Íbúafjöldi í Fjarðabyggð er kominn yfir 6000

Íbúar í Fjarðabyggð eru orðnir 6.032, þarf af búa 1.534 í starfsmannaþorpinu á Haga. Í dag 1. júní fór íbúafjöldi Norfjarðar í 1.500 manns og hefur íbúum fjölgað þar um 40 frá 1. desember sl. Fjölgun íbúa í Fjarðabyggð án tillits til íbúa á Haga frá 1. desember 2006 er 2.5% eða 110 manns.

Meðaltekjur hafa gjarnan verið lágar á landsbyggðinni borið saman við höfuðborgarsvæðið. Það verður ekki síður spennandi að skoða samanburðinn í þeim efnum þegar álverið á Reyðarfirði hefur tekið að fullu til starfa. Ekki einungis að laun þar eru með ágætum, heldur ýtir samkeppni um vinnuafl launum upp annarsstaðar.

austurland


Áleiðis til Póllands eftir viku

Það er næsta víst að ekki væri möguleiki á þessari þjónustu frá Egilsstöðum ef ekki væri fyrir framkvæmdirnar hér fyrir austan. Afleiðingarnar teigja sig víða. egilsstadir_helga_gudmundsdMeð þessu móti spörum við tveggja tíma innanlandsflug með tilheyrandi kostnaði og veseni.

Ég ætla ásamt töluverðum hópi fólks úr Grunnskóla Reyðarfjarðar og mökum þeirra að nýta mér þessa þjónustu föstudaginn 8. júní. Ferðinni er heitið til Póllands, nánar tiltekið til Krakow. Tekin verður ferja frá Kaupmannahöfn til Póllands, og síðan lestarferðir og innanlandsflug. Flogið til baka frá Varsjá til Köben.

Tilhlökkunin er mikil og fæst ef nokkurt okkar hefur farið til Póllands áður. Pólskur maður, Swavek, sem vann hjá Bechtel á Reyðarfirði sem túlkur og fl. verður okkur innan handar.  Ef ég kemst í tölvu á ferðalaginu mun ég blogga eitthvað um það.


mbl.is Fyrsta Kaupmannahafnarflug Iceland Express frá Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband