Þrátt fyrir að Viggó Sigurðsson sé frábær þjálfari og hafi á sínum tíma sem leikmaður í Þýskalandi og á Spáni, verið dýrasta örvhenta skyttan í handboltaheiminum á þeim tíma, sem leikmaður Barcelona, þá er eins og eitthvað bresti á ákveðnum tímapunkti í þjálfaramálum hans. Kannski ekki óáþekkt og hjá Guðjóni Þórðarsyni, knattspyrnuþjálfara. Ekki það að Guðjón hafi verið sambærilegur að getu í knattspyrnuleikni og Viggó sem handboltamður. Sei sei nei,
Árangur Fram í handboltanum á yfirstandandi leiktíð, er óásættanlegur, að mati yfirstjórnar liðsins. Leikmannahópurinn er nokkuð sterkur, en árangurinn hefur látið á sér standa. Því er valin sú leið að skipta um stjórann í brúnni. Ég held að þessi ákvörðun komi svo sem ekkert á óvart, miðað við stöðu liðsins.
Árangur Guðmundar Guðmundssonar með íslenska landsliðið í Peking, var engin tilviljun. Guðmundur tók við góðu búi sem Viggó hafði lagt grunninn að. Ég held að það hafi verið mikið lán fyrir íslenskan handbolta að Viggó og síðar Guðmundur, stýrðu íslenska landsliðinu með aðra eins heimsklassa leikmenn og Alexander Petterson, Ólaf Stefánsson og Guðjón Val Sigurðsson innanborðs, auk fjölmargra annarra sem sóma myndu sér vel í nánast hvaða landsliði sem er í heiminum.
Er ekki kominn tími til að pússa rykið af "íslensku geðveikinni" .......... fyrir komandi átök á EM eftir áramótin?
Viggó sagt upp hjá Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Íþróttir | 20.11.2009 (breytt kl. 21:27) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Hallelujah
Sigurjón (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:57
Góður pistill hjá þér, Gunnar. Sem gamall Framari vona ég að þetta sé rétt ákvörðun.
Ómar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 23:21
Vil bæta því við að Guðmundur Guðmundsson þjálfaði Fram á sínum tíma en varð að fara.
Sambúð þjálfara og liðs getur stundum verið áþekk og hjá hjónum, sem þrátt fyrir góða eiginleika passa ekki saman.
Ómar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 23:29
Það er auðvitað leiðinlegt hvernig fer alltaf með Viggó, eins og hann er nú okkar besti þjálfari ásamt Guðmundi Guðmundssyni.
Kv.Atli Már Sigmarsson
Atli Már Sigmarsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 23:42
Sæll Gunnar.
Þetta er góður punktur hjá þér. Handbolti er í raun eina íþróttin sem ég nenni að fylgjast með. Hún er hröð, mörg mörk eru skoruð og heilmikið um átök og spennandi eru leikirnir oft.
Ég vona að okkar menn muni lenda í verðlaunasæti á EM, en kannske er það óskhyggja...
Sigurjón, 21.11.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.