk að heyra af öðrum eftirlaunaþegum sem hafa fundið hugrekki í brjósti sér til þess að takast á við krefjandi verkefni af ýmsum toga.
Haraldur Sigmarsson, eftirlaunaþegi úr Kópavogi, er einn slíkra manna. Haraldur sagði um daginn:
"Ég hef oft verið spurður um það í gegnum tíðina, hvað ég hafi tekið mér fyrir hendur eftir að ég fór á eftirlaun. Ég er nú svo lánsamur að vera menntaður í efnaverkfræði og eitt af því sem veitir mér hvað mesta ánægju er að breyta bjór, víni og Viskíi í þvag. Þetta "hobbý" mitt er gefandi, upplífgandi og veitir mér fullnægju. Ég geri þetta á hverjum degi og ég hef virkilega ánægju af þessu."
Haraldur Sigmarsson er sannkölluð hversdagshetja og veitir ófáum eldri borgaranum innblástur þegar ömurleiki hversdagsins sækir að.
Ps. Til hamingju með daginn.... og lífið, þið öldnu heiðurshjón.
![]() |
Leist vel á þessa stelpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | 21.6.2011 (breytt kl. 19:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það bars bréf til aðalskrifstofu Yahoo. Bréfið var stílað á forstjórann. Forstjórinn opnaði þetta látlausa bréf af forvirtni og las:
Ég hef aldrei heyrt neinn segja; "Ég veit það ekki, prófum að Yahúa það..."
Mér bara datt þetta svona í hug.
Bestu kveðjur, Google.
Spaugilegt | 21.6.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sé nú kvikindið ekki mjög vel á myndinni, en það má alveg láta sér detta í hug að þetta sé dreki.... svona "mini-dreki".
Í Wikipediu stendur:
"Nafnið Fáfnir getur einnig átt við dverginn Fáfni sem varð síðan að dreka."
Þar sem latneska nafnið; "Arcturus baffinii" vísar augljóslega í heimskautaumhverfið, þá er "heimskautafáfnir" hið prýðilegasta nafn á kvikindið.... þó ég segi sjálfur frá.
![]() |
,,Umrætt kvikindi hefur ekki fengið íslenskt nafn'' |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 21.6.2011 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við vorum betri aðilinn lengstum gegn Hvít-Rússum en óheppnir í lokin. Við vorum mun lakari aðilinn á móti Svisslendingum og þeir eru einfaldlega með betra lið.
Það vissulega oft stutt milli hláturs og gráturs í þessari íþrótt sem öðrum, en það er engin skúrkur neinstaðar og mun ekki verða. Þetta er frábær reynsla fyrir strákana og frábær árangur nú þegar sem þeir hafa náð.
Ég bíð með tilhlökkun eftir leiknum í kvöld. Áfram Ísland!
![]() |
Þunn lína skilur að hetjurnar og skúrkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.6.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að hugsa um að setja þessa færslu í vísindaflokkinn....
Einn félagi okkar hjóna úr góðum vinahópi, sendir oft skemmtilega pósta á þennan lokaða hóp. Ég leyfi mér að birta hér sýnishorn af vangaveltum þessa ágæta manns.
"Eins og þið flest vitið var lagt í ferðalag á þriðjudaginn. Vistir og farangur sett í bílinn og lagt af stað. Oft hef ég hugsað um að gott væri að hafa GPS tæki - þar sem maður þarf að finn nýjar götur - td. Grænlansdleið. Tækið er lítið og nett og er oftast límt á mælaborðið og stungið í samband í sígarettukveikjarann. Ekki hefur orðið af því. En viti menn . Þegar við erum kominn í sunnaverðan Fáskrúðsfjörð gerast undarlegir hlutir. Kemur þá í ljós að ég er með GPS "warning system" tæki. Tækið er 176-7 cm að lengd -ca 70 kg og smellpassar í frammsætið í bílnum. Það tilkynnir - ökuhraða - blindhæðir - einbreiðar brýr - fjarlægð í ökutæki sem kemur á móti við framúrakstur - hve margar hendur eru á stýri (ein eða tvær) og sv fr Ekki tókst að slökkva á tækinu og var því farið eftir fyrirmælum sem tækið ráðlagði.
Að öðru leiti gekk ferðin vel. Bíllinn eyddi 10L á hundraði og ekkert sullaðist í sætin".
xxxxx
Spaugilegt | 16.6.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 947240
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Borgarastyrjaldir í Evrópu og á Íslandi
- Björgum Hamas.
- Fjórum sinnum meira atvinnuleysi meðal útlendinga
- Skjöldurinn
- Hamskipti ESB
- Fyrstu 20 dagar júlímánaðar 2025
- Leikritið í Keflavík Þorgerður leikstýrir, þjóðin fær ekki að tala
- Velkominn til Helvítis, (þú mátt kommenta en þú kemst ekki út)
- UM AÐ SETJA "TRÚNAÐ" Á UMFJÖLLUN FASTANEFNDA.....
- Af hverju lýgur Morgunblaðið svona??