Sönn saga af kynlífskönnun

Sjónvarpsstöð í borg í Þýskalandi var að gera kynlífskönnun og fór með spyril, unga og upprennandi sjónvarpskonu og tökumann í stóra verslunarmiðstöð.

Sjónvarpsfólkið kom inn í kvöldfréttatíma stöðvarinnar í beinni útsendingu með innslög þar sem vegfarendur voru spurðir út í kynlíf sitt. Sumir vildu engu svara og hröðuðu sér á brott, blóðrauðir í framan, á meðan aðrir voru bara einlægir og opinskáir og svöruðu spurningunum kynnroðalaust.

Meðal þeirra sem ljáðu máls á því að taka þátt í þessari könnun voru hjón um fimmtugt. Kona mannsins rölti lítið eitt áfram þegar sjónvarpskonan unga stöðvaði eiginmann hennar og spurði hvort hann væri til í að taka þátt.

Maðurinn sagði glaðlegur en eilítið feiminn að það væri svo sem allt í lagi.

Spyrillinn sagði hress:  "Þetta er örstutt og ekkert mál og þetta eru bara tvær spurningar og sú fyrri er: "Hvenær hafðir þú samfarir síðast?"

Maðurinn sagði, dálítið óöruggur með sig en þó brosandi: "Í hádeginu".

Spyrillinn krotaði x í viðeigandi reit á svarblaðinu og hélt áfram: "Og síðari spurningin,  "Hvar fór athöfnin fram?".

Maðurinn svaraði hikandi án þess að glottið færi af andlitinu: "Á eldhúsborðinu".

Sjónvarpskonan unga þakkaði manninum fyrir þátttökuna og hnippti því næst í  konu sem stóð hjá og áttaði sig ekki á því að þar var eiginkona mannsins sem hún var að spyrja. Sjónvarpskonan spyr hvort konan sé ekki til í að taka þátt í könnuninni. Eiginkonan, sem er heldur hlédrægari en eiginmaðurinn, lítur til hans ráðvillt á svip en hann kinkar brosandi kolli til hennar og hvetur hana til að taka þátt. Konan samþykkir þá að svara spurningunum.

"Fyrri spurningin: Hvenær hafðir þú samfarir síðast?"

Eiginkonan lítur skelfingu lostin á eiginmann sinn en hann kinkar hughreystandi kolli til hennar og hvetur hana til dáða. Hún svarar þá án hiks: "Í hádeginu".

_41575816_middle_aged203Sjónvarpskonan var farin að átta sig á að þau væru hjón þegar hún sá augngoturnar og látbragðið á milli þeirra og í kímni hugðist hún fylgjast vel með þeim í síðari spurningunni og spurði þá einfaldlega:

 "Hvar?".

Enn verður eiginkonan angistarfull og lítur til eiginmannsins  með bænaraugum um leiðsögn. Eiginmaðurinn kinkar áfram kolli brosandi til konunnar og hvíslar að lokum til hennar: "Þetta er allt í lagi, svaraðu bara, ég er búinn að svara þessu".

Konan réttir þá vel úr sér, herðir upp hugann og svarar dálítið skömmustuleg, en reynir þó að brosa:

"Í rassinn!".

"Cut" heyrist í fjarska í einhverjum tæknimanni.... og svo heyrast skruðningar....

Eiginmaðurinn hylur augu sín með hægri lófanum....


mbl.is Ísland tilvalinn áfangastaður fyrir samkynhneigða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha.

Er einhvers konar upptaka til staðar á þessu á veraldarvefnum?

Ívar Erik (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 07:32

2 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=3--uKcHonNo

Þetta er fyndið - þó ekki bandarískt ;)

Birta (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 08:15

3 identicon

Ég átta mig ekki á tengingunni við umburðarlyndi Íslendinga gagnvart samkynhneigðum og ferðalög þeirra til Íslands.  Hvergi er minnst á kynlíf í greininni, þaðan af síður kynlíf eldri borgara (í hvorn endann sem er).

Endilega útskýrðu tenginguna.

Kári (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skítt með tengingar, þessi er mígfyndinn.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vinur minn sagði mér þennan í gærkvöldi og ég stældi hann og skrumskældi, stað og stílfærði, eftir minni og hentugleikum.

-

Takk fyrir ábendinguna á myndbandið, Birta. Ferlega fyndið

-

Tengingin er ekki önnur en sú, Kári, að mér datt þessi brandari í hug þegar ég sá þessa frétt.  Þú skilur...... þetta með rassinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég breytti Bandaríkjunum í Þýskaland en læt annað standa.

Góð saga á aldrei að gjalda sannleikans

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 16:24

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Enda ef ég ætti að breyta aldri hjónanna, þá þyrfti ég að breyta einnig um mynd, en það vil ég ekki fyrir nokkurn mun gera.

Rómantísk og falleg mynd, þó tilhugsunin um að sennilega sé sú gamla með bleyju......     .....   trufli dálítið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 16:31

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, fjandakornið! Ég breyti aldrinum og myndinni líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 16:37

9 Smámynd: Hörður Einarsson

Svona verður ruglið til, allt gleypt hrátt, og á endanum stendur allt í fólki og allt er sjálfsagt, meira að segja svona öfuguggaháttur.

Hörður Einarsson, 5.12.2009 kl. 01:24

10 identicon

æ en sætt..

mér skilst einmitt að gagnkynhneigt fólk stundi endaþarmssamfarir í meiri mæli (svona hlutfallslega pr. höfðatölu) en samkynhneigðir.

ætli litli staðalmyndafordómapúkinn hafi gægst fram þarna gunnar? hver er subbulegi fordómakallinn sem hugsar strax um kynlíf þegar minnst er á kynhneigð?? esasú?

jákvæði froskurinn (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:33

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert að manneskja sem þorir ekki að koma fram undir nafni skuli gefa í skyn að blogghöfundur, sem kemur fram undir fullu nafni, sé haldin subbulegum fordómum og hugsi strax um kynlíf þegar minnst er á kynhneigð.

-

Ég var að reyna að lýsa myndrænt í orðum hvað gerðist þarna. Það er allt og sumt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 23:59

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Misstu einhverjir kímnigáfuna í bankahrunina?

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 00:20

13 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Ég þori að koma fram undir nafni og ég furða mig líka á hvers vegna fólk byrjar alltaf að hugsa um kynlíf þegar minnst er á kynhneigð. Og hvar nákvæmlega er tengingin á milli endaþarmssamfara og samkynhneigðar? Fjöldinn allur af gagnkynhneigðu fólki stundar endaþarmssamfarir en mér gæti ekki verið meira sama hvers konar kynlíf fólk stundar. Aftur á móti virðist alltaf vera gefið skotleyfi á samkynhneigða, merkilegt af hverju fólk er svona forvitið um okkar kynlíf.....

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 6.12.2009 kl. 18:38

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skynsamlegast er auðvitað að skipta sér aldrei af því sem gerist í svefnherbergjum annarra. Skipting eftir kynhneigð yfirleitt er líka vafasöm svo ekki sé meira sagt. Lifum og látum lifa.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 18:51

15 identicon

Manni sárnar nú að brandarar sem ég segi þér endi oft hér á blogginu
hjá þér eftir þessa svokölluðu "stílfæringu"hjá þér sem gjörsamlega rústar
honum, í þennan þarf leikræna tilburði,tón og smá spuna með

Þannig sást þú hann,

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 01:28

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, þú þarft greinilega að vanda þig betur!

Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband