Ég sá frétt á CNN....

nepaUm daginn var frétt á CNN um miklar loftslagsbreytingar í Nepal. Fréttamaður tók viðtal við háfjallabónda sem bar sig illa vegna hlýnunarinnar. Bóndinn sagði að til marks um ástandið, þá væri hægt að rækta epli í mun meiri hæð en áður Woundering

Er það slæmt?

Þarna lifir fólk við tiltölulega frumstæð skilyrði, vélar og tæki af skornum skamti og óvíða rafmagn. Hrís og sprek er notað til húshitunar og eldunar.

Og svo kom rúsínan í pylsuendanum í fréttinni.

Það vakti nefnilega áhyggjur, allur þessi bruni á hrísinu og sprekinu hjá þessu fólki sem yki enn meir á losun gróðurhúsalofttegunda. Haft var eftir einhverjum "fræðingi", að til væri lausn á því vandamáli; nefnilega að vestræn ríki leggðu fram fjármagn svo fólkið hætti brennslunni.

Það verður sjálfsagt ágætis vinna fyrir einhverja að finna öll fjallaþorp í veröldinni og fá fólkið til að hætta að brenna sprek.

Sei sei já, fín vinna.


mbl.is ESB heitir milljörðum evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skallagrímur, ertu nátengdur Steingrími Joð?  En þó svo væri þá er algjör óþarfi að vera með bull og kjaftæði, eins og hann.  Það er nefnilega margsannað að þessi svokallaða hlýnun er EKKI af mannavöldum heldur er um að ræða náttúrulegar og reglulegar sveiflur á hitastigi jarðar, ég nenni ekki að finna til allar heimildir fyrir þessu en ef þú ert eins og aðrir hlýnunarfíklar þá hefur enga þýðingu að vera að benda þér á þetta, þú þarft ekki að "googla" mikið til að þessar heimildir komi upp.  Ég get varla beðið eftir því að hlýni svo mikið á Íslandi að maður geti ræktað epli upp á fjöllum, ég er orðinn hundleiður á þessum helv... kulda hér.

Jóhann Elíasson, 11.12.2009 kl. 06:46

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi hlýnun sem um ræðir - ég hef staðið í þeirri meiningu að menn hefðu á henni illan bifur vegna þessi að hærra hitastig þýðir lægra rakastig og víða er vatnsskortur orðið mikið vandamál, jafnvel sunnan til í Evrópu. Svo er það spurning hvað verður um Golfstrauminn.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband