Auschwitz

13. júní

Lagt var af stað kl. 7 um morguninn með nýrri rútu sem við höfðum fyrir okkur í Krakow. Nú skyldi haldið til Auschwitz, um klukkutíma keyrslu frá hótelinu okkar. Pantaður hafði verið enskumælandi leiðsögumaður í búðunum. Ég mæli með að fólk panti sér tíma þarna um leið og búðirnar opna kl. 8 því þá er minnst af fólki þarna en um 5.000 manns heimsækja búðirnar að meðaltali á dag á sumrin.

041042

 

 

 

 

 

Það átti vel við að álfelgurnar á rútunni voru merktar Alcoa Grin Inga Lára, starfsmaður Alcoa og Ásta, aðstoðarskólastjóri Grunnsk. Reyðarfjarðar fyrir framan rútuna okkar sem var splunkuný með góða loftkælingu.

045

Upplýsingar um búðirnar við innkomuna. Pólsk yfirvöld ákváðu strax í upphafi að frítt yrði í safnið. Með því vildu þau leggja áherslu á hve mikilvægt væri að heimurinn fengi vitneskju um þau voðaverk sem þarna áttu sér stað. Fyrir neðan er stutt ágrip af sögu búðanna tekið af netinu.

History of the Auschwitz-Birkenau Death Camp

In 1939 Hitler annexed the old Polish town of Oswiecim to his Third Reich as Auschwitz, and a year later the Nazis could start the conversion of the town’s abandoned barracks into a concentration camp. First inmates, a group of Polish political prisoners, arrived on June 14, 1940. In addition to Poles there were soon imprisoned Soviet POW’s, Gypsies, and other nationals from the rest of German-occupied Europe to suffer and die in hellish conditions. In 1942, notably after the construction of the nearby Birkenau (Auschwitz II) concentration camp, trainloads of European Jews start to come. Most of them were immediately put to death in the Birkenau gas chambers.

  • October 1939: the Nazis annex the ancient Polish town of Oswiecim to the Third Reich and rename it Auschwitz.
  • November 1939: new German administration installs a German mayor.
  • 1940-1944: Polish peasants are being driven out of the area to make room for German settlers.
  • 1940: on Himmler’s order Jewish slave workers change emptied army barracks into a concentration camp.
  • June 14, 1940: the Nazis bring political prisoners, all of them Poles, to Auschwitz Concentration Camp as its first inmates.
  • 1941: all Jews are forced out of Oswiecim.
  • October 1941: construction of the Birkenau Concentration Camp, i.e. Auschwitz II, starts near Oswiecim.
  • 1942: setting up of Auschwitz III-Monowitz Concentration Camp.
  • January 1945: evacuation of the Auschwitz camps.
  • January 27, 1945: the Soviets take over Oswiecim.
  • 1947: new Polish government creates Auschwitz-Birkenau State Museum on the site of the concentration camps.
  • 1967: erecting of the International Monument to the Victims of Fascism at Birkenau.
  • 1979: UNESCO enters the Auschwitz concentration camp and the Birkenau death camp in its list of World Heritage sites.

054

Það var mjög sérstök tilfinning að standa fyrir framan þetta ógnvekjandi hlið. Arbeit Macht Frei; Vinnan gerir ykkur frjáls. Þetta voru fyrstu búðirnar í Auschwitz, af þremur. Hve oft hefur maður ekki séð þetta á mynd, en að standa þarna í eigin persónu gerði mann andaktugan.

055

Gengið inn í helvíti á jörð. Valli, Inga Lára, Edda, Stína, Maggi,Nonni, Jói, Viðar Júlí og Alla.

050

Leiðsögumaður okkar um búðirnar. Maggi hlustar af athygli.

056057

 

 

 

 

 

Vinstri: Lík fanga stillt upp á þessum stað, öðrum til viðvörunnar. Hægri: Hljómsveit sem skipuð var föngum spilaði við inn og útgöngu annarra fanga sem voru að fara og koma  frá þrælkunarvinnu. Þjóðverjunum fannst auðveldara  að telja fangana ef þeir löbbuðu í takt. Þeir sem ekki gátu gengið í takt voru barðir eða skotnir á staðnum.

060

"The Wall of Death", Veggur dauðans. Við þennan vegg voru um 7.000 manns skotnir vegna minnstu brota og yfirsjóna. Blóm og kransar liggja við vegginn frá gestum búðanna, e.t.v. ættingjum þeirra sem þarna voru teknir af lífi. Vinstramegin eru tveir staurar með járnkrók efst. Fangar voru hengdir upp á krókana með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sársaukinn var gífurlegur því hendurnar nánast slitnuðu úr axlarliðnum. Hægra megin voru skrifstofur og fundarherbergi yfirmanna SS í búðunum.

061

Leiðsögukonan okkar og Carol Svaweksson við staurana skelfilegu

065

Veggur dauðans.

067

Varðturn við tvöfalda gaddavírsgirðingu

072

Það er e.t.v. enn nöturlegra að koma þarna að vetrarlagi?

066

Hægt er að stækka ef vill. Athygli vekur að öll upplýsingaskilti eru á pólsku, ensku og hebresku en ekki á þýsku þó Þjóðverjar séu fjölmennastir útlendra gesta á svæðinu. Block 11 var þekkt sem "The block of death. Margþætt "starfsemi" var í húsinu en aðallega var þetta fangelsi búðanna þar sem brotlegir fangar sættu grimmdarlegum yfirheyrslum og pyntingum. Flestir sem lentu þarna voru skotnir að loknum yfirheyrslunum en einnig var fólk dæmt til dauða í sérstökum klefum í kjallara hússins þar sem það var svelt í hel. Fleiri tegundir dauðarefsinga voru einnig í búðunum, t.d. var nokkrum tugum fanga troðið í gluggalausan klefa og ekki opnað aftur fyrr en þeir voru dánir af súrefnisskorti. Önnur refsing var þannig að fjórir fangar voru látnir sofa í eins fermetra klefa svo þeir gátu ekki einu sinni sest. Svo voru þeir ræstir að morgni til þrælkunarvinnu og þannig gekk það e.t.v. í marga daga og annaðhvort dóu þeir af sjálfu sér eða voru skotnir þegar þeir örmögnuðust.

Við fengum einnig að sjá ýmsa persónalega muni Gyðinganna í Auschwitz. Skó í þúsundatali í stórum haug og það var átakanlegt að sjá litlu barnskóna sem nóg var af. Sömuleiðis gleraugu í stórum haug og ferðatöskur sem eigendurnir höfðu merkt sér með nafni og heimilisfangi. Leiðsögukonan okkar sagði okkur frá því að gestur í safninu, Gyðingur frá Bandaríkjunum sem hafði lifað af vistina í búðunum hefði þekkt ferðatösku fjölskyldu sinnar. Það var tilfinningaþrungin stund. Í einu herbergjanna var haugur af mannshárum sem Nasistunum tókst ekki að farga á flótta sínum í stríðslok, 2 tonn að þyngd. Þarna var hár í fléttum, stórum og litlum en litur hársins var allur svipaður, grámuskulegur eftir rúmlega 60 ár. Bannað var að taka myndir af þessum munum.

073

Valli, Viðar, Gústi, Dísa, Aðalbjörg og Nonni. Villy, Stína, Svana og Þrúður fyrir aftan. Block 11 er hægramegin við miðju á myndinni.

084

Gasklefinn og líkbrennslan, sú fyrsta sem var tekin í notkun í Auschwitz. Þjóðverjum þótti þessi ekki nógu afkastamikill svo þeir smíðuðu stærri í Auschwitz-Birkenau sem þeir eyðilögðu á undanhaldinu þegar rússneski herinn kom 27. janúar 1945. Gasið sem þeir notuðu var Zyklon B, í málmdósum, á stærð við baunadósir. Fólkinu var talið trú um að það væri að fara í sturtu, aflúsun o.þ.h., látið merkja sér föt sín og raða snyrtilega svo það finndi þau aftur og afhent sápustykki um leið og það labbaði inn, allt til þess að þetta gengi rólega og þægilega fyrir sig. Svo var hurðinni lokað á eftir þeim og slagbrandur settur fyrir og ljósin slökkt.  Þeir opnuðu dósirnar og hentu þeim inn í klefann í gegnum litlar lúgur á þakinu og settu svo hlera yfir. Gasið virkaði þannig að það eyddi öllu súrefni í klefanum og fólkið kafnaði á 15-20 mínútum. Mikil skelfing greip fólkið þegar það áttaði sig á hvað var í gangi, angistaróp og barnagrátur og til þess að minnka ónæðið af hávaðanum frá fólkinu voru mótorhjól látin vera í gangi fyrir utan og músík spiluð í hátölurum. Þegar allt hafði verið hljótt í 10 mínútur var opnað á ný og aðrir fangar drógu fólkið inn í næsta herbergi þar sem ofnarnir voru. Þýskir foringjar í búðunum sem voru handteknir að stríðinu loknu sögðu að þetta hefði verið mannúðleg aflífun.... fyrir þýsku hermennina, þeir þurftu ekki að sjá blóð. Sálfræðingar á vegum þýska hersins höfðu komist að því að afleiðingar hefðbundinna aftaka með skotvopnum gátu verið alvarlegar til lengdar fyrir böðlana og óæskilegir sálrænir fylgikvillar sem slíku fylgdi var eytt með þessari aðferð.

Á myndinni að ofan er Jói Þorsteins, Edda og Siggi við gasklefann.

078

Gengið inn í gasklefann. Mest tróðu þeir 2-300 manns í um 100 ferm. klefann í einu. Til vinstri eru dyr að líkbrennsluofnunum.

083

081

Siggi og Þóroddur við dyrnar inn í gasklefann

079

Líkbrennsluofnarnir voru aðeins tveir þarna. Fólkið var sett á borðið á hjólunum, dregnar úr því gulltennur ef voru og rúllað svo inn. Áður hafði hár síðhærðra kvenna verið skorið og það nýtt í vefnað fyrir þýska herinn.

074

Þessi mynd er tekinn í nokkurra tuga metra fjarlægð frá gasklefanum og fyrir miðri mynd sést glitta í hús sem var heimili yfirforingja allra búðanna í Auschwitz, SS-Obersturmbannfuhrer Rudolf Höss. Fallegur garður umliggur húsið, stór sundlaug og þjónar á hverjum fingri sem að sjálfsögðu voru fangar. Einkabréf eiginkonu hans til vinkonu sinnar fannst eftir stríð og þar skrifar hún að hún "búi í himnaríki á jörð". Hvílík firring. Á myndinni f.v. ókunnur, Erna, Siggi og Linda.

076

Rudolf Höss fannst í felum í Þýskalandi eftir stríð og var færður pólskum yfirvöldum sem dæmdu hann til hengingar í Auschwitz í um 100 metra fjarlægð frá heimili sínu þar, þann 16. apríl 1947. Þegar dómurinn var kveðinn upp sagðist hann iðrast einskis, hann taldi að Þjóðverjar hefð gert rétt í sambandi við "Gyðingavandamálið". Á myndinni er Þóroddur Helgason (Seljan) við aftökupallinn sem var smíðaður sérstaklega fyrir Höss.

 

Auschwitz - Birkenau

096

Þarna er hópurinn kominn inn fyrir hliðið í Auschwitz-Birkenau sem var fyrsta viðbótin við upphaflegu búðirnar í um 10 mínútna akstursfjarlægð. Þarna streymdu lestarnar inn með Gyðinga frá allri Evrópu. Á tímabili fór um 70-80% farmsins beint í útrýmingu. Einungis þeir hraustustu fengu að lifa eitthvað lengur til þrældóms. Læknar reiknuðu út hver matarskammtur fanganna þyrfti að vera svo þeir lifðu ca. 4 mánuði sem var ósk yfirmanna búðanna.

090

Þjóðverjar reynda að eyða sem mestu af sönnunargögnum um voðaverk sín þegar ósigurinn blasti við. Þeir sprengdu stóran hluta búðanna í loft upp og þ.á.m. hina afkastamiklu gasklefa og líkbrennsluofna í Auschwitz-Birkenau. Ekki hefur verið reynt að endurbyggja þá heldur aðeins haldið við þeim fáu byggingum sem heillegar eru. Nánast öllum skjölum og ljósmyndum eyddu þeir einnig. Á myndinni sést heillegur hluti búðanna en vinstramegin tóftir þeirra sem þeir eyðilögðu. Horft er til hægri úr hús-hliðinu sem lestarnar streymdu í gegn með farma sína.  Þegar búðirnar þrjár; Auschwitz I, Auschwits II -Birkenau og Auschwits III voru full mannaðar voru þar um 100 þús. fangar. Alls dóu um 1,1 miljón manna í Auschwits, flestir þeirra 1943 og 1944. Konur og börn voru meirihluti fórnarlambanna. Þarna var hinn alræmdi Jósef Mengele yfirlæknir og gerði skelfilegar tilraunir á lifandi fólki og með sérstakan áhuga á börnum og þá helst tvíburum. Margar tilraunirnar voru algjörlega tilgangslausar, t.d. hellti hann allskonar litarefnum í augu fólks til þess að athuga hvort hann gæti breytt litnum. Afleiðingarnar voru í flestum tilfellum blinda og þá flýtti það för viðkomandi í gasklefann.

092

Horft inn í búðirnar úr hús-hliðinu. Lestarnar stöðvuðu við litla húsið vinstramegin við miðju. Þar var fólkið flokkað af læknum. Meirihluti kvenna, lasburða karlmenn og gamalmenni og öll börn öðrumegin, rest hinumegin.

095

Einhver hefur sett þennan krans á teinana fyrir innan hliðið. Þetta hafði allt mikil áhrif á mig.

102 

Einn skálanna. Eldstæði er í öðrum endanum og stokkur frá honum eftir endilöngum skálanum. Lítill ylur fékkst þó frá þessu í vetrarkuldum því frostið gat farið niður í 30 stig og braggarnir óeinangraðir með öllu og moldargólf undir rúmum. Rottugangur var mikill og margir dóu úr smitsjúkdómum. Óbærilega heitt gat verið á sumrum þegar hitinn fór yfir 30 stig og íbúar í hverjum skála voru helmingi fleiri en þeir voru hannaðir fyrir. Gert var ráð fyrir 4 í hverju rúmi en þeir voru 8.

103

101

Linda, Gústi, Valli og Sunna í einum skálanum.

099

Salernisaðstaðan. Fangarnir fengu ekki pappír til að þrífa sig með þegar þeir höfðu lokið sér af og ekkert rennandi vatn til  annarra þrifa eða drykkjar og fangabúningar þeirra voru ekki þrifnir fyrr en þeir dóu. Engu hefur verið breytt þarna, svona var þetta.

112

Þegar heimsókninni til Auschwitz var lokið byrjaði að rigna og það var e.t.v. táknrænt. Ég held að allir hafi verið hugsi eftir þessa upplifun. Hér má sjá út um gluggann á rútunni ánna Vislu (Vistula) og farið að líða að hádegi. Á morgunn blogga ég um það sem gerðist hjá okkur eftir hádegi, dagurinn var rétt að byrja.

 

 

 

 

 

 

 


Haldið til Krakow

12. júní

Eftir aðra heimsókn kennaranna í skóla í Stettin um morguninn, pakkaði hópurinn saman og nú skyldi haldið til Krakow í suður Póllandi. Lagt var af stað eftir hádegið með rútunni okkar góðu til flugvallarins og flogið á áfangastað með millilendingu í Varsjá.

003

Siggi að borða Prins Póló á leiðinni út á flugvöllinn í Stettin. Erna horfir á og úr andlitinu má lesa; "Ætlar hann virkilega ekki að gefa mér bita?" LoL

018

Tekið á loft í Stettin. Ótrúlega stór hluti Póllands er skógi vaxinn, sennilega stærstu viltu skógar Evrópu, sem er merkilegt í ljósi þess að 38 milj. manns býr í landinu sem er þó ekki nema þrisvar sinnum stærra en Ísland.

035

 Við skröltum í skrúfuvél frá Stettin til Varsjár í rúmlega einn og hálfan tíma, en fengum svo frábæra 82ja sæta þotu frá Varsjá til Krakow og sú ferð tók ekki nema 35 mínútur. Leðurklæddir stólar, mikið rými fyrir fætur og hægt að halla sér svo mikið aftur að auðvelt var að steinsofna í stólnum. Hér er Aðalheiður ákveðin á svip á leið til sætis í sportþotunni.

040

Seinkunn varð á flugi okkar bæði frá Stettin og Varsjá og það er lýjandi að bíða í flugstöðvum. Hér erum við loks komin til Jóhannesar Páls flugvallar í Krakow um kl. eitt eftir miðnætti. Jóhannes Páll Páfi var biskup í Krakow þar til hann breytti til og skellti sér til Rómar. Þess má geta að flugvöllurinn í Varsjá heitir Chopin, eftir tónskáldinu góða.

 


Skólaheimsókn og rósagarður

11. júní

Fyrripartur mánudagsins fór í skólaheimsókn kennara og starfsfólks Grunnsk. Reyðarfj.

080

Flestir makanna sváfu aðeins lengur og hérna eru f.v. Gústi, Maggi, Valli og Nonni í anddyri hótelsins að bíða eftir að "skólafólkið" kæmi til baka með einkarútunni okkar. Þegar þau komu var farið í útsýnistúr með rútunni.

088 

Hitinn var ennþá um 30 stig en rútan okkar var ný og með góða loftkælingu sem betur fer. Mikið er um stóra almenningsgarða í Stettin og mannlíf og allskonar uppákomur eru algengir viðburðir.

100

Ákveðið var að koma við í landbúnaðarháskóla og skoða þar rósagarð. Við háskólann er þetta risa svið með áhorfendasvæði fyrir 5 þús. manns. Þá varð einhverjum að orði; "Kannski 5 þús. Pólverja en ekki nema 3 þús. Íslendinga"Happy. Tifellið er nefnilega að leitun er að feitlögnum Pólverjum, sérstaklega meðal kvenfólksins, allar grannar og nettar. Merkilegt í ljósi þess að mataræðið virðist ekkert tiltakanlega holt, mikið af pulsum og bjúgum og annarri unninni matvöru var að sjá í kjötborðum matvöruverslana.

102104

Við Þóroddur Helgason, fulltrúar kirkjukórs Reyðarfjarðar í hópnum tókum lagið á sviðinu og sungum Ó blessuð sértu sumarsól. Fagnaðarlætin ætluðu aldrei að byrja LoL

112

Gríðarlegur tegundafjöldi rósa var þarna. Lotta, Svawek og Þóroddur myndar.

113

Ingrid Bergman

115

Chopin. Pólverjar halda merki höfuð tónskálds sín Fredrik Chopin hátt á lofti, það sáum við víða. Ásta stóðst ekki mátið, mmmmm góð lykt.

120

Götumynd í Stettin. Svawek sagði okkur að gamli bærinn hefði verið hannaður að fyrirmynd Parísar, þar sem strætin sameinuðust í stóru torgi.

124125

 

 

 

 

 

 

Eftir skoðunartúrinn fórum við hjónakornin í verslunarmiðstöðina við hliðina á hótelinu og fengum okkur grískan skyndibita. Við erum greinilega ekkert ósátt við það Grin

122033

 

 

 

 

 

 

Miðjan í mollinu innan og utanfrá. Hægri myndin er tekin úr kaffiperluturninum. Allt er þetta á sama blettinum við hótelið okkar. Verslunarmiðstöðin er nýtískuleg og vöruúrval er mjög gott og ekki spillir verðið fyrir. Verð á fötum er t.d. 50-150% ódýrara en á Íslandi.

129

Um kvöldið fórum við þrenn hjón, ég og Ásta, Glúmur og Lotta og Bryngeir og Inga Lára út að borða á hreint frábærum stað, Park Hotel. Risastór almenningsgarður er steinsnar frá hótelinu okkar og í honum miðjum er þetta glæsilega litla lúxushótel. Ég væri alveg til í að fara aftur til Stettin bara til að gista á þessu hóteli. Það er auðvitað í dýrari kantinum á pólskan mælikvarða, en á íslenskan mælikvarða er það ekki svo dýrt. Þarna erum við að nálgast þetta himnaríki bakhliðarmegin.  HÉR er heimasíða hótelsins. Aðeins er rúmlega 100 km. keyrsla frá Berlín til Stettin, því ekki að skella sér í dekurferð?

132

Við ákváðum að borða utandyra því það var ennþá 27 stiga hiti og komumst svo að því eftirá að fyrir það fengum við 30% afslátt. Innandyra er alveg geggjað.

135

Bryngeir íþróttakennari, Glúmur íslensku og sögukennari og Lotta leikskólakennari. Diskur og hendur Ingu Láru bókasafnsfræðingi hjá Alcoa til vinstri Smile

134

Við Ásta fengum okkur sallad sem Pólverjar eru snillingar í. Allur matur þarna er reyndar virkilega góður og vandaður. Snyrtimennska allstaðar til fyrirmyndar, jafnt á strætum og torgum, hótelum og veitingastöðum.

139140

 

 

 

 

 

 

Við löbbuðum inn í hótelið til að skoða. Þjónninn sem var mjög elegans fylgdi okkur um veitingasalina, greinilega stoltur af vinnustað sínum. Þegar við sáum þetta glæsilega fiskabúr, spurði ég þjóninn hvort fiskarnir væru á matseðlinum. Þá skellihló hann og sagði svo ekki vera, en hugmyndin er ágæt sagði hann glettinn á svip.

141138

 

 

 

 

 

 

Virðuleiki

144145

 

 

 

 

 

 

Þegar við komum til baka á hótelið okkar sat þar hluti hópsins á spjalli og allir fóru svo sælir til svefns

 

 

 

 


Szczecin (Stettin)

10. júní

Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr. Slawek Gorski, okkar maður í Póllandi var mættur á hótelið okkar upp úr kl 9 og nú skyldi kastali borgarinnar skoðaður. Haldið var fótgangandi af stað eftir morgunverðinn út í veðurblíðuna. Svawek, eins og nafn hans er borið fram, er menntaður guðfræðingur ásamt í einhverju fleiru sem ég man ekki í svipinn, er hafsjór af sögulegum fróðleik og hann var afar duglegur að deila þeim fróðleik með okkur. Þarna er saga í hverju skrefi og ómetanlegt að hafa slíkan leiðsögumann.

001-1003-1

 

Svawek varð tíðrætt um kommúnistatímann í Póllandi og fljótlega eftir að við lögðum af stað frá hótelinu komum við að Solidarnostorgi, sem hét auðvitað eitthvað allt annað í valdatíð kommúnista. Reyndar sagði Svawek okkur að ýmis stræti og torg í Póllandi bæru nöfn sín að meðaltali í 20 ár síðan 1945. Fyrir tíma kommúnista hét torgið einhverju Pólsku nafni en eftir stríð hér það Stalín-torgið. Svo þegar Stalín dó hét það Friðartorgið og að lokum eftir 1989 var það kennt við pólska verkalýðsfélagið Samstöðu sem Lech Walesa stóð í fararbroddi fyrir. Árið 1970 höfðu orðið þarna mótmæli og átök og var herinn kallaður til sem hóf að skjóta handahófskennt á mótmælendur með þeim afleiðingum að 16 manns lágu í valnum. Flest fólk liðlega tvítugt að aldri, þar af tveir 16 ára unglingar. Á myndinni vinstramegin er líkneskið "Engillinn" til minningar um atburðinn og á hægri myndinni er minningarskjöldurinn með nöfnum og aldri fórnarlambanna.

007Elsta kirkjan í Stettin er hér til vinstri, um 900 ára gömul. Að sögn Svaweks hafa Pólverjar verið mjög umburðarlindir í gegnum aldirnar gagnvart hverskyns trúarbrögðum og hópum og hafa margir fundið skjól í landinu þó opinber trúrækni hafi ekki verið litin sérlega hýru auga þegar landið var undir hæl Rússa. Meirihluti landsmanna er kaþólskur. Kirkjan er í horninu á Solidarnostorginu og kastalinn sem ferðinni var heitið til, hinu megin við götuna. Allt í þægilegu göngufæri við hótelið okkar, Hotel Neptune sem er staðsett í hjarta borgarinnar.

 

010

Hér er líkan af kastalanum í anddyri hans, besta myndin sem ég náði af honum Joyful 

Fyrir utan merkilega sögu kastalans sem hýst hefur marga konunga, m.a. Svíakonung um miðja 17. öld, þá fannst mér turninn vinstra megin á myndinni merkilegastur, en í honum er 70 kg. pendúll sem hangir í 28,5 m. löngum vír. Pendúlinn hannaði franskur eðlisfræðingur árið 1851 og er hann talin einstök sjónræn sönnun þess að jörðin snúist um möndul sinn. Torg er í miðju kastalans. Þar er einnig stórt og mikið svið þar sem listamenn af ýmsu tagi koma fram daglega. Krakkar í þjóðbúningum voru að dansa þar þegar við komum.

026017

Pendúllinn góði, ofan frá og niðri.

 

 

 

 

 

016

Fróðleikur um pendúlinn.

018

Útsýni úr kastalaturninum. Næst er gamla kirkjan og fjær fyrir ofan kirkjuna er annar og nútímalegri turn, en upp í topp á honum fórum við og fengum okkur kaffi á veitingastaðnum sem þar er, að loknum göngutúrnum. Svona "Perla" þeirra Stettin-búa.

038032

 

 

 

 

 

 

 

Kaffiperlan okkar. Magnaðar byggingar þarna

Um kvöldið fór hópurinn út að borða með Svawek og fjölskyldu hans. Svawek vildi endilega að við prófuðum dæmigerðan pólskan mat og valdi til þess skemmtilegan veitingastað í 10 mínútna göngufæri frá hótelinu.

041045

 

 

 

 

 

 

 

Hópurinn sestur að borði.

042053

 

 

 

 

 

 

 

 Vandvirknin skín úr andlitum Nonna og Öllu.            Svínakjöt að hætti Pólverja.

048051

 

 

 

 

 

 

 

Svawek leystur út með gjöfum. Silfurberg úr Helgustaðanámu í Reyðarfirði með íslenska fánanum og íslenskt brennivín.

057059

 

 

 

 

 

 

 

Nonni að sýna börnum Svaweks fingragaldra, móðirin hefur "þriðja augað" á þeim Joyful Carol, Simon, Svawek, Weronika og Viola.

062060

 

 

 

 

 

 

 

Hópurinn myndaður að máltíð lokinni. Það var nóg að gera hjá ljósmyndaranum

Að loknum vel heppnuðum degi og kvöldmáltíð fóru sumir á pöbbarölt, eða bara rölt. Aðrir héldu heim á hótel að hvíla lúin bein. Yndislegur dagur.

 

 


Ferðasaga - lagt af stað

Ég ætla að stikla á stóru í næstu færslum um ferðalag okkar 29 Reyðfirðinga til Póllands og Kaupmannahafnar dagana 8.-19. júní. Hópurinn samanstóð af kennurum Grunnsk. Rreyðarfjarðar og mökum þeirra.

8.-9. júní 

Flogið var beint til Köben frá Egilsstöðum og tekin ferja þaðan um kvöldið og til lítils hafnarbæjar í Póllandi, Swinoujscie (Swinemunde) við landamæri Þýskalands. Þægilegur ferðamáti þegar hægt er að nota hann að hluta til svefns. Fríhafnarverslanir og veitingastaðir,  næturklúbbur og spilavíti og ekki spillti fyrir spegilsléttur sjór alla leið. Við lögðum í hann frá Köben kl. 9 um kvöldið og komum á áfangastað kl. 8 morguninn eftir. Í Swinoujscie tók á móti okkur hann Slawek (borið fram Swavek) sem við höfðum kynnst á Reyðarfirði, því hann sá um almannatengsl þeirra Pólverja sem vinna hjá bandaríska verktakanum Bechtel, sem byggir álver Alcoa. Alveg hreint yndislegur maður sem við hefðum ekki viljað vera án í ferðalaginu. Hann talar ágæta ensku en Pólverjar eru ekki þekktir fyrir að tala annað en móðurmálið og e.t.v. hrafl í þýsku og rússnesku. 

Þegar í land var komið beið okkar rúta sem við höfðum fyrir okkur þessa 3 daga í NV-Póllandi og haldið var af stað til heimabæjar Swavek, Szczecin (Stettin) við Oder. Þessi N-vesturhluti Póllands var fyrir seinni heimsstyrjöldina hluti Þýskalands (Prússlands)og hafði verið það í 200 ár og þess vegna eiga flestar borgir og kennileiti sér einnig þýsk nöfn. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var borgin gerð að höfuðborg þýska fylkisins Pommern. Þetta hefur þó ætið verið pólskt menningarsvæði og móðurmál fólksins pólska. Skipaskurður liggur frá borginni alla leið til Berlínar sem er í rúml. 100km fjarlægð í beinni loftlínu.

015-1

Siglt áleiðis til Póllands. Brúin milli Danmerkur og Svíþjóðar í baksýn

023

Glatt á hjalla á einum pöbbnum um borð. Þóroddur, Viðar, Erna, Rúna, Hildur og Siggi.

Í Stettin er mikill skipasmíðaiðnaður og því varð borgin illa úti í loftárásum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Mörg íslensk fiskiskip eru smíðuð í Stettin. Við komuna til borgarinnar sem telur um 450 þús. manns var fljótlega farið á röltið og við Íslendingarnir eltum Swavek sem var eins og gæsamamma með ungana sína í halarófu á eftir sér.

002

Hluti hópsins með Swavek, sá hávaxni fyrir miðju.

005

Ansi gróðursæl bygging. Skyldi skorkvikindi ekki slæðast innum gluggana?008009

 

 

 

 

Um 30 stiga hiti var í borginni þegar við komum og því ljúft að stoppa og fá sér einn kaldann á röltinu. Svo fórum við í útsýnissiglingu um sýkin og skurðina sem liggja þarna um allt en borgin er í um 60 km fjarlægð frá Eystrasaltinu. Þegar við vorum á siglingunni kom skyndilega gríðarleg úrhellisdemba sem breyttist svo í haglél, í 30 stiga hita!! Höglin voru sum hver á stærð við stór bláber og á myndinni hér til hægri má greina þau á rauðu gólfinu. Myndin verður stærri ef þið smellið á hana.

 


Vopnað rán

Komum til Köben frá Póllandi í gærkvöldi. Í Póllandi hefur verið 25-37 stiga hiti og Krakow er hreint frábær borg. Skrifa um hana síðar. En hér í kóngsins Köbenhavn er ekki nema 20 stiga hiti svo það eru dálítil viðbrigði. Kannski ágætt að trappa sig niður fyrir heimferðina á morgunSmile.

Við sexmenningarnir sem framlengdum Póllandsferðina fórum á röltið í gærkvöldi eftir ferðalagið frá Warsjá hingað og komum til baka á hótelið okkar, um miðnættið. Þetta er fínasta hótel, nýuppgert og reyndar ennþá í uppfærslu, í hliðargötu út frá Istedgade Woundering. Þegar við komum inn í lobbíið voru þar lögreglumenn og búið að strengja gulan borða utanum afgreiðsluborðið. Rannsóknarlögreglumenn voru að yfirheyra stelpuna í lobbíinu sem tók á móti okkur 3 klt áður með bros á vör en var nú ein taugahrúga með tárin í augunum. Það hafði nefnilega verið framið vopnað rán í lobbíinu okkar rétt á meðan við skruppum í kvöldgönguna. Við þökkuðum okkar sæla að hafa ekki álpast í flasið á þessum ræningja þarna. Þegar við fórum í morgunverðinn í morgunn spurði ég afgreiðslukonu í hótelinu nánar um ránið en hún vildi sem minnst gera úr þessu, greinilega fyrirmæli frá yfirboðurum sínum.

Hilsen í bili...


Polland er magnad

Frabaer ferd her i Pollandi en ekki vida netsamband. Forum fra Stettin i gaer og millilentum i Warsaw og komum seint i garkvoldi til Krakow. Okkur var lofad netsambandi a hotelinu en teir segja ad um taeknilega ordugleika se vid ad eiga Wink . Forum til Auswitzch i morgunn og madur er ennta ad melta tad. Svakaleg upplifun. Fullt af myndum sem eg vil syna ykkur her a blogginu. Vedrir her er 25-30 stiga hiti og flest allt mjog odyrt. Kved ad sinni.... Gunni 

Áleiðis til Póllands

Þá leggjum við í hann til Póllands í fyrramálið. Beint flug frá Egilsstöðum til Köben með Iceland Express og þaðan með ferju annað kvöld til fyrirheitna landsins. Ásta konan mín og samstarfsfólk hennar í Grunnskóla Reyðarfjarðar eru að fara í kynnisferð í nokkra skóla þarna í leiðinni. Alls eru þetta 29 manns, þar af 11 makar. Ef það er netsamband þar sem ég verð þá geri ég ferðadagbók með myndum. Annars bíður það bara þar til ég kem heim.

Kveð að sinni.. penguin12

map_europe_poland


Mun Alcoa krefjast skaðabóta?

 Sigurður Arnalds talsmaður Kárahnjúkavirkjunar segir ástæðu seinkunar við gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar eingöngu vera erfiðar jarðfræðilegar aðstæður við borun ganganna. Hann segir allt tal um ábyrgð Impregilo á hluta seinkunnarinnar vera gróusöguumræðu. Þá sé samstarf Alcoa og Landsvirkjunar ákaflega gott og enginn áhugi sé á að ræða um kostnað eða hugsanlegar skaðabætur Landsvirkjunar vegna seinkunarinnar.

Ómar Ragnarsson er duglegur að mála skrattann á vegginn þegar Kárahnjúkavirkjun er annarsvegar. Á bloggsíðu sinni vitnar hann í egin bók "Kárahnjúkar, með og á móti" og segir:

 

"Afhendingu rafmagns Kárahnjúkavirkjunar seinkar meira en talsmenn Landsvirkjunar hafa sagt fram að þessu."  Þetta er pen lýsing í útvarpsfrétt á þeim blekkingarleik sem viðhafður hefur verið til að fela fyrir þjóðinni hvers eðlis þessi endemis virkjun er og helst að láta sem minnst af því leka út fyrir kosningar. Upplýsingarnar um töfina eru hins vegar ekki endanleg sannindi um málið því að löng þrautaganga er framundan fyrir þá sem reyna eins lengi og unnt er að neita að horfast í augu við hinn bitra sannleika sem á eftir koma í ljós.  Öllu þessu var spáð í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" fyrir þremur árum og meira mun á eftir koma.

Það er spurning hvort Ómar og fleiri andstæðingar virkjunarinnar verði fyrir vonbrigðum ef Alcoa krefst ekki skaðabóta, eins og þeir hafa rétt á, ef um seinkunn á afhendingu raforkunnar verður að ræða.


Ný Chelsea skyrta lak út viku of snemma

The fluorescent electric yellow shirt was due to be unveiled at a high-profile event at Stamford Bridge a week tomorrow.

Þetta má lesa í því grandvara blaði The Sun í Englandi.

chelsea2

Nýja útivallaskyrtan. Ekki var hægt að kópera af netsíðunni þeirra þannig að ég smellti bara mynd af skjánum hjá mér. Spurning hvort ekki verði ruglast á Chelsea leikmönnunum og öryggisvörðunum.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband