Afhverju engin mynd?

Hún er skondin þessi frétt um indverska manninn sem tók sér hamar og meitil í hönd og hjó göng í gegnum fjall við húsið sitt og var heil 14 ár að ljúka verkinu. Göngin gerði maðurinn svo hann fengi bílskúr. Ekki nóg með það heldur fögnuðu þorpsbúar göngunum einnig, því nú spara þeir langa leið fyrir fjallið.

Einkennilegt að þorpsbúarnir skuli ekki hafa hjálpað manninum, úr því göngin muna þá svona miklu. Eins finnst mér merkilegt að ekki skuli fylgja fréttinni mynd af þessu magnaða mannvirki. Ég prófaði að "gúggla" nafn Indverjans og fékk nokkrar fréttasíður um þennan merka atburð, en engin þeirra er með mynd.

Kannski er þetta bara plat og fréttastofur hafi gleypt við því. Skemmtileg frétt.

tunnel-house-03

Þarna hefur einhver gert göng inn í bílskúr Joyful


mbl.is Hjó göng til að geta lagt bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kannski var þetta bara hóll.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband